Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2025 09:32 Ruben Amorim þjálfari Manchester United er ekki að hugsa um að hætta með liðið þrátt fyrir slæmt gengi. Vince Mignott/Getty Images Þjálfari Manchester United, Ruben Amorim, sat fyrir svörum blaðamanna á hinum hefðbundna fundi fyrir leik sinna manna gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þar sagði hann meðal annars að hann myndi ekki hætta með liðið. Manchester United situr í 14. sæti Ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið hefur skipst á því að tapa og vinna í undanförnum fjórum leikjum en laut í gras gegn Brentford í síðustu umferð. Liðið og Amorim sjálfur hafa legið undir mikilli gagnrýni það sem af er tímabili en þjálfarinn er ekki hræddur um að missa starfið. „Það versta við þetta starf er að tapa leikjum. Alveg sama hvort sem ég er hér eða með Casa Pina í þriðju deildinni í Portúgal. Þetta er hluti af starfinu og það er draumur að vera hér. Ég vil halda áfram hér og berjast fyrir þessu. Vandamálið núna og það sem veldur mér hugarangri er að við erum að tapa leikjum en ekki það að ég missi starfið.“, sagði Amorim þegar hann var spurður út í þau ummæli að hann óttaðist ekki að missa starfið eftir tap Manchester United gegn Brentford um síðustu helgi. Amorim var þá spurður að því hvort það væri einhver möguleiki á því að hann myndi hætta starfinu en Portúgalinn var ekki á því. „Það er ákvörðun sem stjórnin þarf að taka, ég get ekki tekið þá ákvörðun. Stundum fæ ég þessa tilfinningu en það er erfitt að tapa og er pirrandi að við erum að reyna að búa til takt en svo gerist eitthvað í næsta leik. Sú tilfinning er slæm fyrir mig, starfsfólkið hérna og leikmennina. Þetta er samt ekki mín ákvörðun að taka og það væri mjög erfitt að hætta ef ég er ekki búinn að reyna allt sem ég get til að framhalda ferli mínum hérna.“ Amorim sagði að hann gæti ekki verið barnalegur og hugsað að hann fengi endalausa þolinmæði og talaði um að líklega þyrfti bara einn sigurleik til að breyta andrúmsloftinu. Þannig virkaði fótboltinn. Hann var einnig spurður út í kerfið sem hann spilar og hvort Englendingar treystu kannski ekki því að hafa þrjá í öftustu línu eins og Amorim kýs að spila. „Það eru úrslitin sem eru að angra fólk. Ímyndið ykkur ef við hefðum unnið fyrsta leikinn gegn Arsenal, hefðum ekki klikkað á víti og unnið Fulham án þess að hafa spilað vel. Ímyndið ykkur það. Traustið sem væri borið til klúbbsins og kerfisins væri allt annað. Þannig að ef við vinnum þá er allt í góðu en ef þú tapar þá efast maður um allt og það er eðlilegt.“ Amorim virkaði pirraður á spurningum blaðamanna og sagði að hann væri stjórinn og hann réði því hvernig hann stillti upp og fór yfir það að það væri ekki alltaf verið að spila með þrjá hafsenta í öftustu línu, t.a.m. hafi Luke Shaw spilað gegn Brentford, tveir hafsentar og hægri bakvörður. „Það er ekki kerfinu að kenna hvernig gengur. Það eru smá atriðin, hvernig við spilum leikinn. Ég skil hvernig fólk hugsar um það hvernig gengi hjá okkur í öðru kerfi. Ég veit það ekki. Kannski myndum við vinna fleiri leiki.“ Manchester United mætir Sunderland á Old Trafford í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Sport 3. Útsending hefst kl. 13:40. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira
Manchester United situr í 14. sæti Ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið hefur skipst á því að tapa og vinna í undanförnum fjórum leikjum en laut í gras gegn Brentford í síðustu umferð. Liðið og Amorim sjálfur hafa legið undir mikilli gagnrýni það sem af er tímabili en þjálfarinn er ekki hræddur um að missa starfið. „Það versta við þetta starf er að tapa leikjum. Alveg sama hvort sem ég er hér eða með Casa Pina í þriðju deildinni í Portúgal. Þetta er hluti af starfinu og það er draumur að vera hér. Ég vil halda áfram hér og berjast fyrir þessu. Vandamálið núna og það sem veldur mér hugarangri er að við erum að tapa leikjum en ekki það að ég missi starfið.“, sagði Amorim þegar hann var spurður út í þau ummæli að hann óttaðist ekki að missa starfið eftir tap Manchester United gegn Brentford um síðustu helgi. Amorim var þá spurður að því hvort það væri einhver möguleiki á því að hann myndi hætta starfinu en Portúgalinn var ekki á því. „Það er ákvörðun sem stjórnin þarf að taka, ég get ekki tekið þá ákvörðun. Stundum fæ ég þessa tilfinningu en það er erfitt að tapa og er pirrandi að við erum að reyna að búa til takt en svo gerist eitthvað í næsta leik. Sú tilfinning er slæm fyrir mig, starfsfólkið hérna og leikmennina. Þetta er samt ekki mín ákvörðun að taka og það væri mjög erfitt að hætta ef ég er ekki búinn að reyna allt sem ég get til að framhalda ferli mínum hérna.“ Amorim sagði að hann gæti ekki verið barnalegur og hugsað að hann fengi endalausa þolinmæði og talaði um að líklega þyrfti bara einn sigurleik til að breyta andrúmsloftinu. Þannig virkaði fótboltinn. Hann var einnig spurður út í kerfið sem hann spilar og hvort Englendingar treystu kannski ekki því að hafa þrjá í öftustu línu eins og Amorim kýs að spila. „Það eru úrslitin sem eru að angra fólk. Ímyndið ykkur ef við hefðum unnið fyrsta leikinn gegn Arsenal, hefðum ekki klikkað á víti og unnið Fulham án þess að hafa spilað vel. Ímyndið ykkur það. Traustið sem væri borið til klúbbsins og kerfisins væri allt annað. Þannig að ef við vinnum þá er allt í góðu en ef þú tapar þá efast maður um allt og það er eðlilegt.“ Amorim virkaði pirraður á spurningum blaðamanna og sagði að hann væri stjórinn og hann réði því hvernig hann stillti upp og fór yfir það að það væri ekki alltaf verið að spila með þrjá hafsenta í öftustu línu, t.a.m. hafi Luke Shaw spilað gegn Brentford, tveir hafsentar og hægri bakvörður. „Það er ekki kerfinu að kenna hvernig gengur. Það eru smá atriðin, hvernig við spilum leikinn. Ég skil hvernig fólk hugsar um það hvernig gengi hjá okkur í öðru kerfi. Ég veit það ekki. Kannski myndum við vinna fleiri leiki.“ Manchester United mætir Sunderland á Old Trafford í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Sport 3. Útsending hefst kl. 13:40.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira