Börsungar halda í við Madrídinga Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 21:30 Barcelona vann 3-1 sigur í kvöld og er tveimur stigum frá toppliði Real Madrid. David Ramirez/Soccrates/Getty Images Real Madrid vann sinn leik á þriðjudaginn var og er með fullt hús stiga eftir sex leiki á toppi deildarinnar. Barcelona var að spila sinn sjötta leik í kvöld og gat minnkað forskotið í tvö stig með sigri. Heimamenn, sem eru leiddir af Santi Cazorla, komust aftur á móti yfir á 33. mínútu með marki Alberto Reina. Barcelona var 1-0 undir í hléi. Varnarmaðurinn Eric García jafnaði leikinn snemma í síðari hálfleik og á sjötugustu mínútu kom Robert Lewandowski Barcelona 2-1 yfir. Ronald Araujó innsiglaði svo 3-1 sigur gestanna eftir stoðsendingu Marcusar Rashford undir lokin. Barcelona er því með 16 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur frá toppliði Real og þremur á undan Villarreal sem er í þriðja sætinu. Oviedo er með þrjú stig í 18. sæti. Spænski boltinn
Real Madrid vann sinn leik á þriðjudaginn var og er með fullt hús stiga eftir sex leiki á toppi deildarinnar. Barcelona var að spila sinn sjötta leik í kvöld og gat minnkað forskotið í tvö stig með sigri. Heimamenn, sem eru leiddir af Santi Cazorla, komust aftur á móti yfir á 33. mínútu með marki Alberto Reina. Barcelona var 1-0 undir í hléi. Varnarmaðurinn Eric García jafnaði leikinn snemma í síðari hálfleik og á sjötugustu mínútu kom Robert Lewandowski Barcelona 2-1 yfir. Ronald Araujó innsiglaði svo 3-1 sigur gestanna eftir stoðsendingu Marcusar Rashford undir lokin. Barcelona er því með 16 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur frá toppliði Real og þremur á undan Villarreal sem er í þriðja sætinu. Oviedo er með þrjú stig í 18. sæti.
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn