Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2025 21:45 Linards Jaunzems átti oftar en ekki greiða leið upp að körfu Ármenninga, eins og aðrir KR-ingar. vísir/anton KR er með fullt hús stiga í Bónus deild karla í körfubolta eftir fyrstu tvo leiki sína. KR-ingar unnu fámenna Ármenninga, 89-115, í Laugardalshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti heimaleikur Ármanns í efstu deild í 44 ár. Líkt og í stórtapinu gegn Álftanesi í 1. umferð, 121-69, lék Bandaríkjamaðurinn Dibaji Walker ekki með Ármanni í kvöld. Hann bíður enn eftir atvinnuleyfi. Ekki bætti úr skák að Cedrick Bowen meiddist eftir aðeins fjögurra mínútna leik og kom ekkert við sögu eftir það. KR hefur unnið báða leiki sína en hvorugur þeirra hefur verið gegn fullskipuðu liði. En stigin telja jafn mikið sama hver mótspyrnan er. Linards Jaunzems skoraði tuttugu stig fyrir KR, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Kenneth Doucet skoraði nítján stig og tók ellefu fráköst og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skilaði sautján stigum, tíu fráköstum og átta stoðsendingum. Þorvaldur Orri Árnason skoraði sextán stig og hitti úr sjö af níu skotum sínum. Mikið bar á Braga Guðmundssyni í sóknarleik Ármanns.vísir/anton Bragi Guðmundsson skoraði 21 stig fyrir Ármann og gaf átta stoðsendingar. Daniel Love skoraði nítján stig og Marek Dolezaj átján auk þess sem hann tók sjö fráköst. Ármenningar byrjuðu leikinn ágætlega og héldu í við KR-inga framan af. Gestirnir úr Vesturbænum þurftu þó að hafa talsvert minna fyrir öllum sínum aðgerðum og í 2. leikhluta stigu þeir á bensíngjöfina. Eftir jafnan 1. leikhluta vann KR 2. leikhluta með tíu stigum, 32-22, og leiddi með fimmtán stigum, 47-62, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var tveimur stoðsendingum frá því að vera með þrefalda tvennu.vísir/anton Linards og Þórir fóru fyrir KR-ingum sem skoruðu nánast að vild, hvort sem það var inni í teig eða fyrir utan. KR hitti úr sjö af tólf þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik en Ármann bara fjórum af 22. KR-ingar hertu tökin enn frekar í 3. leikhluta og fljótlega var ljóst að möguleikar Ármenninga á að fá eitthvað út úr leiknum voru takmarkaðir, eða nánast engir. KR var komið með 27 stiga forskot fyrir lokaleiklutann, 62-89, og vann á endanum 26 stiga sigur, 89-115. Atvik leiksins Ekki úr mörgu að velja en líklega fór möguleiki Ármanns á að fá eitthvað út úr leiknum Cedrick fór meiddur af velli. Með brotthvarfi hans misstu Ármenningar hæð og styrk inn í teig sem þeir máttu illa við. Enda vann KR frákastabaráttuna með yfirburðum, 48-29. Stjörnur og skúrkar Linards átti góðan leik og skilaði vel útbólginni tölfræðiskýrslu. Þórir var einnig flottur og stýrði sóknarleik gestanna af öryggi. Alls skoruðu sex leikmenn KR tíu stig eða meira í kvöld. Doucet lék sinn fyrsta leik fyrir KR. Hann var afar rólegur í tíðinni framan af en óx eftir því sem á leikinn leið og skilaði fínu framlagi. Kári Kaldal skoraði tólf stig fyrir Ármann og hitti úr öllum fimm skotum sínum utan af velli.vísir/anton Þeir Bragi, Marek og Daniel voru mest áberandi hjá Ármanni og skoruðu samtals 58 af 89 stigum liðsins. Bragi reyndi og reyndi með misjöfnum árangri en mikil ábyrgð er á hans herðum. Kári Kaldal átti góða spretti hjá Ármanni og lagði tólf stig í púkkið af bekknum. Arnaldur Grímsson skoraði sjö stig en öll átta þriggja stiga skot hans geiguðu. Dómararnir Þeir Bjarki Þór Davíðsson, Jón Þór Eyþórsson og Guðmundur Ragnar Björnsson dæmdu leik kvöldsins og fórst það ágætlega úr hendi. Þetta verður þó sennilega ekki mest krefjandi leikur sem þeir dæma í vetur. Stemmning og umgjörð Þeir áhorfendur sem mættu í kvöld týndust svolítið í Þjóðarhöllinni. Það var allavega vel rúmt um þá. Stemmningin var þó hin þokkalegasta. Viðtöl Bónus-deild karla Ármann KR
KR er með fullt hús stiga í Bónus deild karla í körfubolta eftir fyrstu tvo leiki sína. KR-ingar unnu fámenna Ármenninga, 89-115, í Laugardalshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti heimaleikur Ármanns í efstu deild í 44 ár. Líkt og í stórtapinu gegn Álftanesi í 1. umferð, 121-69, lék Bandaríkjamaðurinn Dibaji Walker ekki með Ármanni í kvöld. Hann bíður enn eftir atvinnuleyfi. Ekki bætti úr skák að Cedrick Bowen meiddist eftir aðeins fjögurra mínútna leik og kom ekkert við sögu eftir það. KR hefur unnið báða leiki sína en hvorugur þeirra hefur verið gegn fullskipuðu liði. En stigin telja jafn mikið sama hver mótspyrnan er. Linards Jaunzems skoraði tuttugu stig fyrir KR, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Kenneth Doucet skoraði nítján stig og tók ellefu fráköst og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skilaði sautján stigum, tíu fráköstum og átta stoðsendingum. Þorvaldur Orri Árnason skoraði sextán stig og hitti úr sjö af níu skotum sínum. Mikið bar á Braga Guðmundssyni í sóknarleik Ármanns.vísir/anton Bragi Guðmundsson skoraði 21 stig fyrir Ármann og gaf átta stoðsendingar. Daniel Love skoraði nítján stig og Marek Dolezaj átján auk þess sem hann tók sjö fráköst. Ármenningar byrjuðu leikinn ágætlega og héldu í við KR-inga framan af. Gestirnir úr Vesturbænum þurftu þó að hafa talsvert minna fyrir öllum sínum aðgerðum og í 2. leikhluta stigu þeir á bensíngjöfina. Eftir jafnan 1. leikhluta vann KR 2. leikhluta með tíu stigum, 32-22, og leiddi með fimmtán stigum, 47-62, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var tveimur stoðsendingum frá því að vera með þrefalda tvennu.vísir/anton Linards og Þórir fóru fyrir KR-ingum sem skoruðu nánast að vild, hvort sem það var inni í teig eða fyrir utan. KR hitti úr sjö af tólf þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik en Ármann bara fjórum af 22. KR-ingar hertu tökin enn frekar í 3. leikhluta og fljótlega var ljóst að möguleikar Ármenninga á að fá eitthvað út úr leiknum voru takmarkaðir, eða nánast engir. KR var komið með 27 stiga forskot fyrir lokaleiklutann, 62-89, og vann á endanum 26 stiga sigur, 89-115. Atvik leiksins Ekki úr mörgu að velja en líklega fór möguleiki Ármanns á að fá eitthvað út úr leiknum Cedrick fór meiddur af velli. Með brotthvarfi hans misstu Ármenningar hæð og styrk inn í teig sem þeir máttu illa við. Enda vann KR frákastabaráttuna með yfirburðum, 48-29. Stjörnur og skúrkar Linards átti góðan leik og skilaði vel útbólginni tölfræðiskýrslu. Þórir var einnig flottur og stýrði sóknarleik gestanna af öryggi. Alls skoruðu sex leikmenn KR tíu stig eða meira í kvöld. Doucet lék sinn fyrsta leik fyrir KR. Hann var afar rólegur í tíðinni framan af en óx eftir því sem á leikinn leið og skilaði fínu framlagi. Kári Kaldal skoraði tólf stig fyrir Ármann og hitti úr öllum fimm skotum sínum utan af velli.vísir/anton Þeir Bragi, Marek og Daniel voru mest áberandi hjá Ármanni og skoruðu samtals 58 af 89 stigum liðsins. Bragi reyndi og reyndi með misjöfnum árangri en mikil ábyrgð er á hans herðum. Kári Kaldal átti góða spretti hjá Ármanni og lagði tólf stig í púkkið af bekknum. Arnaldur Grímsson skoraði sjö stig en öll átta þriggja stiga skot hans geiguðu. Dómararnir Þeir Bjarki Þór Davíðsson, Jón Þór Eyþórsson og Guðmundur Ragnar Björnsson dæmdu leik kvöldsins og fórst það ágætlega úr hendi. Þetta verður þó sennilega ekki mest krefjandi leikur sem þeir dæma í vetur. Stemmning og umgjörð Þeir áhorfendur sem mættu í kvöld týndust svolítið í Þjóðarhöllinni. Það var allavega vel rúmt um þá. Stemmningin var þó hin þokkalegasta. Viðtöl
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti