„Ertu að horfa Donald Trump?“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 10:02 Donald Trump fór yfir málin með Bryson DeChambeau á föstudaginn, þegar hann mætti á Ryder-bikarinn. Getty/Ben Jared Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim. Bandaríkin hleyptu spennu í mótið í gær með góðri frammistöðu í tvímenningnum en forskot Evrópu var orðið of mikið, eftir fyrstu tvo dagana, og Evrópa vann að lokum 15-13 sigur. Þetta var fyrsti sigur Evrópuliðsins í Bandaríkjunum síðan árið 2012 en mótið fer alla jafna fram annað hvert ár, til skiptis í Evrópu og í Bandaríkjunum. Sigrinum var því vel fagnað. Rory McIlroy fékk til að mynda Evrópuliðið til að syngja saman: „Ertu að horfa Donald Trump“ eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump er gríðarlega mikill golfáhugamaður og lét sig ekki vanta á mótið. Great Ryder Cup win today for our friends @JustinRose99 and Mark Fulcher! An amazing achievement! Congratulations to the whole European Team on this fantastic WIN in New York. Fun to watch the celebrations! Enjoy. I love this video: "ARE YOU WATCHING DONALD TRUMP" #RyderCup pic.twitter.com/GqjLEkvEu4— Alisa Apps (@AlisaApps) September 29, 2025 Trump mætti á mótið á föstudaginn en það hafði ekki nægilega hvetjandi áhrif á bandaríska liðið sem fór illa út úr fjórbolta og fjórmenningi á föstudag og laugardag, og gaf Evrópu sjö vinninga forskot. Forsetinn mætti ekki á mótið í gær eða á laugardaginn en svaraði hins vegar Evrópubúunum á Truth Social: „Já, ég er að horfa. Til hamingju!“ Trump sýndi þannig Evrópuliðinu meiri virðingu en sumir af stuðningsmönnum bandaríska liðsins sem fóru langt yfir strikið um helgina, með ljótum köllum og truflunum þegar menn voru að undirbúa högg. Þá var bjórglasi kastað í eiginkonu McIlroy. En Evrópuliðið gat að lokum fagnað og gerði það eflaust langt fram eftir, og miðað við myndbönd á samfélagsmiðlum var stemningin afskaplega góð eftir allt sem á undan var gengið. EUROPE’S ON FIRE! 🔥 pic.twitter.com/WnobKoTh6h— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 29, 2025 Golf Ryder-bikarinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkin hleyptu spennu í mótið í gær með góðri frammistöðu í tvímenningnum en forskot Evrópu var orðið of mikið, eftir fyrstu tvo dagana, og Evrópa vann að lokum 15-13 sigur. Þetta var fyrsti sigur Evrópuliðsins í Bandaríkjunum síðan árið 2012 en mótið fer alla jafna fram annað hvert ár, til skiptis í Evrópu og í Bandaríkjunum. Sigrinum var því vel fagnað. Rory McIlroy fékk til að mynda Evrópuliðið til að syngja saman: „Ertu að horfa Donald Trump“ eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump er gríðarlega mikill golfáhugamaður og lét sig ekki vanta á mótið. Great Ryder Cup win today for our friends @JustinRose99 and Mark Fulcher! An amazing achievement! Congratulations to the whole European Team on this fantastic WIN in New York. Fun to watch the celebrations! Enjoy. I love this video: "ARE YOU WATCHING DONALD TRUMP" #RyderCup pic.twitter.com/GqjLEkvEu4— Alisa Apps (@AlisaApps) September 29, 2025 Trump mætti á mótið á föstudaginn en það hafði ekki nægilega hvetjandi áhrif á bandaríska liðið sem fór illa út úr fjórbolta og fjórmenningi á föstudag og laugardag, og gaf Evrópu sjö vinninga forskot. Forsetinn mætti ekki á mótið í gær eða á laugardaginn en svaraði hins vegar Evrópubúunum á Truth Social: „Já, ég er að horfa. Til hamingju!“ Trump sýndi þannig Evrópuliðinu meiri virðingu en sumir af stuðningsmönnum bandaríska liðsins sem fóru langt yfir strikið um helgina, með ljótum köllum og truflunum þegar menn voru að undirbúa högg. Þá var bjórglasi kastað í eiginkonu McIlroy. En Evrópuliðið gat að lokum fagnað og gerði það eflaust langt fram eftir, og miðað við myndbönd á samfélagsmiðlum var stemningin afskaplega góð eftir allt sem á undan var gengið. EUROPE’S ON FIRE! 🔥 pic.twitter.com/WnobKoTh6h— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 29, 2025
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira