Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Siggeir Ævarsson skrifar 28. september 2025 21:55 Shane Lowry fagnaði ógurlega þegar hann setti pútt á 18. holu sem tryggði Evrópu bikarinn Vísir/Getty Eftir að hafa byrjað Ryder-bikarinn með miklum yfirburðum var lið Evrópu hársbreidd frá því að kasta bikarnum frá sér í dag þegar keppt var í einmenningi. Evrópuliðið var með 11 og hálfan vinning fyrir daginn í dag og þurfti því aðeins tvo og hálfan til að halda bikarnum þar sem að ríkjandi meistarar halda bikarnum ef mótið endar í jafntefli. Það er skemmst frá því að segja að Bandaríkjamenn unnu hvert einvígið á fætur öðru í dag og unnu alls sex einvígi af ellefu, en síðasta einvígið, á milli Viktor Hovland og Harry English, fór ekki fram vegna meiðsla Hovland. Eftir því sem leið á kvöldið hrúguðust bandarískir sigrar inn en þegar Shane Lowry setti niður pútt á 18. holu og jafnaði þar með einvígi sitt við Russell Henley var ljóst að Evrópa myndi halda bikarnum óháð því hvernig síðustu holurnar myndu fara. SHANE LOWRY COMES UP CLUTCH TO RETAIN THE RYDER CUP! #TeamEurope | #OurTimeOurPlace pic.twitter.com/Q6LKpWr0aQ— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 28, 2025 Evrópuliðið getur líka þakkað Ludvig Åberg fyrir sigurinn en hann var sá eini úr þeirra röðum sem vann sitt einvígi í dag. Lokastaðan í Ryder-bikarnum þetta árið 13 - 15 og Evrópumenn geta leyft sér að fagna í kvöld. Ryder-bikarinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Evrópuliðið var með 11 og hálfan vinning fyrir daginn í dag og þurfti því aðeins tvo og hálfan til að halda bikarnum þar sem að ríkjandi meistarar halda bikarnum ef mótið endar í jafntefli. Það er skemmst frá því að segja að Bandaríkjamenn unnu hvert einvígið á fætur öðru í dag og unnu alls sex einvígi af ellefu, en síðasta einvígið, á milli Viktor Hovland og Harry English, fór ekki fram vegna meiðsla Hovland. Eftir því sem leið á kvöldið hrúguðust bandarískir sigrar inn en þegar Shane Lowry setti niður pútt á 18. holu og jafnaði þar með einvígi sitt við Russell Henley var ljóst að Evrópa myndi halda bikarnum óháð því hvernig síðustu holurnar myndu fara. SHANE LOWRY COMES UP CLUTCH TO RETAIN THE RYDER CUP! #TeamEurope | #OurTimeOurPlace pic.twitter.com/Q6LKpWr0aQ— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 28, 2025 Evrópuliðið getur líka þakkað Ludvig Åberg fyrir sigurinn en hann var sá eini úr þeirra röðum sem vann sitt einvígi í dag. Lokastaðan í Ryder-bikarnum þetta árið 13 - 15 og Evrópumenn geta leyft sér að fagna í kvöld.
Ryder-bikarinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira