„Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:31 Eygló Fanndal Sturludóttir var komin út til Noregs en svo kom í ljós að hún gat ekki keppt á heimsmeistaramótinu. Vísir/Ívar Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir gat ekki keppt á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í gær vegna meiðsla. Svekkjandi fyrir hana en keppinautarnir voru eflaust fegnir að vera lausir við sterkustu konu Evrópu. Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í vor og átti að keppa á heimsmeistaramótinu í gær en neyddist því miður til að draga sig úr keppni. „Þetta eru í rauninni bara einhver svona smávægileg meiðsli í bakinu. Örugglega einhver liðbönd eða bara einhver slæm tognun. Ekkert alvarlegt. Ég er búin að fara í segulómun og það er ekkert alvarlegt að,“ sagði Eygló í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í kvöldfréttum Sýnar. „Þetta er bara eitthvað sem þarf svona tíma til að jafna sig. Þá þýðir bara ekkert að ætla bara að keppa og reyna að lyfta einhverjum hámarksþyngdum, þegar maður er ekki í standi til þess. Ég held maður gæti bara meitt sig enn þá meira. Ákvörðunin var því skynsamleg til lengri tíma litið en engu að síður mjög erfið,“ sagði Eygló. Allar stelpurnar voru í herberginu Það var ekki auðvelt að stiga fram og tilkynna að hún yrði ekki með. „Ég var að koma til baka þar sem ég dró mig formlega úr keppni. Það var ótrúlega erfitt sko að labba þarna inn og allar stelpurnar sem ég átti að keppa við voru í herberginu,“ sagði Eygló. „Ég var að segja að ég væri ekki hérna að keppa. Það var mjög vont, ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin. Mig langaði mjög mikið að keppa því mig langaði að fá að keppa á móti öllum þessum stelpum sem eru í þessum flokki. Þetta eru allt bara miklar fyrirmyndir og ég var mjög spennt að fá að keppa við þær,“ sagði Eygló. Heldur að einhverjir hafi verið fegnir Samkeppnisaðilarnir eru þó eflaust fegnir að vera lausir við Eygló því þar losnaði líklega pláss á verðlaunapallinum. „Já, ég held að einhverjir hafi verið fegnir sko að heyra að ég var ekki að keppa. Mér fannst líka alltaf skemmtilegra að keppa á móti öllum þeim bestu. Þá veit maður að ef þú stendur þig vel þá stóðstu þig virkilega vel og náðir að vinna þær sem eru á sama getustigi og þú,“ sagði Eygló en hverjir voru möguleikarnir fyrir hana á þessu móti? Átti möguleika á að keppa um medalíu „Ég hafði séð fyrir mér núna að keppa um að komast á verðlaunapall. Ég átta mig á því að hérna þær sem eru að keppa um fyrsta sæti eru virkilega sterkar og það hefði þurft mikið til að ná gulli. Ég held ég hefði alveg átt möguleika á að keppa um medalíu,“ sagði Eygló. „Svo áttaði ég mig á því að miðað við standið á mér núna, ég er ekki búin að ná að æfa vel og er enn þá bara að glíma við mikinn sársauka, þá hefði það ekki verið raunhæft,“ sagði Eygló. Lyftingar Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í vor og átti að keppa á heimsmeistaramótinu í gær en neyddist því miður til að draga sig úr keppni. „Þetta eru í rauninni bara einhver svona smávægileg meiðsli í bakinu. Örugglega einhver liðbönd eða bara einhver slæm tognun. Ekkert alvarlegt. Ég er búin að fara í segulómun og það er ekkert alvarlegt að,“ sagði Eygló í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í kvöldfréttum Sýnar. „Þetta er bara eitthvað sem þarf svona tíma til að jafna sig. Þá þýðir bara ekkert að ætla bara að keppa og reyna að lyfta einhverjum hámarksþyngdum, þegar maður er ekki í standi til þess. Ég held maður gæti bara meitt sig enn þá meira. Ákvörðunin var því skynsamleg til lengri tíma litið en engu að síður mjög erfið,“ sagði Eygló. Allar stelpurnar voru í herberginu Það var ekki auðvelt að stiga fram og tilkynna að hún yrði ekki með. „Ég var að koma til baka þar sem ég dró mig formlega úr keppni. Það var ótrúlega erfitt sko að labba þarna inn og allar stelpurnar sem ég átti að keppa við voru í herberginu,“ sagði Eygló. „Ég var að segja að ég væri ekki hérna að keppa. Það var mjög vont, ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin. Mig langaði mjög mikið að keppa því mig langaði að fá að keppa á móti öllum þessum stelpum sem eru í þessum flokki. Þetta eru allt bara miklar fyrirmyndir og ég var mjög spennt að fá að keppa við þær,“ sagði Eygló. Heldur að einhverjir hafi verið fegnir Samkeppnisaðilarnir eru þó eflaust fegnir að vera lausir við Eygló því þar losnaði líklega pláss á verðlaunapallinum. „Já, ég held að einhverjir hafi verið fegnir sko að heyra að ég var ekki að keppa. Mér fannst líka alltaf skemmtilegra að keppa á móti öllum þeim bestu. Þá veit maður að ef þú stendur þig vel þá stóðstu þig virkilega vel og náðir að vinna þær sem eru á sama getustigi og þú,“ sagði Eygló en hverjir voru möguleikarnir fyrir hana á þessu móti? Átti möguleika á að keppa um medalíu „Ég hafði séð fyrir mér núna að keppa um að komast á verðlaunapall. Ég átta mig á því að hérna þær sem eru að keppa um fyrsta sæti eru virkilega sterkar og það hefði þurft mikið til að ná gulli. Ég held ég hefði alveg átt möguleika á að keppa um medalíu,“ sagði Eygló. „Svo áttaði ég mig á því að miðað við standið á mér núna, ég er ekki búin að ná að æfa vel og er enn þá bara að glíma við mikinn sársauka, þá hefði það ekki verið raunhæft,“ sagði Eygló.
Lyftingar Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira