Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Hörður Unnsteinsson skrifar 5. október 2025 13:17 FH - FHL FH tók á móti Þrótti í 21. umferð Bestu deildar kvenna og gjörsamlega pakkaði þeim saman í seinni hálfleik. Leikurinn endaði 4-0 fyrir heimakonur sem eru komnar með níu fingur á farmiðann til Evrópu. Yfirburðir FH hófust snemma í fyrri hálfleiknum og liðið spilaði á köflum laglegan fótbolta. Snörp og kröftug upphlaup liðsins komu Þróttar vörninni í vandræði hvað eftir annað í upphafi leiks. Margrét Brynja Kristinsdóttir og Thelma Karen Pálmadóttir voru oftar en ekki arkitektarnir af góðum sóknum FH liðsins. Það voru einmitt þær tvær sem unnu saman að undirbúningi fyrsta mark leiksins á 13. mínútu leiksins. Margrét Brynja lék laglega fram hjá tveim varnarmönnum Þróttar, lagði boltann út á vænginn á Thelmu Karen sem setti boltann inn á teiginn. Þar tók við hágæða klafs áður en boltinn fann sér svo leið aftur á Margréti Brynju sem lagði hann innanfótar í fjærhornið við mikinn fögnuð FH inga í stúkunni. Þróttarar skoruðu mark nokkrum mínutum síðar, úr sínu eina færi í fyrri hálfleik. Það kom há sending inn á teiginn eftir aukaspyrnu og boltinn var skallaður fyrir Sierra Lelii sem skoraði af öryggi fram hjá Mary Elisabeth í markinu – en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mjög tæp rangstaða úr stúkunni og frá sjónvarpsmyndavélum séð. Staðan því 1-0 í hálfleik og FH liðið gat nagað sig í handabökin að vera bara einu marki yfir í hálfleik, slíkir eru yfirburðirnir. Þróttaraliðið var heillum horfið í 45 mínútur og átti skilið að vera undir. Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar ákvað að gera breytingu í hálfleik og taka Unni Dóru Bergsdóttir út af og setja Kayla Rollins inná. Strax í upphafi síðari hálfleiks slapp Thelma Karen Pálmadóttir í gegn eftir frábæra sendingu frá Jónínu Linnet úr bakvarðastöðunni. Thelma Karen smellti honum á nærstöngina fram hjá Mollee og kemur FH í 2-0 þegar nokkrar sekúndur eru liðnar af síðari hálfleiknum. Við þetta mark brotnaði Þróttarliðið algjörlega og FH liðið gengur á lagið. Yfirburðir FH liðsins voru slíkir í síðari hálfleik að Mollee Swift var komin upp í handboltatölur í fjölda markvarslna. Þær áttu samtals 25 marktilraunir og þar af 16 á rammann í leiknum og bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. Hin 16 ára Ingibjörg Magnúsdóttir átti frábæra innkomu og smellhitti fyrirgjöf Thelmu Lóu Hermannsdóttur á 70. mínútu leiksins. Thelma Lóa bætti svo við fjórða markinu þrem mínútum síðar þegar hún snotra stoðsendingu frá Mayu Hansen og kom boltanum fram hjá Mollee í markinu. Atvik leiksins Mark Thelmu Karenar í upphafi síðari hálfleiks. Óli gerir stóra breytingu í hálfleik og reynir að breyta leiknum, en þær fá á sig mark eftir mínútu leik hérna í síðari hálfleik. Mikið högg fyrir Þróttara liðið sem mölbrotnaði við það mark og fékk ekki rönd við reist í síðari hálfleiknum. Stjörnur og skúrkar Margrét Brynja var gjörsamlega frábær inn á miðsvæðinu hjá FH í þessum leik. Átti stóran þátt í að skapa færið sem hún svo skoraði úr sjálf í fyrri hálfleiknum. Var kraftmikil og áræðin fram á við, en vann líka vel til baka þegar þess þurfti. Thelma Karen er að vanda líka stjarna í FH liðinu. Skoraði og átti stóran þátt í fyrsta marki FH einnig. Eitt mesta efni sem við eigum í dag. Það verður líka að minnast á frammistöðu Mollee Swift í marki Þróttara sem varði boltann 14 sinnum í dag. Algjörlega fáranlegt, á við handboltamarkmann. Dómarar Gunnar Freyr Róbertsson og hans teymi komust ágætlega frá sínu verki hér í dag. Stærsta vafamálið var jöfnunarmark Þróttara í fyrri hálfleiknum sem virtist ekki vera rangstæða. Allt annað var létt og löðurmannlegt fyrir Gunnar og co í dag. Umgjörð og stemmning DJ-inn á Kaplakrikavelli (framkvæmdastjórinn Davíð Þór Viðarsson) var óumdeildur sigurvegari utan vallar hér í dag. Fleetwood Mac í hálfleik á fótboltaleik er eitthvað dæmi sem ég hafði ekki einu sinni pælt í, það ættu allir að hlusta á Dreams í undirbúningi fyrir fótboltaleik. Vel mætt á Kaplakrikavöll í dag, 370 manns skráðir og flott stemming. Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík
FH tók á móti Þrótti í 21. umferð Bestu deildar kvenna og gjörsamlega pakkaði þeim saman í seinni hálfleik. Leikurinn endaði 4-0 fyrir heimakonur sem eru komnar með níu fingur á farmiðann til Evrópu. Yfirburðir FH hófust snemma í fyrri hálfleiknum og liðið spilaði á köflum laglegan fótbolta. Snörp og kröftug upphlaup liðsins komu Þróttar vörninni í vandræði hvað eftir annað í upphafi leiks. Margrét Brynja Kristinsdóttir og Thelma Karen Pálmadóttir voru oftar en ekki arkitektarnir af góðum sóknum FH liðsins. Það voru einmitt þær tvær sem unnu saman að undirbúningi fyrsta mark leiksins á 13. mínútu leiksins. Margrét Brynja lék laglega fram hjá tveim varnarmönnum Þróttar, lagði boltann út á vænginn á Thelmu Karen sem setti boltann inn á teiginn. Þar tók við hágæða klafs áður en boltinn fann sér svo leið aftur á Margréti Brynju sem lagði hann innanfótar í fjærhornið við mikinn fögnuð FH inga í stúkunni. Þróttarar skoruðu mark nokkrum mínutum síðar, úr sínu eina færi í fyrri hálfleik. Það kom há sending inn á teiginn eftir aukaspyrnu og boltinn var skallaður fyrir Sierra Lelii sem skoraði af öryggi fram hjá Mary Elisabeth í markinu – en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mjög tæp rangstaða úr stúkunni og frá sjónvarpsmyndavélum séð. Staðan því 1-0 í hálfleik og FH liðið gat nagað sig í handabökin að vera bara einu marki yfir í hálfleik, slíkir eru yfirburðirnir. Þróttaraliðið var heillum horfið í 45 mínútur og átti skilið að vera undir. Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar ákvað að gera breytingu í hálfleik og taka Unni Dóru Bergsdóttir út af og setja Kayla Rollins inná. Strax í upphafi síðari hálfleiks slapp Thelma Karen Pálmadóttir í gegn eftir frábæra sendingu frá Jónínu Linnet úr bakvarðastöðunni. Thelma Karen smellti honum á nærstöngina fram hjá Mollee og kemur FH í 2-0 þegar nokkrar sekúndur eru liðnar af síðari hálfleiknum. Við þetta mark brotnaði Þróttarliðið algjörlega og FH liðið gengur á lagið. Yfirburðir FH liðsins voru slíkir í síðari hálfleik að Mollee Swift var komin upp í handboltatölur í fjölda markvarslna. Þær áttu samtals 25 marktilraunir og þar af 16 á rammann í leiknum og bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. Hin 16 ára Ingibjörg Magnúsdóttir átti frábæra innkomu og smellhitti fyrirgjöf Thelmu Lóu Hermannsdóttur á 70. mínútu leiksins. Thelma Lóa bætti svo við fjórða markinu þrem mínútum síðar þegar hún snotra stoðsendingu frá Mayu Hansen og kom boltanum fram hjá Mollee í markinu. Atvik leiksins Mark Thelmu Karenar í upphafi síðari hálfleiks. Óli gerir stóra breytingu í hálfleik og reynir að breyta leiknum, en þær fá á sig mark eftir mínútu leik hérna í síðari hálfleik. Mikið högg fyrir Þróttara liðið sem mölbrotnaði við það mark og fékk ekki rönd við reist í síðari hálfleiknum. Stjörnur og skúrkar Margrét Brynja var gjörsamlega frábær inn á miðsvæðinu hjá FH í þessum leik. Átti stóran þátt í að skapa færið sem hún svo skoraði úr sjálf í fyrri hálfleiknum. Var kraftmikil og áræðin fram á við, en vann líka vel til baka þegar þess þurfti. Thelma Karen er að vanda líka stjarna í FH liðinu. Skoraði og átti stóran þátt í fyrsta marki FH einnig. Eitt mesta efni sem við eigum í dag. Það verður líka að minnast á frammistöðu Mollee Swift í marki Þróttara sem varði boltann 14 sinnum í dag. Algjörlega fáranlegt, á við handboltamarkmann. Dómarar Gunnar Freyr Róbertsson og hans teymi komust ágætlega frá sínu verki hér í dag. Stærsta vafamálið var jöfnunarmark Þróttara í fyrri hálfleiknum sem virtist ekki vera rangstæða. Allt annað var létt og löðurmannlegt fyrir Gunnar og co í dag. Umgjörð og stemmning DJ-inn á Kaplakrikavelli (framkvæmdastjórinn Davíð Þór Viðarsson) var óumdeildur sigurvegari utan vallar hér í dag. Fleetwood Mac í hálfleik á fótboltaleik er eitthvað dæmi sem ég hafði ekki einu sinni pælt í, það ættu allir að hlusta á Dreams í undirbúningi fyrir fótboltaleik. Vel mætt á Kaplakrikavöll í dag, 370 manns skráðir og flott stemming.