Enski boltinn

Potter rekinn frá West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Graham Potter er orðinn atvinnulaus.
Graham Potter er orðinn atvinnulaus. epa/VINCE MIGNOTT

West Ham United hefur sagt knattspyrnustjóranum Graham Potter upp störfum. Hann er annar stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem missir starfið sitt á þessu tímabili.

West Ham hefur aðeins fengið þrjú stig úr fyrstu fimm leikjunum í ensku úrvalsdeildinni og er í nítjánda og næstneðsta sæti.

Potter tók við West Ham í janúar. Liðið vann aðeins sex af 25 leikjum undir hans stjórn, gerði fimm jafntefli og tapaði fjórtán.

West Ham mætir Everton á útivelli á mánudagskvöldið.

Nuno Espírito Santo, fyrrverandi stjóri Nottingham Forest, hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá West Ham sem og Slaven Bilic. Króatinn stýrði Hömrunum á árunum 2015-17 og lék með liðinu á árunum 1996-97.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×