Körfubolti

„Hann er topp þrír í deildinni“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Orri Gunnarsson skoraði 32 stig og tók 5 fráköst í tapi gegn KR.
Orri Gunnarsson skoraði 32 stig og tók 5 fráköst í tapi gegn KR. Vísir/Diego

Segja má að Körfuboltakvöld hafi ekki haldið vatni yfir Orra Gunnarssyni, leikmanni Stjörnunnar. Skipti það litlu máli að Íslandsmeistararnir hafi tapað fyrir KR í 1. umferð deildarinnar.

„Orri Gunnarsson virðist heldur betur klár í slaginn. Hann fer á Eurobasket og mér finnst standið á honum til fyrirmyndar,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, áður en sérfræðingar þáttarins gripu orðið.

„Finnst að hann hefði átt að spila meira á Eurobasket, það er bara þannig. Hefðum tekið einn sigur hefði hann verið inn á,“ sagði Hlynur Bæringsson – sem þekkir Orra vel – og hélt áfram.

„Hann er í ennþá betra standi en í fyrra. Hann er með rosalegt sjálfstraust eftir árið í fyrra, ekki að honum hafi vantað það neitt.“

„Þeir eru með rosalega þrennu þarna; Giannis (Agravanis), Luka (Gasic) og Orri. Þetta eru physical gaurar sem munu rusla nokkrum til á leiðinni að körfunni. Mjög direct týpur, Giannis aðeins meira til hliðanna.“

„Hann er topp þrír í deildinni.“

Sjá má umræðu Körfuboltakvölds um Orra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: „Hann er topp þrír í deildinni“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×