Raunvirði íbúða lækkar á ný Bjarki Sigurðsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 18. september 2025 22:34 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Sigurjón Raunvirði íbúða er tekið að lækka á ný. Í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að helmingur nýrra íbúða hafi staðið óseldur í meira en tvö hundruð daga. Í skýrslunni er farið yfir stöðuna á fasteignamarkaði en þar kemur meðal annars fram að mikið framboð íbúða á sölu haldi aftur af verðhækkunum á markaði og því er raunvirði íbúða farið að lækka. Um fimm þúsund íbúðir voru til sölu við upphaf þessa mánaðar, nær tvöfalt meira en í upphafi árs 2023. Af þessum fimm þúsund voru tvö þúsund nýjar íbúðir en þær hanga töluvert lengur á sölu en eldri eignir, að sögn hagfræðings hjá HMS. Helmingur nýrra íbúða hefur verið á sölu í yfir tvö hundruð daga. „Verðþróun hefur verið nokkuð stöðug á fasteignamarkaði og það er ágætlega mikið af kaupsamningum, sérstaklega fyrir notaðar íbúðir. Verðið hefur hækkað hægar en verðbólgan svo að raunverðið hefur lækkað á síðustu tólf mánuðum,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS. Vitið þið hvað gæti skýrt það? „Það eru held ég margar skýringar á bak við það, ég nefni fyrst hægari fólksfjölgun en gert var ráð fyrir og svo er það hátt vaxtastig og hátt íbúðaverð. Íbúðaverð er hátt miðað við laun ef við lítum í sögulegt samhengi þannig þetta eru margir samverkandi þættir,“ segir hann. HMS ber saman fasteignamarkaðinn hér við stöðuna á Nýja-Sjálandi, en þar hafa íbúar sömuleiðis glímt við mikla verðbólgu, fólksfjölgun og hátt verð á húsnæðismarkaði. Nýsjálendingum hefur þó tekist að bæta stöðuna til muna. „Þeir kynntu aðgerðapakka árið 2021 til þess að reyna takast á við þennan vanda, þessar skörpu verðhækkanir sem að þeir sáu í heimsfaraldrinum, rétt eins og hjá okkur. Þær miða að því að reyna að tempra eftirspurnina og draga úr fjárfestingavæðingu fasteignamarkaðsins. Það í bland við minni fólksfjölgun hjá þeim hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur lækkað nokkuð hratt,“ segir Jónas Atli. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Í skýrslunni er farið yfir stöðuna á fasteignamarkaði en þar kemur meðal annars fram að mikið framboð íbúða á sölu haldi aftur af verðhækkunum á markaði og því er raunvirði íbúða farið að lækka. Um fimm þúsund íbúðir voru til sölu við upphaf þessa mánaðar, nær tvöfalt meira en í upphafi árs 2023. Af þessum fimm þúsund voru tvö þúsund nýjar íbúðir en þær hanga töluvert lengur á sölu en eldri eignir, að sögn hagfræðings hjá HMS. Helmingur nýrra íbúða hefur verið á sölu í yfir tvö hundruð daga. „Verðþróun hefur verið nokkuð stöðug á fasteignamarkaði og það er ágætlega mikið af kaupsamningum, sérstaklega fyrir notaðar íbúðir. Verðið hefur hækkað hægar en verðbólgan svo að raunverðið hefur lækkað á síðustu tólf mánuðum,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS. Vitið þið hvað gæti skýrt það? „Það eru held ég margar skýringar á bak við það, ég nefni fyrst hægari fólksfjölgun en gert var ráð fyrir og svo er það hátt vaxtastig og hátt íbúðaverð. Íbúðaverð er hátt miðað við laun ef við lítum í sögulegt samhengi þannig þetta eru margir samverkandi þættir,“ segir hann. HMS ber saman fasteignamarkaðinn hér við stöðuna á Nýja-Sjálandi, en þar hafa íbúar sömuleiðis glímt við mikla verðbólgu, fólksfjölgun og hátt verð á húsnæðismarkaði. Nýsjálendingum hefur þó tekist að bæta stöðuna til muna. „Þeir kynntu aðgerðapakka árið 2021 til þess að reyna takast á við þennan vanda, þessar skörpu verðhækkanir sem að þeir sáu í heimsfaraldrinum, rétt eins og hjá okkur. Þær miða að því að reyna að tempra eftirspurnina og draga úr fjárfestingavæðingu fasteignamarkaðsins. Það í bland við minni fólksfjölgun hjá þeim hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur lækkað nokkuð hratt,“ segir Jónas Atli.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira