Golf

Sagði á­horf­anda að nagl­halda kjafti

Siggeir Ævarsson skrifar
Rory McIlroy missti kúlið í dag
Rory McIlroy missti kúlið í dag Vísir/Getty

Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi.

McIlroy var í þann mund að slá boltann úr röffinu á 16. braut þegar einhver hrópaði „Freedom!“ fyrir aftan hann. McIlroy snéri sér að áhorfendum og sagði einfaldlega: „Guys, shut the fuck up!“

Klippa: Rory McIlroy missir kúlið

Atvikið fór ekki framhjá þeim Inga Rúnari Gíslasyni og Úlfari Jónssyni sem lýsa mótinu á Sýn Sport og báðust þeir áhorfendur afsökunar á orðbragðinu, þetta væri „eitthvað sérírskt“

McIlroy gerði sér svo lítið fyrir og sló boltann beinustu leið inn á teig þar sem Tommy Fleetwood setti púttið niður og tryggði þeim sigur í gegn Harris English og Collin Morikawa.

Ryder-bikarinn er allur í beinni útsendingu á Sýn Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×