„Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2025 22:32 Sigurvin er einum sigri frá því að stýra Þrótt upp í Bestu deildina. Þróttur Reykjavík „Bara mjög vel, þetta er bara spenningur og gleði,“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar Reykjavíkur, um tilfinninguna þegar tæpur sólarhringur er í hreinan úrslitaleik liðsins um að komast í Bestu deild karla í fótbolta. Topplið Lengjudeildar karla, Þór Akureyri og Þróttur Reykjavík, mætast í lokaumferðinni sem fram fer á morgun, laugardag. Það er því ljóst að sigurvegarinn fer upp í Bestu deildina en ef liðin gera jafntefli gæti Njarðvík skotist upp í efsta sætið með sigri gegn Grindavík og tryggt sér eina örugga sætið í Bestu deildinni. Liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið. „Þetta er náttúrulega bara fótboltaleikur og við nálgumst hann auðvitað bara eins og alla hina. Maður finnur í umhverfinu, það eru allir að spyrja, velta fyrir sér og styðja okkur. Það er í rauninni bara bensín á vélina frekar en eitthvað annað,“ sagði Sigurvin um aðdragandann. „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og erum verðskuldað í þeirri stöðu sem við erum í því við höfum spilað vel. Þannig það er engin ástæða til að breyta því neitt. Ég sé það bara í augunum á mínum leikmönnum að þeim líður vel með þetta. Þetta er skemmtilegt, færð meiri stuðning. Við erum á heimavelli þannig það verður meira magn af jákvæðri orku í okkar garð heldur en oft áður og það er eitthvað sem við ætlum að nýta.“ Klippa: Sigurvin Ólafs: „Þeir sem standa sig betur hneppa hnossið“ Gott gengi síðari hlutann „Það var engin stökkbreyting. Það voru aðallega þið fjölmiðlamenn, töluðuð aldrei um okkur. Við erum búnir að vera heilt yfir nokkuð jafnir, auðvitað hefur gengið betur í seinni umferðinni en þeirri fyrri sem var þó fín líka. Höfum alltaf verið þarna í grennd við toppinn. Höfum haldið okkar línu og flogið undir radar.“ „Ef það endar þannig að ég enda í sjöunda himni,“ sagði sigurvegarinn Sigurvin og glotti aðspurður hvort hann kynni vel við sig undir radarnum. Um leikinn gegn Þór „Ég reikna með jöfnum leik. Búnir að mæta þeim fyrr á tímabilinu. Það var mjög jafnt þó við höfum unnið þar. Í fyrra voru þetta tveir jafnir leikir líka. Þórsarar mjög sterkir. Vona að bæði lið spili þetta óháð þessari spennu. Þórsarar eru vel spilandi, ef okkur tekst að spila vel verður þetta skemmtilegur leikur. Við leggjum á borðið það sem við þykjumst geta og þeir sem standa sig betur hreppa hnossið.“ Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Topplið Lengjudeildar karla, Þór Akureyri og Þróttur Reykjavík, mætast í lokaumferðinni sem fram fer á morgun, laugardag. Það er því ljóst að sigurvegarinn fer upp í Bestu deildina en ef liðin gera jafntefli gæti Njarðvík skotist upp í efsta sætið með sigri gegn Grindavík og tryggt sér eina örugga sætið í Bestu deildinni. Liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið. „Þetta er náttúrulega bara fótboltaleikur og við nálgumst hann auðvitað bara eins og alla hina. Maður finnur í umhverfinu, það eru allir að spyrja, velta fyrir sér og styðja okkur. Það er í rauninni bara bensín á vélina frekar en eitthvað annað,“ sagði Sigurvin um aðdragandann. „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og erum verðskuldað í þeirri stöðu sem við erum í því við höfum spilað vel. Þannig það er engin ástæða til að breyta því neitt. Ég sé það bara í augunum á mínum leikmönnum að þeim líður vel með þetta. Þetta er skemmtilegt, færð meiri stuðning. Við erum á heimavelli þannig það verður meira magn af jákvæðri orku í okkar garð heldur en oft áður og það er eitthvað sem við ætlum að nýta.“ Klippa: Sigurvin Ólafs: „Þeir sem standa sig betur hneppa hnossið“ Gott gengi síðari hlutann „Það var engin stökkbreyting. Það voru aðallega þið fjölmiðlamenn, töluðuð aldrei um okkur. Við erum búnir að vera heilt yfir nokkuð jafnir, auðvitað hefur gengið betur í seinni umferðinni en þeirri fyrri sem var þó fín líka. Höfum alltaf verið þarna í grennd við toppinn. Höfum haldið okkar línu og flogið undir radar.“ „Ef það endar þannig að ég enda í sjöunda himni,“ sagði sigurvegarinn Sigurvin og glotti aðspurður hvort hann kynni vel við sig undir radarnum. Um leikinn gegn Þór „Ég reikna með jöfnum leik. Búnir að mæta þeim fyrr á tímabilinu. Það var mjög jafnt þó við höfum unnið þar. Í fyrra voru þetta tveir jafnir leikir líka. Þórsarar mjög sterkir. Vona að bæði lið spili þetta óháð þessari spennu. Þórsarar eru vel spilandi, ef okkur tekst að spila vel verður þetta skemmtilegur leikur. Við leggjum á borðið það sem við þykjumst geta og þeir sem standa sig betur hreppa hnossið.“ Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira