Lífið

Ómar Örn og Nanna selja á eftir­sóttum stað í mið­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ómar Örn og Nanna selja fallega miðbæjaríbúð.
Ómar Örn og Nanna selja fallega miðbæjaríbúð.

Hjónin Ómar Örn Hauksson, grafískur hönnuður og fyrrum meðlimur Quarashi, og Nanna Þórdís Árnadóttir, hönnuður, hafa sett fallega íbúð í hjarta Reykjavíkur á sölu. Eignin er 108 fermetrar að stærð og innréttuð á afar heillandi hátt. Ásett verð er 87,5 milljónir.

Íbúðin er á annarri hæð í steinsteyptu húsi frá 1932. Hún hefur verið mikið endurnýjuð, og hvert rými er málað í mismunandi litum sem gefur heildarmyndinni mikinn karakter.

Stofa og borðstofa mynda opið og bjart rými með aukinni lofthæð og stórum gluggum. Ljóst viðarparket með áberandi kvistum flæðir á milli rýma og gefur eigninni sjarmerandi yfirbragð í takt við tíðaranda hússins.

Eldhúsið er rúmgott og stúkað af með snyrtilegri dökkri innréttingu og viðarborðplötu.

Baðherbergið er flísalagt að hluta með terrazzo-gólfi og klassískum hvítum Subway-flísum.

Íbúðin skartar tveimur svefnherbergjum.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.