Veður

Fyrsta haustlægðin mætt til landsins

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Búist er við mikilli rigningu í dag.
Búist er við mikilli rigningu í dag. Vísir/Vilhelm

Fyrsta haustlægðin er mætt til landsins í formi gulra veðurviðvaranna sem tóku gildi klukkan sjö í morgun. Veðurstofa Íslands spáir mikilli rigningu og vindhviðum víða um land.

Veðurviðvaranir, gefnar út af Veðurstofu Íslands, verða í gildi til klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. Þegar mest lætur, klukkan tvö eftir hádegi, verða gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Ströndum, Norðurlandi Vestra, Norðurlandi eystra og á Austurlandi.

Við fylgjumst með nýjustu vendingum í vaktinni hér fyrir neðan. Lumar þú á myndum eða myndböndum af vonda veðrinu? Þú mátt senda okkur á ritstjorn@visir.is eða hafa samband á visir.is/frettaskot.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×