Fótbolti

Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Það er stóra spurningin.
Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Það er stóra spurningin. EPA/MAXIM SHIPENKOV

Spænska knattspyrnufélagið Valencia mun leita réttar síns fyrir dómstólum en félagið er mjög ósátt með heimildarmynd um brasilíska knattspyrnumanninn Vinícius Júnior.

Valencia hefur þess vegna höfðað mál gegn Netflix vegna heimildarmyndarinnar. Í henni er stór hópur stuðningsmanna spænska félagsins sakaður um rasisma gagnvart brasilíska framherjanum.

Félagið reyndi fyrst að fá Netflix til að breyta heimildarmyndinni vegna þessara yfirlýsinga en þegar það gekk ekki þá var eina leiðin að fara með málið fyrir dómara.

Valenica höfðar málið vegna þess að félagið telur að myndin skaði orðspor og heiður félagsins. Félagið vill fá bætur, breytingar á texta í myndinni og að dómurinn verði síðan birtur opinberlega.

Í heimildarmyndinni má sjá myndband af samfélagsmiðlum þar sem virðist vera sem stór hópur stuðningsmanna á Mestalla, heimavelli Valencia, sé að syngja um Vinícius. Þar kemur fram orðið „mono“ sem er api á spænsku.

Valencia heldur því fram að stuðningsmennirnir hafi ekki verið að segja „mono“ heldur „tonto“ sem kjánalegur á spænsku.

Carlo Ancelotti, þáverandi þjálfari Real Madrid, var fljótur að ásaka stuðningsmenn Valencia um kynþáttaníð gagnvart Vinícius eftir leikinn en baðst seinna afsökunar á því. Hann sagðist þá hafa seinna áttað sig á því að það var ekki allur leikvangurinn sem var að kalla Vinícius apa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×