Upp­gjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna

Hjörvar Ólafsson skrifar
Stjörnumenn fagna marki Andra Rúnars Bjarnasonar. 
Stjörnumenn fagna marki Andra Rúnars Bjarnasonar.  Vísir/Anton Brink

Stjarnan vann sterkan 2-1 sigur þegar liðið mætti Val í toppslag í 22. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en deildinni verður skipt í efri og neðri helming.

Stjarnan byrjaði leikinn betur og komust sanngjarnt yfir á 12. mínútu leiksins. Andri Rúnar Bjarnason skoraði þá með skoti beint úr aukaspyrnu. Setja má spurningamerki við staðsetninguna á varnarveggnum hjá Stefáni Þór Ágústssyni sem og hvernig Birkir Heimisson stóð í varnarveggnum eftir að skotið reið af.

Valsmenn jöfnuðu metin fimm mínútum síðar en það var mark af dýrari gerðinni. Lúkas Logi Heimisson fékk þá langa sendingu frá Stefán Þór frá marki Vals. Lúkas Logi tók frábærlega á móti boltanum og kom sér framhjá Damil Serena Dankerlui í fyrstu snertingu sinni, köttaði inn á völlinn og setti boltann upp í samskeytin fjær með hnitmiðuðu skoti sínu.

Eftir rúmlega hálftíma leik skoraði svo Örvar Eggertsson markið sem skildi liðin að. Sigurmarkið kom eftir frábæran undirbúning hjá Benedikt Warén sem spændi upp að endamörkum og sendi boltann fyrir á Örvar sem setti boltann í autt markið með skoti af stuttu færi. 

Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í seinni hálfleik en Jónatan Ingi Jónsson var hættulegastur í Valsliðinu en Benedikt Warén var næst því að skora þriðja mark Stjörnunnar. 

Þetta var fimmti sigurleikur Stjörnunnar í röð í deildinni en liðið hefur haft betur í fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. Stjarnan hefur jafnað Val, sem hefur beðið ósigur í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni, að stigum með þessum sigri. 

Stjarnan og Valur eru með 40 stig í öðru til þriðja sæti deildarinnar og eru tveimur stigum frá Víkingi sem trónir á toppnum. 

Atvik leiksins

Stjörnur og skúrkar

Dómarar leiksins

Dómarar leiksins, þeir Sigurður Hjörtur Þrastarson, Patrik Freyr Guðmundsson, Þórður Arnar Árnason og Guðmundur Páll Friðbertsson, höfðu fín tök á þessum leik og fá sjö í einkunn fyrir sín störf í kvöld.

Guðmundur Páll hafði í nógu að snúast að róa kollegana Srdjan Tufegdzic og Jökull I. Elísabetarson á hliðarlínunni. Þeir félagarnir fengu báðir gult spjald fyrir hressileg orðaskipti þeirra í fyrri hálfleik.

Stemming og umgjörð

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira