TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. september 2025 07:01 Sofia Elsie Nielsen naut sín í botn á ferðalagi um Suður-Kóreu. SAMSETT „Tískan í Seoul var svo sturluð, ég rankaði oft við mér stara á fólk því þau voru öll svo sjúklega töff,“ segir hin 26 ára gamla athafnakona Sofia Elsie Nielsen sem var að koma heim úr ógleymanlegri vinnuferð til Suður-Kóreu. Hún segir Seoul orðna sína eftirlætis borg og fékk endalausar hugmyndir að skemmtilegum hlutum til að gera í gegnum TikTok. Blaðamaður ræddi við Sofiu en hún og unnusti hennar Sindri Már Friðriksson sem reka saman fyrirtæki og eru bæði fædd árið 1999 eru nýkomin heim úr ævintýraferðinni. View this post on Instagram A post shared by Sofia Elsie Nielsen (@sofiaelsie) Hvað varð til þess að þið fóruð til Suður-Kóreu? Ég og unnusti minn Sindri Már Friðriksson eigum heildsöluna Senia og erum meðal annars umboðsaðilar snyrtivörumerkjanna COSRX og SKIN1004 sem eru frá Suður-Kóreu. Okkur fannst vera kominn tími á að fara út og heimsækja birgjana, hitta ný og spennandi fyrirtæki og sækja eina stærstu K-Beauty vörusýningu sem haldin er. Sofia Elsie og unnusti hennar Sindri Már eiga heildsöluna Senia sem er umboðsaðili suður-kóreskra snyrtivara.Aðsend Voruð þið lengi að undirbúa ferðalagið? Nei í raun ekki. Það sem var fyrirfram ákveðið voru fundir og sýningin sjálf. Við plönuðum svo frítímann okkar í kringum þá áætlun. Ég var samt mikið að skoða á netinu til að finna áhugaverða staði að heimsækja og annað skemmtilegt að gera í Seoul. Það leynast ýmsar sniðugar hugmyndir á TikTok, sem er í raun orðin mín leitarvél, eins fáránlegt og það kann að hljóma. @sofiaelsie Komið með mér í skin analysis í suður kóreu 🤍 #skinanalysis #southkorea #skincare ♬ luxurious x be your girl jersey mix - VIP Hvað er þetta langt flug í heildina? Ferðalagið í heild sinni er um sólarhringur. Við flugum með Finnair alla leggi, fyrst frá Keflavík til Helsinki sem var rétt rúmlega þriggja tíma flug. Flugið frá Helsinki til Seoul var svo um 12 tímar út en tæpir 14 tímar heim. Ástæðan fyrir því er sú að við flugum yfir Norðurpólinn heim sem er töluvert tímafrekari leið. Okkur fannst ferðalagið í raun ekkert mál en það gekk mjög hratt fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Sofia Elsie Nielsen (@sofiaelsie) Hvað er kostnaðarsamast í svona ferð? Flugið var kostnaðarsamast við ferðalagið. Uppihald og annað er tiltölulega ódýrt í Kóreu, sérstaklega í samanburði við Ísland. Mín upplifun var sú að flest allt væri að minnsta kosti helmingi ódýrara. Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerðuð úti? Ég get eiginlega ekki valið eitt, þetta er klárlega skemmtilegasti áfangastaður sem ég hef komið til en við urðum strax ástfangin af Seoul. Það var allt svo skemmtilegt sem við gerðum en ef ég ætti að nefna eitt þá var mjög skemmtileg upplifun að fara í höfuð spa eða Head Spa. Það var eitt af því sem mér fannst ég verða að prófa. Höfuð spa-ið var æðislegt að sögn Sofiu.Aðsend Það var líka svo mikið af skemmtilegum „Pop-up“ búðum sem var svo gaman að sjá en þau í Kóreu leggja mjög mikla vinnu í slíka viðburði. En skrýtnasta? Mér fannst ekkert mjög skrýtið, sem kom sjálfri mér smá á óvart. Það voru meira svona lítil atriði eins og hve fáar ruslatunnur voru á götunum og kannski símanotkun heimamanna, margir límdir við skjáinn. En borgin er miklu vestrænni en ég átti von á. Innblásturinn var útum allt í Seoul.Aðsend Hvernig er tískan þarna? Tískan í Seoul var svo sturluð, ég rankaði oft við mér stara á fólk því þau voru öll svo sjúklega töff. Maður sér alls konar fatastíla, hver öðrum flottari og svo ólíkir. Ég fékk klárlega mikinn innblástur sem ég mun bæta við minn fatastíl. Mér finnst tískan mjög ólík í Seoul og heima, þá aðallega hjá stelpum. Maður sá ekki mikið af þessari klassísku skandinavísku tísku þar sem hlutlausir litir eru ráðandi. Stelpurnar í Seoul eru miklu frekar í litríkum fötum með alls konar mynstrum. View this post on Instagram A post shared by Sofia Elsie Nielsen (@sofiaelsie) Lyklakippur eru í miklu uppáhaldi hjá þeim en töskurnar þeirra voru allar út í sætum lyklakippum, þá sérstaklega Labubu. Ég hef aldrei verið mikið fyrir lyklakippur og annað skraut en ég ætla ekki að fara út í það hvað ég keypti mikið af þeim þarna úti. Ég tók eftir því að þær klæddust oft pilsi yfir buxur og ég kolféll fyrir þeirri tísku. Mjög töff leið til þess að poppa upp á lúkkið. Labubu lifir góðu lífi í Seoul og þar er sömuleiðis heitt að klæðast pilsum yfir buxur.Aðsend Hvaða hverfi eru skemmtilegust í Seoul? Það eru mörg mjög skemmtileg hverfi í Seoul en hverfin sem við elskuðum mest voru: Seoungsu Þar voru mikið af skemmtilegum og flottum Pop-up verslunum og kaffihúsin einstaklega falleg. Ég heyrði líka að Seoungsu væri uppáhalds hverfi heimamanna. Bukchon Það var ólýsanlega fallegt þar. Þar er lítið hverfi sem nefnist Bukchon Hanok Village og er fullt af kóreskum Hanok húsum. Rólegt, fallegt og hreint hverfi með mikið af skemmtilegum búðum, veitingastöðum og kaffihúsum. Hongdae Það var mitt uppáhalds hverfi. Ég heyrði að það væri svona stúdentahverfið en þar var mikið líf og stemning og allt svo litríkt og töff. Geggjaðar vintage búðir, photobooth staðir og bara alls kyns skemmtilegar verslanir og veitingastaðir. Það voru margir götulistamenn að syngja og dansa sem gerði stemningu eftirminnilega. Myeongdong Þar er aðal túristagatan. Mikið líf og fjör, götumarkaður ásamt hefðbundnum verslunum í bland við öðruvísi kóreskar verslanir. Þar voru búðir opnar langt fram á kvöld og stöðugur straumur fólks yfir allan daginn. View this post on Instagram A post shared by Sofia Elsie Nielsen (@sofiaelsie) Hvernig er best að komast á milli staða úti? Klárlega með lestinni en lestarkerfið er fullkomið þarna. Það er hreint og fínt og alls ekki eins og lestastöðvar í öðrum löndum. Fólk talar lítið sem ekkert saman og allir í sínum eigin heimi. Við tókum líka oft leigubíl en það var mjög ódýrt. Það var líka einfalt og þægilegt að hjóla um borgina. Sofia segir lestarkerfið úti mjög þægilegt og aðgengilegt.Aðsend Hvar gistuð þið? Við gistum í hverfi sem heitir Mapo. Það var svona fimmtán til þrjátíu mínútum frá öllum helstu hverfunum. Næst þegar við förum verðum við sennilega nær Seoul Station, aðallestarstöðinni. Það er svona miðpunkturinn og þá er einfalt að fara á helstu staði borgarinnar. Sólsetrin eru ekki af verri endanum í Seoul.Aðsend Eru einhverjir ákveðnir staðir sem eru algjört möst að skoða? Okkur fannst áhugavert að heimsækja söfnin, þá aðallega stríðs- og þjóðminjasöfnin þeirra. Saga Kóreu er stórmerkileg. Ég myndi heimsækja hverfin sem ég nefndi áðan. Fara í Olive Young en það er stærsta snyrtivöruverslunarkeðjan í Kóreu. Olive Young er stærsta snyrtivöruverslunarkeðjan í Kóreu.Aðsend Sömuleiðis kíkja í Coex mollið en þar er eitt flottasta bókasafn sem sem ég hef farið í. Smakka Korean BBQ en við fórum 5 sinnum á þannig staði, þeir eru það góðir! Svo auðvitað head spa en það var skemmtileg upplifun, ég sýndi frá ferlinu á TikTok, og fara í öll geggjuðu bakaríin, þá sérstaklega Onion í Bukchon. @sofiaelsie Prófaði loksins headspa í Suður-Kóreu🧖♀️ Munurinn á hársverðinum er svakalegur 🤯 @ecojardin.official #headspa #ecojardin #headspakorea #spa #seoullife ♬ original sound - nicole Annað skemmtilegt? Fólkið þarna er svo kurteist, hjálpsamt og skemmtilegt. Menningin, gildin og hefðir Kóreubúa eru til fyrirmyndar. Fyrsta daginn á lestarstöðinni vorum við aðeins týnd og það kom upp að okkur gamall maður. Hann spurði okkur hvert við vildum fara og labbaði svo með okkur í gegnum alla lestarstöðina, keypti handa okkur lestarmiða og sýndi okkur réttu leiðina. Annað sem mig langar að nefna er hversu öruggri mér leið þarna, hvort sem það er um dag eða kvöld en það er bara eitthvað svo góð ára yfir öllu, friðsælt og notalegt. Það eru eftirlitsmyndavélar alls staðar og lögregla á hverju horni. Seoul er núna mín uppáhalds borg og ég get ekki beðið eftir að heimsækja hana aftur. View this post on Instagram A post shared by Sofia Elsie Nielsen (@sofiaelsie) Íslendingar erlendis Suður-Kórea Tíska og hönnun Hár og förðun Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Unnur Birna verður Elma Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Sjá meira
Blaðamaður ræddi við Sofiu en hún og unnusti hennar Sindri Már Friðriksson sem reka saman fyrirtæki og eru bæði fædd árið 1999 eru nýkomin heim úr ævintýraferðinni. View this post on Instagram A post shared by Sofia Elsie Nielsen (@sofiaelsie) Hvað varð til þess að þið fóruð til Suður-Kóreu? Ég og unnusti minn Sindri Már Friðriksson eigum heildsöluna Senia og erum meðal annars umboðsaðilar snyrtivörumerkjanna COSRX og SKIN1004 sem eru frá Suður-Kóreu. Okkur fannst vera kominn tími á að fara út og heimsækja birgjana, hitta ný og spennandi fyrirtæki og sækja eina stærstu K-Beauty vörusýningu sem haldin er. Sofia Elsie og unnusti hennar Sindri Már eiga heildsöluna Senia sem er umboðsaðili suður-kóreskra snyrtivara.Aðsend Voruð þið lengi að undirbúa ferðalagið? Nei í raun ekki. Það sem var fyrirfram ákveðið voru fundir og sýningin sjálf. Við plönuðum svo frítímann okkar í kringum þá áætlun. Ég var samt mikið að skoða á netinu til að finna áhugaverða staði að heimsækja og annað skemmtilegt að gera í Seoul. Það leynast ýmsar sniðugar hugmyndir á TikTok, sem er í raun orðin mín leitarvél, eins fáránlegt og það kann að hljóma. @sofiaelsie Komið með mér í skin analysis í suður kóreu 🤍 #skinanalysis #southkorea #skincare ♬ luxurious x be your girl jersey mix - VIP Hvað er þetta langt flug í heildina? Ferðalagið í heild sinni er um sólarhringur. Við flugum með Finnair alla leggi, fyrst frá Keflavík til Helsinki sem var rétt rúmlega þriggja tíma flug. Flugið frá Helsinki til Seoul var svo um 12 tímar út en tæpir 14 tímar heim. Ástæðan fyrir því er sú að við flugum yfir Norðurpólinn heim sem er töluvert tímafrekari leið. Okkur fannst ferðalagið í raun ekkert mál en það gekk mjög hratt fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Sofia Elsie Nielsen (@sofiaelsie) Hvað er kostnaðarsamast í svona ferð? Flugið var kostnaðarsamast við ferðalagið. Uppihald og annað er tiltölulega ódýrt í Kóreu, sérstaklega í samanburði við Ísland. Mín upplifun var sú að flest allt væri að minnsta kosti helmingi ódýrara. Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerðuð úti? Ég get eiginlega ekki valið eitt, þetta er klárlega skemmtilegasti áfangastaður sem ég hef komið til en við urðum strax ástfangin af Seoul. Það var allt svo skemmtilegt sem við gerðum en ef ég ætti að nefna eitt þá var mjög skemmtileg upplifun að fara í höfuð spa eða Head Spa. Það var eitt af því sem mér fannst ég verða að prófa. Höfuð spa-ið var æðislegt að sögn Sofiu.Aðsend Það var líka svo mikið af skemmtilegum „Pop-up“ búðum sem var svo gaman að sjá en þau í Kóreu leggja mjög mikla vinnu í slíka viðburði. En skrýtnasta? Mér fannst ekkert mjög skrýtið, sem kom sjálfri mér smá á óvart. Það voru meira svona lítil atriði eins og hve fáar ruslatunnur voru á götunum og kannski símanotkun heimamanna, margir límdir við skjáinn. En borgin er miklu vestrænni en ég átti von á. Innblásturinn var útum allt í Seoul.Aðsend Hvernig er tískan þarna? Tískan í Seoul var svo sturluð, ég rankaði oft við mér stara á fólk því þau voru öll svo sjúklega töff. Maður sér alls konar fatastíla, hver öðrum flottari og svo ólíkir. Ég fékk klárlega mikinn innblástur sem ég mun bæta við minn fatastíl. Mér finnst tískan mjög ólík í Seoul og heima, þá aðallega hjá stelpum. Maður sá ekki mikið af þessari klassísku skandinavísku tísku þar sem hlutlausir litir eru ráðandi. Stelpurnar í Seoul eru miklu frekar í litríkum fötum með alls konar mynstrum. View this post on Instagram A post shared by Sofia Elsie Nielsen (@sofiaelsie) Lyklakippur eru í miklu uppáhaldi hjá þeim en töskurnar þeirra voru allar út í sætum lyklakippum, þá sérstaklega Labubu. Ég hef aldrei verið mikið fyrir lyklakippur og annað skraut en ég ætla ekki að fara út í það hvað ég keypti mikið af þeim þarna úti. Ég tók eftir því að þær klæddust oft pilsi yfir buxur og ég kolféll fyrir þeirri tísku. Mjög töff leið til þess að poppa upp á lúkkið. Labubu lifir góðu lífi í Seoul og þar er sömuleiðis heitt að klæðast pilsum yfir buxur.Aðsend Hvaða hverfi eru skemmtilegust í Seoul? Það eru mörg mjög skemmtileg hverfi í Seoul en hverfin sem við elskuðum mest voru: Seoungsu Þar voru mikið af skemmtilegum og flottum Pop-up verslunum og kaffihúsin einstaklega falleg. Ég heyrði líka að Seoungsu væri uppáhalds hverfi heimamanna. Bukchon Það var ólýsanlega fallegt þar. Þar er lítið hverfi sem nefnist Bukchon Hanok Village og er fullt af kóreskum Hanok húsum. Rólegt, fallegt og hreint hverfi með mikið af skemmtilegum búðum, veitingastöðum og kaffihúsum. Hongdae Það var mitt uppáhalds hverfi. Ég heyrði að það væri svona stúdentahverfið en þar var mikið líf og stemning og allt svo litríkt og töff. Geggjaðar vintage búðir, photobooth staðir og bara alls kyns skemmtilegar verslanir og veitingastaðir. Það voru margir götulistamenn að syngja og dansa sem gerði stemningu eftirminnilega. Myeongdong Þar er aðal túristagatan. Mikið líf og fjör, götumarkaður ásamt hefðbundnum verslunum í bland við öðruvísi kóreskar verslanir. Þar voru búðir opnar langt fram á kvöld og stöðugur straumur fólks yfir allan daginn. View this post on Instagram A post shared by Sofia Elsie Nielsen (@sofiaelsie) Hvernig er best að komast á milli staða úti? Klárlega með lestinni en lestarkerfið er fullkomið þarna. Það er hreint og fínt og alls ekki eins og lestastöðvar í öðrum löndum. Fólk talar lítið sem ekkert saman og allir í sínum eigin heimi. Við tókum líka oft leigubíl en það var mjög ódýrt. Það var líka einfalt og þægilegt að hjóla um borgina. Sofia segir lestarkerfið úti mjög þægilegt og aðgengilegt.Aðsend Hvar gistuð þið? Við gistum í hverfi sem heitir Mapo. Það var svona fimmtán til þrjátíu mínútum frá öllum helstu hverfunum. Næst þegar við förum verðum við sennilega nær Seoul Station, aðallestarstöðinni. Það er svona miðpunkturinn og þá er einfalt að fara á helstu staði borgarinnar. Sólsetrin eru ekki af verri endanum í Seoul.Aðsend Eru einhverjir ákveðnir staðir sem eru algjört möst að skoða? Okkur fannst áhugavert að heimsækja söfnin, þá aðallega stríðs- og þjóðminjasöfnin þeirra. Saga Kóreu er stórmerkileg. Ég myndi heimsækja hverfin sem ég nefndi áðan. Fara í Olive Young en það er stærsta snyrtivöruverslunarkeðjan í Kóreu. Olive Young er stærsta snyrtivöruverslunarkeðjan í Kóreu.Aðsend Sömuleiðis kíkja í Coex mollið en þar er eitt flottasta bókasafn sem sem ég hef farið í. Smakka Korean BBQ en við fórum 5 sinnum á þannig staði, þeir eru það góðir! Svo auðvitað head spa en það var skemmtileg upplifun, ég sýndi frá ferlinu á TikTok, og fara í öll geggjuðu bakaríin, þá sérstaklega Onion í Bukchon. @sofiaelsie Prófaði loksins headspa í Suður-Kóreu🧖♀️ Munurinn á hársverðinum er svakalegur 🤯 @ecojardin.official #headspa #ecojardin #headspakorea #spa #seoullife ♬ original sound - nicole Annað skemmtilegt? Fólkið þarna er svo kurteist, hjálpsamt og skemmtilegt. Menningin, gildin og hefðir Kóreubúa eru til fyrirmyndar. Fyrsta daginn á lestarstöðinni vorum við aðeins týnd og það kom upp að okkur gamall maður. Hann spurði okkur hvert við vildum fara og labbaði svo með okkur í gegnum alla lestarstöðina, keypti handa okkur lestarmiða og sýndi okkur réttu leiðina. Annað sem mig langar að nefna er hversu öruggri mér leið þarna, hvort sem það er um dag eða kvöld en það er bara eitthvað svo góð ára yfir öllu, friðsælt og notalegt. Það eru eftirlitsmyndavélar alls staðar og lögregla á hverju horni. Seoul er núna mín uppáhalds borg og ég get ekki beðið eftir að heimsækja hana aftur. View this post on Instagram A post shared by Sofia Elsie Nielsen (@sofiaelsie)
Íslendingar erlendis Suður-Kórea Tíska og hönnun Hár og förðun Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Unnur Birna verður Elma Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Sjá meira