Lífið

Fögur hæð í frönskum stíl

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eignin er falleg og hlýleg, hönnuð í svokölluðum Parísarstíl.
Eignin er falleg og hlýleg, hönnuð í svokölluðum Parísarstíl.

Við Austurbrún í Reykjavík er að finna sjarmerandi sérhæð í þríbýlishúsi sem var byggt árið 1955. Um er að ræða 109 fermetra eign sem hefur verið hönnuð í Parísarstíl. Ásett verð er 94,9 milljónir.

Heimilið er innréttað í hlýlegum og mjúkum litatónum, sem einkennir hinn svokallaða Parísarstíl. Eignin var endurhönnuð árið 2021 af Hildi Árna hjá Studio Homestad og er útkoman virkilega smart.

Listar á veggjum og í loftum eru eins og glæsileg listaverk og gefa íbúðinni fágað yfirbragð. Stofa og borðstofa renna saman í eitt opið rými með parketi á gólfi og fallegum tekkhurðum.

Mosagrænn litur prýðir stofuna, en skenkurinn og ofnar hafa verið málaðir í sama lit og mynda þannig fallega heild. Sérsmíðaður gluggasófi fangar augað og setur rómantískan svip á rýmið.

Eldhúsið er opið við borðstofuna, með flísum á gólfi, grárri innréttingu og notalegum borðkrók með sérsmíðuðum bekk.

Samtals eru fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.