Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. október 2025 17:02 Sif Sigmarsdóttir hefur verið búsett í Lundúnum frá 2003 en starfar þó við að skrifa á íslensku: fréttir, pistla og bækur. Sif Sigmarsdóttir, pistlahöfundur og samfélagsýnir, er byrjuð með vikulegan pistil á fimmtudagsmorgnum á Vísi undir yfirskriftinni „Samhengið“ þar sem hún setur umræðuna í samhengi á listaformi. Hún lýsir efninu sem léttmeti með þungavigtarpælingum. „Hugmyndin vaknaði út frá því að ég stenst aldrei aðdráttarafl ,the listicle' eða listagreinarinnar. Mig hefur lengi langað að búa til svona dagskrárlið sem er að forminu listagrein en að inntaki pistill sem setur málefni líðandi stundar í samhengi,“ segir Sif við fréttamann um aðdragandann. Hún leiki sér að því að blanda saman pistlaforminu við listagreinaformið. „Það er snobbað gegn listagreininni, hún þykir dálítið ódýr. Ég er aðeins að reyna að poppa upp á hana og sýna fram á að hún þarf ekki að vera ódýr. Í fyrsta pistlinum er ég að skrifa um Labubu-bangsa en vísa líka í Descartes. Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu og að skilja það að getur verið hættulegur leikur,“ bætir hún við. Um er að ræða greiningu á málefnum líðandi stundar á léttum nótum. Léttmeti sem innihaldi samt þungavigtarpælingar sem fólk taki með sér inn í daginn. „Við lifum á svo miklum umrótatímum að mér fannst tilefni til að lífga aðeins upp á tilveruna og bjóða upp á eitthvað léttara lesefni með morgunkaffinu heldur en hvað Trump tvítaði um nóttina eða eitthvað slíkt,“ segir hún. „Þetta er blanda af pistli, fréttaskýringu og lífstílsþætti,“ bætir hún við. Íslendingar alltaf Íslendingar sama hvað þeir búa lengi erlendis Sif hefur verið búsett í Lundúnum síðustu 23 ár og vinnur þar sjálfstætt við skriftir, bæði frétta-, pistla- og bókaskrif. „Ég hef verið að skrifa fyrir íslenska fjölmiðla síðan ég flutti út 2002. Íslendingar eru svo miklir Íslendingar, sama hvað þeir búa lengi erlendis eru þeir alltaf Íslendingar. Ég fylgist náið með öllu sem er að gerast, tengslin rofna aldrei og ég kem mikið til Íslands,“ segir hún. Sif Sigmarsdóttir segist vera fréttafíkill. Ófáir íslenskir stjórnmálamenn hafa birst í dulargervi í bókum hennar. Til að viðhalda íslenskunni sé ekki síst mikilvægt að fjallað sé um léttara efni á íslensku. „Við lesum Guardian og Daily Mail og allt þetta á ensku. En til þess að halda í íslenskuna þurfum við líka að bjóða upp á dægurefni á íslensku. Hérna á Bretlandi er oft talað um fréttir sem ,next days fish-and-chips paper' því Bretarnir vefja fisknum í dagblaðapappír gærdagsins. Allt sem er skrifað á íslensku þarf ekki að endast á eilífu eða vera meistaraverk,“ segir hún. Sif segist vera „algjör fréttafíkill“ og hefur því safnað nóg af efni í sarpinn fyrir næstu vikur. „En svo er hugmyndin að efni pistlanna sé í rauninni að fjalla um það sem er að gerast þá vikuna. Það er kannski einhver frétt sem verður kveikjan að pistli vikunnar en svo leiðir hún mann í hinar ýmsu áttir,“ segir hún að lokum. Samhengið með Sif Samfélagsmiðlar Menning Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira
„Hugmyndin vaknaði út frá því að ég stenst aldrei aðdráttarafl ,the listicle' eða listagreinarinnar. Mig hefur lengi langað að búa til svona dagskrárlið sem er að forminu listagrein en að inntaki pistill sem setur málefni líðandi stundar í samhengi,“ segir Sif við fréttamann um aðdragandann. Hún leiki sér að því að blanda saman pistlaforminu við listagreinaformið. „Það er snobbað gegn listagreininni, hún þykir dálítið ódýr. Ég er aðeins að reyna að poppa upp á hana og sýna fram á að hún þarf ekki að vera ódýr. Í fyrsta pistlinum er ég að skrifa um Labubu-bangsa en vísa líka í Descartes. Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu og að skilja það að getur verið hættulegur leikur,“ bætir hún við. Um er að ræða greiningu á málefnum líðandi stundar á léttum nótum. Léttmeti sem innihaldi samt þungavigtarpælingar sem fólk taki með sér inn í daginn. „Við lifum á svo miklum umrótatímum að mér fannst tilefni til að lífga aðeins upp á tilveruna og bjóða upp á eitthvað léttara lesefni með morgunkaffinu heldur en hvað Trump tvítaði um nóttina eða eitthvað slíkt,“ segir hún. „Þetta er blanda af pistli, fréttaskýringu og lífstílsþætti,“ bætir hún við. Íslendingar alltaf Íslendingar sama hvað þeir búa lengi erlendis Sif hefur verið búsett í Lundúnum síðustu 23 ár og vinnur þar sjálfstætt við skriftir, bæði frétta-, pistla- og bókaskrif. „Ég hef verið að skrifa fyrir íslenska fjölmiðla síðan ég flutti út 2002. Íslendingar eru svo miklir Íslendingar, sama hvað þeir búa lengi erlendis eru þeir alltaf Íslendingar. Ég fylgist náið með öllu sem er að gerast, tengslin rofna aldrei og ég kem mikið til Íslands,“ segir hún. Sif Sigmarsdóttir segist vera fréttafíkill. Ófáir íslenskir stjórnmálamenn hafa birst í dulargervi í bókum hennar. Til að viðhalda íslenskunni sé ekki síst mikilvægt að fjallað sé um léttara efni á íslensku. „Við lesum Guardian og Daily Mail og allt þetta á ensku. En til þess að halda í íslenskuna þurfum við líka að bjóða upp á dægurefni á íslensku. Hérna á Bretlandi er oft talað um fréttir sem ,next days fish-and-chips paper' því Bretarnir vefja fisknum í dagblaðapappír gærdagsins. Allt sem er skrifað á íslensku þarf ekki að endast á eilífu eða vera meistaraverk,“ segir hún. Sif segist vera „algjör fréttafíkill“ og hefur því safnað nóg af efni í sarpinn fyrir næstu vikur. „En svo er hugmyndin að efni pistlanna sé í rauninni að fjalla um það sem er að gerast þá vikuna. Það er kannski einhver frétt sem verður kveikjan að pistli vikunnar en svo leiðir hún mann í hinar ýmsu áttir,“ segir hún að lokum.
Samhengið með Sif Samfélagsmiðlar Menning Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira