„Draumur síðan ég var krakki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. september 2025 08:01 Sigfús fagnar með stuðningsfólki Þórs í leikslok. Vísir/Ernir Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði fyrra mark Þórs frá Akureyri er liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu með 1-2 sigri gegn Þrótti í gær. Hann segir langþráðan draum vera að rætast. Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Sigfús Fannar er einn af þeim sem hafa leikið með Þór alla sína ævi, ef frá er talið stutt stopp hjá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann segist hafa dreymt um þessa stund frá því hann var krakki. „Þetta er búið að vera draumur síðan ég var krakki,“ sagði Sigfús í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Við erum svo góðir vinir í þessu liði. Ég hef aldrei verið í svona liði áður. Ég er eiginlega orðlaus. Þú sérð þetta bara hérna. Þetta er svo geggjað og bara draumur að rætast,“ bætti Sigfús við og var í leiðinni augljóslega að þakka stuðningsfólki liðsins fyrir sitt framlag. Eins og áður segir skoraði Sigfús fyrra mark Þórs í leik gærdagsins, en í leikslok átti hann erfitt með að rifja það upp. Svo mikil var geðshræringin. „Ég bara keyri á. Ég er nánast búinn að gleyma þessu. Ég sendi á Ými og hann sendir hann aftur, þríhyrningur. Svo næ ég að lauma honum með vinstri í hornið.“ Þetta var hans fimmtánda og síðasta mark á tímabilinu og líklega er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta hafi einnig verið hans mikilvægasta mark á tímabilinu. „Ég er bara búinn að vera óhræddur og keyri á allt. Þetta snýst um hugarfar. Ég er eiginlega orðlaus. Sjálfstraust númer eitt, tvö og þrjú.“ Þá forðaði Sigfús sér að lokum frá því að segja frá því hvernig sigrinum, og sætinu í Bestu-deildinni, yrði fagnað. Líklega hefur hann vitað að það væri ekki eitthvað sem íþróttamaður ætti að segja frá í sjónvarpi. „Ég ætla ekki að segja þér það kallinn minn,“ sagði Sigfús léttur að lokum. Klippa: Sigfús eftir sigur Þórs Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Sigfús Fannar er einn af þeim sem hafa leikið með Þór alla sína ævi, ef frá er talið stutt stopp hjá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann segist hafa dreymt um þessa stund frá því hann var krakki. „Þetta er búið að vera draumur síðan ég var krakki,“ sagði Sigfús í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Við erum svo góðir vinir í þessu liði. Ég hef aldrei verið í svona liði áður. Ég er eiginlega orðlaus. Þú sérð þetta bara hérna. Þetta er svo geggjað og bara draumur að rætast,“ bætti Sigfús við og var í leiðinni augljóslega að þakka stuðningsfólki liðsins fyrir sitt framlag. Eins og áður segir skoraði Sigfús fyrra mark Þórs í leik gærdagsins, en í leikslok átti hann erfitt með að rifja það upp. Svo mikil var geðshræringin. „Ég bara keyri á. Ég er nánast búinn að gleyma þessu. Ég sendi á Ými og hann sendir hann aftur, þríhyrningur. Svo næ ég að lauma honum með vinstri í hornið.“ Þetta var hans fimmtánda og síðasta mark á tímabilinu og líklega er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta hafi einnig verið hans mikilvægasta mark á tímabilinu. „Ég er bara búinn að vera óhræddur og keyri á allt. Þetta snýst um hugarfar. Ég er eiginlega orðlaus. Sjálfstraust númer eitt, tvö og þrjú.“ Þá forðaði Sigfús sér að lokum frá því að segja frá því hvernig sigrinum, og sætinu í Bestu-deildinni, yrði fagnað. Líklega hefur hann vitað að það væri ekki eitthvað sem íþróttamaður ætti að segja frá í sjónvarpi. „Ég ætla ekki að segja þér það kallinn minn,“ sagði Sigfús léttur að lokum. Klippa: Sigfús eftir sigur Þórs
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira