Fótbolti

Sjáðu mörkin: Sæ­var á skotskónum en Giroud með sigur­markið

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sævar Atli skoraði mark Brann í leiknum.
Sævar Atli skoraði mark Brann í leiknum. EPA/Paul S. Amundsen NORWAY OUT

Lille vann 2-1 sigur á Brann í Íslendingaslag í Evrópudeild karla í fótbolta í Frakklandi í kvöld. Sævar Atli Magnússon skoraði mark gestanna.

Lille vann 2-1 sigur þökk sé skallamarki Olivier Giroud seint í leiknum en Sævar Atli Magnússon komst á blað hjá Brann á meðan Hákon Arnar Haraldsson leiddi sína menn til leiks.

Klippa: Mark Sævars og sigurmark Giroud gegn Brann

Hamza Igamane kom Lille yfir áður en Sævar Atli jafnaði með glimrandi afgreiðslu í stöng og inn. Eggert Aron Guðmundsson kom þá inn af bekknum í leiknum.

Giroud réði úrslitum með góðum skalla seint í leiknum og leita Freyr Alexandersson og lærisveinar hans því enn fyrstu stiganna í Evrópudeildinni en Hákon Arnar og félagar með þrjú stig eftir fyrsta leik.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×