„Við þurfum að horfa inn á við“ Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2025 16:31 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, átti fá svör við sóknarleik ÍBV á Ísafirði í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ómyrkur í máli eftir stórt tap gegn ÍBV í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. „Þetta er eitt stærsta tap á ferlinum á Íslandsmóti, held ég. Mitt stærsta tap Vestra síðan ég kom hérna. Það skrýtna við þetta að mér fannst þetta ekki 5-0 leikur en staðreyndin er sú að við hefðum getað tapað þessu stærra. Í hvert einasta skipti sem þeir komast inn í vítateiginn hjá okkur þá gátu þeir skorað og gátu nánast skorað að vild,“ sagði Davíð eftir leikinn á Ísafirði í dag. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleik og veittu Vestramenn litla mótspyrnu. Davíð segir að mörkin sem ÍBV skoraði megi rekja til einbeitingarleysis og mistaka. „Öll mörk sem við fáum á okkur í dag eru bara mistök. Yfirleitt er það nú þannig í fótbolta en í dag er þetta ekkert annað en einbeitingarleysi. Við sjáum það í öllum mörkunum sem þeir skora.“ „Í öðru markinu sérstaklega, léleg sending til baka. Ég hef oft horft í það að þrjú mistök á móti góðum liðum að það kostar mark og mér fannst bara vera röð atvika í hverju einasta marki í dag sem þeir skora í dag þar sem við hefðum getað gert betur.“ Vestramenn án sigurs í sex deildarleikjum Davíð var ósáttur með andleysi lærisveina sinna og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Hann segir stöðuna orðna alvarlega þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni og að liðið þurfi að fara í naflaskoðun til að snúa genginu við. „Við unnum ekki návígin á miðsvæðinu og þeir fengu tíma á boltann inn á miðsvæðinu sem var okkar helsti fókus fyrir leikinn að þeir fengu ekki. Bara enn og aftur, við þurfum að horfa inn á við og horfa í spegilinn og „facea“ þessi vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Við gerum það ekki einir og sér, við gerum það sem lið. Það er það sem ég hef að segja um þennan leik, það verður bara að vera næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Davíð. „Ég tek þetta tap mjög nærri mér, þetta er mitt stærsta tap með Vestra þannig ég horfi mjög alvarlegum augum á þetta,“ bætti Davíð við að endingu. Vestri Besta deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Þetta er eitt stærsta tap á ferlinum á Íslandsmóti, held ég. Mitt stærsta tap Vestra síðan ég kom hérna. Það skrýtna við þetta að mér fannst þetta ekki 5-0 leikur en staðreyndin er sú að við hefðum getað tapað þessu stærra. Í hvert einasta skipti sem þeir komast inn í vítateiginn hjá okkur þá gátu þeir skorað og gátu nánast skorað að vild,“ sagði Davíð eftir leikinn á Ísafirði í dag. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleik og veittu Vestramenn litla mótspyrnu. Davíð segir að mörkin sem ÍBV skoraði megi rekja til einbeitingarleysis og mistaka. „Öll mörk sem við fáum á okkur í dag eru bara mistök. Yfirleitt er það nú þannig í fótbolta en í dag er þetta ekkert annað en einbeitingarleysi. Við sjáum það í öllum mörkunum sem þeir skora.“ „Í öðru markinu sérstaklega, léleg sending til baka. Ég hef oft horft í það að þrjú mistök á móti góðum liðum að það kostar mark og mér fannst bara vera röð atvika í hverju einasta marki í dag sem þeir skora í dag þar sem við hefðum getað gert betur.“ Vestramenn án sigurs í sex deildarleikjum Davíð var ósáttur með andleysi lærisveina sinna og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Hann segir stöðuna orðna alvarlega þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni og að liðið þurfi að fara í naflaskoðun til að snúa genginu við. „Við unnum ekki návígin á miðsvæðinu og þeir fengu tíma á boltann inn á miðsvæðinu sem var okkar helsti fókus fyrir leikinn að þeir fengu ekki. Bara enn og aftur, við þurfum að horfa inn á við og horfa í spegilinn og „facea“ þessi vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Við gerum það ekki einir og sér, við gerum það sem lið. Það er það sem ég hef að segja um þennan leik, það verður bara að vera næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Davíð. „Ég tek þetta tap mjög nærri mér, þetta er mitt stærsta tap með Vestra þannig ég horfi mjög alvarlegum augum á þetta,“ bætti Davíð við að endingu.
Vestri Besta deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira