Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2025 08:00 Davíð Tómas Tómasson hefur ekki fengið að dæma körfuboltaleik um margra mánaða skeið. Vísir/Arnar Halldórsson Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti. Davíð Tómas hefur af mörgum verið talinn meðal fremri dómara landsins. Hann var valinn besti dómari Bónus-deildar karla í hitteðfyrra og hefur verið einn aðeins tveggja alþjóðadómara landsins undanfarin ár, ásamt Jóhannesi Páli Friðrikssyni. Það vakti því athygli að hann hafi ekki fengið að dæma lungann úr síðustu leiktíð og ekkert í úrslitakeppni vorsins. Í haust var hann alfarið tekinn af niðurröðunarlista dómaranefndar KKÍ fyrir komandi leiktíð, en Bónus-deildir karla og kvenna hefjast í næstu viku. „Nú liggur fyrir að ég mun ekki dæma aftur í vetur. Dómaranefnd tilkynnti í mars um að ég væri ekki lengur á niðurröðun vegna samskiptaörðugleika. Þar til í dag hef ég hins vegar ekki viljað tjá mig um málið opinberlega vegna þess að það hefur verið vilji hjá mér að ná sáttum,“ segir Davíð í samtali við íþróttadeild. Þær tilraunir til sátta hafi ekki gengið eftir. „Eftir tilkynninguna í mars fór málið til sáttamiðlara. En nú liggur fyrir að það ferli bar ekki árangur. Ég hef verið fjarlægður af póstlistum auk þess sem ég var ekki boðaður á haustfund dómara, í skriflegt próf eða í þrekpróf. Skilaboðin af hálfu dómaranefndar fyrir komandi vetur eru því skýr. Ég hef ákveðið að taka þau til mín og legg því dómaraflautuna á hilluna bæði hér heima og erlendis.“ Ekki sá fyrsti sem hrökklast úr starfi Davíð segist þá ekki vera sá fyrsti sem er skrifaður út af sakramentinu hjá dómaranefnd sambandsins. Jón Bender hefur verið formaður nefndarinnar um árabil en í henni sitja einnig Aðalsteinn Hrafnkelsson og Guðmundur Ragnar Björnsson. „Aðallega er þetta vont fyrir körfuboltaíþróttina á Íslandi. Þetta er ekki að gerast í tómarúmi. Í gegnum tíðina hafa aðrir dómarar hrökklast í burtu vegna stirðra samskipta við dómaranefnd. Ber þar helst að nefna Helga og Sigurð Jónsson, tvíbura sem komu inn í körfuboltadómgæslu. Algjörlega frábærir, líklega einir hæfileikaríkustu menn sem hafa komið fram á Íslandi. Þeir hrökklast úr dómgæslu vegna örðugra samskipta við nefndina,“ „Georgía Olga – fyrsta konan til að dæma í efstu deild karla – hún hrökklast líka í burtu. Og Jón Guðmundsson, einn ástsælasti dómari landsins, ætlaði að koma til baka eftir hlé en hann var ekki velkominn. Öll þessi tilfelli voru skrifuð á samskiptavanda eða samskiptaörðugleika,“ segir Davíð. Nær aftur til sumarsins 2024 Samskiptaörðugleikarnir í tilfelli Davíðs sem dómaranefnd vísaði til hafi byrjað sumarið 2024. Davíð vildi þá styrkja fræðslustarf fyrir dómara hérlendis og skipulagði því námskeið fyrir meðdómara sína. Hugmynd hans var að halda námskeiðið eitt kvöld og fylgja því síðan eftir með viðbótarfræðslu yfir veturinn til hjálpa dómurum að bæta sig. „Ég fæ innblástur af fyrirkomulagi fræðslu í kringum dómgæslustörf mín fyrir FIBA erlendis og skipulegg námskeið fyrir körfuboltadómara hérlendis. Hugmynd mín var síðan að hafa dómara í þjálfun allt tímabilið, klippa leiki, halda Zoom-fundi einu sinni í mánuði og búa til markmiðasetningu,“ segir Davíð. Hann hafði hvorki KKÍ né dómaranefnd með í ráðum þegar hann setur námskeiðið upp. Því var ekki vel tekið. „Ég auglýsi námskeiðið og það selst upp á tveimur sólarhringum. Það var mikil eftirspurn frá dómurum sem vildu bæta sig. En þessu voru framkvæmdastjóri KKÍ og dómarnefnd mótfallin,“ „Þetta endar á því, eftir tvo eða þrjá fundi, að mér er tilkynnt að ef ég haldi áfram með óbreytt áform um þessa fræðslu, þá fái ég ekki að dæma lengur á Íslandi.“ Með því hafi nefndin í raun hótað að enda feril Davíðs í dómgæslu. „Ef dómari er tekinn af niðurröðun af hálfu dómaranefndar KKÍ þá er ferli hans sem alþjóðlegum körfuboltadómara sjálfkrafa lokið. Þessir afarkostir þýddu því að ég þyrfti að hætta alfarið sem dómari ef námskeiðið færi fram,“ segir Davíð sem stefndi langt í dómgæslu. „Ég hef verið opinskár með drauma mína og metnað að komast á stórmót og Ólympíuleika. Ég sá mig því tilneyddan til að aflýsa námskeiðinu til að halda í þann draum þótt mér þætti ekki vera gild ástæða fyrir því,“ „Eftir þetta verða samskiptin stirðari á milli beggja aðila. Það ágerist yfir veturinn og endar með því að nefndin ákveður að taka mig af niðurröðun. Ég hef ekki fengið að dæma síðan,“ segir Davíð. Mistök af hálfu beggja „Kergjan var til staðar af hálfu beggja. Til þess að svona mál springi svona út yfir þetta langan tíma, þá þurfa báðir aðilar að hafa gert einhver mistök. Það hefur 100 prósent verið þannig,“ segir Davíð. Samskiptin síðan í mars hafa verið lítil. Þótt skipaður hafi verið sáttamiðlari í málinu heyrði Davíð lítið frá KKÍ og var ekki á niðurröðun alla úrslitakeppnina. Um mitt sumar sendi hann síðan yfirlýsingu til nefndarinnar í gegnum sáttamiðlarann þar sem hann bað aðila máls afsökunar, en hefur enn ekki fengið viðbrögð við því. „Samskiptin hafa verið lítil sem engin. Við sáttamiðlarinn skrifum upp yfirlýsingu sem hann miðlar til málsaðila. Þar tek ég ábyrgð á mínum hlut í því hvernig málum er háttað. Ég bið alla málsaðila afsökunar og reyni að byggja brú,“ Davíð Tómas ræðir við Arnar Guðjónsson á Hlíðarenda vorið 2022.Vísir/Bára „Þeir ganga út af þeim fundi og segjast þurfa mánuð til að ræða saman sín á milli og fara yfir málin. Mánuði síðar mæti ég á fund með sáttamiðlara og þar er mér tilkynnt af framkvæmdastjóra sambandsins að málið hafi ekkert verið rætt og þeir þurfi viku í viðbót,“ „Viku síðar hringir hann og aflýsir fundinum og biður um þriggja vikna frest í viðbót og fær þann frest. Þremur vikum síðar aflýsir hann síðan þeim fundi líka og síðan þá hef ég ekkert heyrt,“ segir Davíð, sem upplifir að sáttavilji hafi ekki raunverulega verið til staðar. „Í mínum huga er ljóst af þessum vinnubrögðum að menn gengu ekki inn í það ferli með raunverulegan vilja til sátta. Málið er dregið á langinn og bæði ég og sáttamiðlarinn dregnir á asnaeyrunum.“ Menn þori ekki að tjá sig opinberlega Davíð hefur nú verið tekinn af öllum samskiptalistum dómara hjá sambandinu og virðist ekki sem hann fái að dæma í vetur. En er hann þá raunverulega hættur alfarið dómgæslu? „Já, get ég einungis starfað sem dómari ef KKÍ óskar minna starfskrafta. FIBA í Evrópu fær síðan fréttir af þessu máli síðastliðið sumar þannig að í fyrsta skipti í átta ár fæ ég engin dómgæsluverkefni í Evrópu og er ekki lengur á niðurröðunarlista þar. Dómaraferli mínum er því lokið bæði hér heima og erlendis.“ Kollegar Davíðs hafi margir hverjir sýnt honum mikinn stuðning en geri það ekki opinberlega, vegna starfshátta dómaranefndar KKÍ. „Ég hef fengið ótrúlegan stuðning frá dómurum í gegnum allt þetta ferli, þeir hafa hringt í mig og margir standa með mér. En enginn greinir frá því opinberlega af ótta við að vera tekinn út af sakramentinu og fá ekki leikjum úthlutað,“ „Þetta er ekki uppbyggilegt starfsumhverfi. Þeir sem eru við stjórnvölin hjá KKÍ hafa skapað þessa menningu, sem veldur því að metnaðarfullt fólk hrökklast úr dómgæslustörfum,“ Hvar liggur ábyrgðin? „Ábyrgðin liggur hjá framkvæmdastjóra sambandsins, formanni sambandsins og dómaranefnd. Þessir aðilar sjá um framkvæmd dómgæslumála og hafa umsjón með dómarahópnum,“ segir Davíð. Leiðinlegur endir á mögnuðu ævintýri „Ég hef gefið körfuboltadómgæslu 20 ár af mínu lífi og hef lagt margt á mig til að þróa þessa hæfni sem hefur nýst mér vel. Þetta hefur verið magnað ævintýri og ég á óteljandi góðar minningar auk þess sem margir minna nánustu koma úr körfunni. Ég er enn bara 36 ára og ætti að eiga nóg eftir að gefa dómarahópnum og íslenskum körfubolta. Mér finnst leiðinlegt að þetta skuli enda svona,“ segir Davíð, sem hefur þó í nægu öðru að snúast. „Ég stýri hugbúnaðarfyrirtæki og það er nóg að gera hjá mér þar. Svo er ég með 16 mánaða gamlan dreng sem ég get eytt meiri tíma með. Lífið er gott og ég þarf ekki körfuboltadómgæslu til að fylla upp í tómarúm í mínu lífi. En þetta er ástríðan mín. Ég mun því örugglega sakna hennar mikið,“ segir Davíð að endingu. KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira
Davíð Tómas hefur af mörgum verið talinn meðal fremri dómara landsins. Hann var valinn besti dómari Bónus-deildar karla í hitteðfyrra og hefur verið einn aðeins tveggja alþjóðadómara landsins undanfarin ár, ásamt Jóhannesi Páli Friðrikssyni. Það vakti því athygli að hann hafi ekki fengið að dæma lungann úr síðustu leiktíð og ekkert í úrslitakeppni vorsins. Í haust var hann alfarið tekinn af niðurröðunarlista dómaranefndar KKÍ fyrir komandi leiktíð, en Bónus-deildir karla og kvenna hefjast í næstu viku. „Nú liggur fyrir að ég mun ekki dæma aftur í vetur. Dómaranefnd tilkynnti í mars um að ég væri ekki lengur á niðurröðun vegna samskiptaörðugleika. Þar til í dag hef ég hins vegar ekki viljað tjá mig um málið opinberlega vegna þess að það hefur verið vilji hjá mér að ná sáttum,“ segir Davíð í samtali við íþróttadeild. Þær tilraunir til sátta hafi ekki gengið eftir. „Eftir tilkynninguna í mars fór málið til sáttamiðlara. En nú liggur fyrir að það ferli bar ekki árangur. Ég hef verið fjarlægður af póstlistum auk þess sem ég var ekki boðaður á haustfund dómara, í skriflegt próf eða í þrekpróf. Skilaboðin af hálfu dómaranefndar fyrir komandi vetur eru því skýr. Ég hef ákveðið að taka þau til mín og legg því dómaraflautuna á hilluna bæði hér heima og erlendis.“ Ekki sá fyrsti sem hrökklast úr starfi Davíð segist þá ekki vera sá fyrsti sem er skrifaður út af sakramentinu hjá dómaranefnd sambandsins. Jón Bender hefur verið formaður nefndarinnar um árabil en í henni sitja einnig Aðalsteinn Hrafnkelsson og Guðmundur Ragnar Björnsson. „Aðallega er þetta vont fyrir körfuboltaíþróttina á Íslandi. Þetta er ekki að gerast í tómarúmi. Í gegnum tíðina hafa aðrir dómarar hrökklast í burtu vegna stirðra samskipta við dómaranefnd. Ber þar helst að nefna Helga og Sigurð Jónsson, tvíbura sem komu inn í körfuboltadómgæslu. Algjörlega frábærir, líklega einir hæfileikaríkustu menn sem hafa komið fram á Íslandi. Þeir hrökklast úr dómgæslu vegna örðugra samskipta við nefndina,“ „Georgía Olga – fyrsta konan til að dæma í efstu deild karla – hún hrökklast líka í burtu. Og Jón Guðmundsson, einn ástsælasti dómari landsins, ætlaði að koma til baka eftir hlé en hann var ekki velkominn. Öll þessi tilfelli voru skrifuð á samskiptavanda eða samskiptaörðugleika,“ segir Davíð. Nær aftur til sumarsins 2024 Samskiptaörðugleikarnir í tilfelli Davíðs sem dómaranefnd vísaði til hafi byrjað sumarið 2024. Davíð vildi þá styrkja fræðslustarf fyrir dómara hérlendis og skipulagði því námskeið fyrir meðdómara sína. Hugmynd hans var að halda námskeiðið eitt kvöld og fylgja því síðan eftir með viðbótarfræðslu yfir veturinn til hjálpa dómurum að bæta sig. „Ég fæ innblástur af fyrirkomulagi fræðslu í kringum dómgæslustörf mín fyrir FIBA erlendis og skipulegg námskeið fyrir körfuboltadómara hérlendis. Hugmynd mín var síðan að hafa dómara í þjálfun allt tímabilið, klippa leiki, halda Zoom-fundi einu sinni í mánuði og búa til markmiðasetningu,“ segir Davíð. Hann hafði hvorki KKÍ né dómaranefnd með í ráðum þegar hann setur námskeiðið upp. Því var ekki vel tekið. „Ég auglýsi námskeiðið og það selst upp á tveimur sólarhringum. Það var mikil eftirspurn frá dómurum sem vildu bæta sig. En þessu voru framkvæmdastjóri KKÍ og dómarnefnd mótfallin,“ „Þetta endar á því, eftir tvo eða þrjá fundi, að mér er tilkynnt að ef ég haldi áfram með óbreytt áform um þessa fræðslu, þá fái ég ekki að dæma lengur á Íslandi.“ Með því hafi nefndin í raun hótað að enda feril Davíðs í dómgæslu. „Ef dómari er tekinn af niðurröðun af hálfu dómaranefndar KKÍ þá er ferli hans sem alþjóðlegum körfuboltadómara sjálfkrafa lokið. Þessir afarkostir þýddu því að ég þyrfti að hætta alfarið sem dómari ef námskeiðið færi fram,“ segir Davíð sem stefndi langt í dómgæslu. „Ég hef verið opinskár með drauma mína og metnað að komast á stórmót og Ólympíuleika. Ég sá mig því tilneyddan til að aflýsa námskeiðinu til að halda í þann draum þótt mér þætti ekki vera gild ástæða fyrir því,“ „Eftir þetta verða samskiptin stirðari á milli beggja aðila. Það ágerist yfir veturinn og endar með því að nefndin ákveður að taka mig af niðurröðun. Ég hef ekki fengið að dæma síðan,“ segir Davíð. Mistök af hálfu beggja „Kergjan var til staðar af hálfu beggja. Til þess að svona mál springi svona út yfir þetta langan tíma, þá þurfa báðir aðilar að hafa gert einhver mistök. Það hefur 100 prósent verið þannig,“ segir Davíð. Samskiptin síðan í mars hafa verið lítil. Þótt skipaður hafi verið sáttamiðlari í málinu heyrði Davíð lítið frá KKÍ og var ekki á niðurröðun alla úrslitakeppnina. Um mitt sumar sendi hann síðan yfirlýsingu til nefndarinnar í gegnum sáttamiðlarann þar sem hann bað aðila máls afsökunar, en hefur enn ekki fengið viðbrögð við því. „Samskiptin hafa verið lítil sem engin. Við sáttamiðlarinn skrifum upp yfirlýsingu sem hann miðlar til málsaðila. Þar tek ég ábyrgð á mínum hlut í því hvernig málum er háttað. Ég bið alla málsaðila afsökunar og reyni að byggja brú,“ Davíð Tómas ræðir við Arnar Guðjónsson á Hlíðarenda vorið 2022.Vísir/Bára „Þeir ganga út af þeim fundi og segjast þurfa mánuð til að ræða saman sín á milli og fara yfir málin. Mánuði síðar mæti ég á fund með sáttamiðlara og þar er mér tilkynnt af framkvæmdastjóra sambandsins að málið hafi ekkert verið rætt og þeir þurfi viku í viðbót,“ „Viku síðar hringir hann og aflýsir fundinum og biður um þriggja vikna frest í viðbót og fær þann frest. Þremur vikum síðar aflýsir hann síðan þeim fundi líka og síðan þá hef ég ekkert heyrt,“ segir Davíð, sem upplifir að sáttavilji hafi ekki raunverulega verið til staðar. „Í mínum huga er ljóst af þessum vinnubrögðum að menn gengu ekki inn í það ferli með raunverulegan vilja til sátta. Málið er dregið á langinn og bæði ég og sáttamiðlarinn dregnir á asnaeyrunum.“ Menn þori ekki að tjá sig opinberlega Davíð hefur nú verið tekinn af öllum samskiptalistum dómara hjá sambandinu og virðist ekki sem hann fái að dæma í vetur. En er hann þá raunverulega hættur alfarið dómgæslu? „Já, get ég einungis starfað sem dómari ef KKÍ óskar minna starfskrafta. FIBA í Evrópu fær síðan fréttir af þessu máli síðastliðið sumar þannig að í fyrsta skipti í átta ár fæ ég engin dómgæsluverkefni í Evrópu og er ekki lengur á niðurröðunarlista þar. Dómaraferli mínum er því lokið bæði hér heima og erlendis.“ Kollegar Davíðs hafi margir hverjir sýnt honum mikinn stuðning en geri það ekki opinberlega, vegna starfshátta dómaranefndar KKÍ. „Ég hef fengið ótrúlegan stuðning frá dómurum í gegnum allt þetta ferli, þeir hafa hringt í mig og margir standa með mér. En enginn greinir frá því opinberlega af ótta við að vera tekinn út af sakramentinu og fá ekki leikjum úthlutað,“ „Þetta er ekki uppbyggilegt starfsumhverfi. Þeir sem eru við stjórnvölin hjá KKÍ hafa skapað þessa menningu, sem veldur því að metnaðarfullt fólk hrökklast úr dómgæslustörfum,“ Hvar liggur ábyrgðin? „Ábyrgðin liggur hjá framkvæmdastjóra sambandsins, formanni sambandsins og dómaranefnd. Þessir aðilar sjá um framkvæmd dómgæslumála og hafa umsjón með dómarahópnum,“ segir Davíð. Leiðinlegur endir á mögnuðu ævintýri „Ég hef gefið körfuboltadómgæslu 20 ár af mínu lífi og hef lagt margt á mig til að þróa þessa hæfni sem hefur nýst mér vel. Þetta hefur verið magnað ævintýri og ég á óteljandi góðar minningar auk þess sem margir minna nánustu koma úr körfunni. Ég er enn bara 36 ára og ætti að eiga nóg eftir að gefa dómarahópnum og íslenskum körfubolta. Mér finnst leiðinlegt að þetta skuli enda svona,“ segir Davíð, sem hefur þó í nægu öðru að snúast. „Ég stýri hugbúnaðarfyrirtæki og það er nóg að gera hjá mér þar. Svo er ég með 16 mánaða gamlan dreng sem ég get eytt meiri tíma með. Lífið er gott og ég þarf ekki körfuboltadómgæslu til að fylla upp í tómarúm í mínu lífi. En þetta er ástríðan mín. Ég mun því örugglega sakna hennar mikið,“ segir Davíð að endingu.
KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira