Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 15:14 Finnska landhelgisgæslan stöðvaði för olíuflutningaskipsins Eagle S eftir að það sigldi inn í finnsku landhelgina um síðustu jól. Skipið er talið hafa skemmt fimm sæstrengi, þar á meðal rafstreng á milli Finnlands og Eistlands. Vísir/EPA Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. Saksóknarar ákærðu skipstjóra og tvo aðra skipverja olíuflutningaskipsins Eagle S fyrir að hafa slitið sæstrengina í Finnlandsflóa á jóladag með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum. Kröfðust þeir tveggja og hálfs árs fangelsi yfir mönnunum. Skipstjórinn heldur því fram að um slys hafi verið að ræða. Lögmenn sakborninganna og skipafélagsins höfnuðu því að finnskir dómstólar hefðu lögsögu í málinu. Umdæmisdómstóll í Helsinki féllst á þau rök í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Ástæðan er sú að meintir glæpir þeirra voru framdir áður en skipið kom inn í finnska landhelgi. Þess í stað taldi dómstóllinn að annað hvort ætti að rétta í málinu á Cook-eyjum, þar sem skipið er skráð, eða í heimalöndum skipverjanna. Skipstjórinn er frá Georgíu en hinir skipverjarnir eru indverskir. Finnska ríkisútvarpið segir að líklega sé að finnska ríkið þurfi nú að punga út um 195.000 evrum í málskostnað sakborninganna, jafnvirði um 27,8 milljóna íslenskra króna. Ítrekuð skemmdarverk og truflanir Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa truflanir verið á gervihnattasambandi við Finnlandsflóa. Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir skuggaflotans sem þeir beita til þess að flytja út olíu í trássi við viðskiptaþvinganir. Skuggaflotinn er einnig talinn notaður í þeim óhefðbundna hernaði sem Rússar stunda nú gegn vestrænum ríkjum og hefur verið kenndur við fjölþátta ógn (e. hybrid warfare). Frakkar stöðvuðu í vikunni skip sem er talið hluti af flotanum og grunur leikur á að hafi komið nálægt ítrekuðum drónaferðum í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja síðustu daga. Eagle S er sagt í eigu aserskrar kaupsýslukonu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún stýrir fleiri félögum, þar á meðal eins sem á annað skip sem tilheyrir skuggaflotanum. Konan neitaði því að hún ætti móðurfélag Eagle S og að tjá sig nokkuð þegar blaðamenn finnska ríkisútvarpsins náðu af henni tali í sumar. Finnland Rússland Sæstrengir Erlend sakamál Skipaflutningar Tengdar fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Saksóknarar ákærðu skipstjóra og tvo aðra skipverja olíuflutningaskipsins Eagle S fyrir að hafa slitið sæstrengina í Finnlandsflóa á jóladag með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum. Kröfðust þeir tveggja og hálfs árs fangelsi yfir mönnunum. Skipstjórinn heldur því fram að um slys hafi verið að ræða. Lögmenn sakborninganna og skipafélagsins höfnuðu því að finnskir dómstólar hefðu lögsögu í málinu. Umdæmisdómstóll í Helsinki féllst á þau rök í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Ástæðan er sú að meintir glæpir þeirra voru framdir áður en skipið kom inn í finnska landhelgi. Þess í stað taldi dómstóllinn að annað hvort ætti að rétta í málinu á Cook-eyjum, þar sem skipið er skráð, eða í heimalöndum skipverjanna. Skipstjórinn er frá Georgíu en hinir skipverjarnir eru indverskir. Finnska ríkisútvarpið segir að líklega sé að finnska ríkið þurfi nú að punga út um 195.000 evrum í málskostnað sakborninganna, jafnvirði um 27,8 milljóna íslenskra króna. Ítrekuð skemmdarverk og truflanir Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa truflanir verið á gervihnattasambandi við Finnlandsflóa. Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir skuggaflotans sem þeir beita til þess að flytja út olíu í trássi við viðskiptaþvinganir. Skuggaflotinn er einnig talinn notaður í þeim óhefðbundna hernaði sem Rússar stunda nú gegn vestrænum ríkjum og hefur verið kenndur við fjölþátta ógn (e. hybrid warfare). Frakkar stöðvuðu í vikunni skip sem er talið hluti af flotanum og grunur leikur á að hafi komið nálægt ítrekuðum drónaferðum í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja síðustu daga. Eagle S er sagt í eigu aserskrar kaupsýslukonu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún stýrir fleiri félögum, þar á meðal eins sem á annað skip sem tilheyrir skuggaflotanum. Konan neitaði því að hún ætti móðurfélag Eagle S og að tjá sig nokkuð þegar blaðamenn finnska ríkisútvarpsins náðu af henni tali í sumar.
Finnland Rússland Sæstrengir Erlend sakamál Skipaflutningar Tengdar fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03
Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19