Handbolti

Rut barns­hafandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rut Jónsdóttir er ein reyndasta handboltakona landsins.
Rut Jónsdóttir er ein reyndasta handboltakona landsins. vísir/sigurjón

Handboltakonan Rut Jónsdóttir er barnshafandi og leikur ekki meira með Haukum á þessu tímabili.

Díana Guðjónsdóttir, annar þjálfara Hauka, greindi frá þessu fyrir leik Hauka og Fram í Olís-deild kvenna í gær. Handbolti.is fjallaði um.

Hin 35 ára Rut gekk í raðir Hauka fyrir síðasta tímabil og varð þá bikarmeistari með liðinu. Rut er uppalin hjá HK en fór til KA/Þórs 2020 eftir tólf ár í atvinnumennsku í Danmörku. Rut varð þrefaldur meistari með KA/Þór tímabilið 2020-21.

Rut á tvö börn með sambýlismanni sínum, handboltamanninum Ólafi Gústafssyni.

Rut lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á þessu ári. Hún lék 124 landsleiki og spilaði á fjórum stórmótum með landsliðinu.

Leik Fram og Hauka í gær lyktaði með jafntefli, 27-27. Haukar eru með þrjú stig í 5. sæti Olís-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×