Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 9. október 2025 20:57 Grindavík Keflavík. Bónus deild karla 2025 körfubolti KKÍ. Grindavík tók á móti nýliðum ÍA í HS-Orku höllinni í Grindavík þegar önnur umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Grindavík hafði betur með sautján stiga mun 116-99. Það var kraftur í nýliðum ÍA í upphafi leiks og tóku þeir forystuna og voru að hitta vel fyrir aftan þriggja stiga línuna fyrstu mínúturnar. Leikurinn fór fram og til baka þar sem liðin skiptast á því að leiða leikinn. Grindavík sýndi á köflum yfirburðar gæði en það var mikil seigla og óttaleysi í liði gestana. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta skrúfaði Grindavík upp hitann og sýndu mátt sinn og megin. Gestirnir af Skaganum áttu fyrstu körfuna en Grindavík náði að setja í annan gír og hlaupa yfir Skagann um miðbik leikhlutans og fóru með myndarlega forystu inn í hálfleikinn 57-43. Gestirnir frá Skaganum komu fyrstu stigum þriðja leikhluta á töfluna en það voru heimamenn í Grindavík sem héldu áfram frá því sem frá var horfið úr öðrum leikhluta. Deandre Kane lét svo reka sig úr húsi undir lok leikhlutans þegar hann og Darnell Cowart áttu í einhverjum orðaskiptum undir körfunni og fengu báðir óíþróttamannslega villu en Deandre Kane hafði fengið dæmda á sig tæknivillu fyrr í leiknum. Líflegur endasprettur hjá ÍA saxaði forskotið niður í tólf stig og var staðan 85-73 eftir þriðja leikhluta. Skaginn hótaði endurkomu í upphafi fjórða leikhluta og minnkaði muninn niður í tíu stig en Khalil Shabazz hafði önnur áform og tók leikinn svolítið í eigin hendur. Grindavík komst á flug aftur og endaði á að vinna sannfærandi sigur Atvik leiksins Khalil Shabazz setti Grindavík á herðar sér undir restina og kæfði alla von Skagamanna um að koma með einhverja endurkomu. Fór á flug í fjórða leikhluta. Stjörnur og skúrkar Khalil Shabazz var á eldi í liði heimamanna og endaði með 40 stig. Arnór Tristan Helgason fannst mér einnig vera mjög góður í þessum leik og var hann með 19 stig áður en hann villaði sig út úr leiknum. Hjá Skaganum var Gojko Zudzum öflugur undir körfunni hjá ÍA og var með 27 stig. Styrmir Jónasson var að setja stór skot líka og endaði með 19 stig. Dómararnir Dómarar leiksins voru Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson og Sófus Máni Bender. Eins og gengur og gerist eru ekki allir sammála um alla dóma. Fannst flautað full mikið hér í kvöld á köflum. Allt í lagi ekki gott frammistaða. Stemingin og umgjörð Mætingin var með fínasta móti. Það var ekki fullt hús líkt og síðast en engu að síður ágætlega mætt. Grindvíkingar voru búnir að kveikja undir grillinu og með fan zone svo umgjörðin var með besta móti hér í Grindavík, eitthvað fyrir alla. Viðtöl Arnór Tristan Helgason.Vísir/Anton Brink „Aldrei byrjað á sigri hérna í byrjun tímabils síðan ég kom upp í meistaraflokk“ „Það er gaman að koma hérna út með sigur“ sagði Arnór Tristan Helgason leikmaður Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er helvíti sterkt lið eins og við sáum og með sterka leikmenn. Það er mjög fínt að koma með sigur og erum núna 2-0. Fínt að byrja á sigri, ég hef aldrei byrjað á sigri hérna í byrjun tímabils síðan ég kom upp í meistaraflokk“ Arnór Tristan átti sjálfur hörku leik hér í kvöld og endaði með 19 stig og var með fullkomna þriggja stiga nýtingu. „Ég er með 100% þriggja stiga nýtingu og ég er mjög sáttur með það. Taka eftir gamla þannig mér leið bara mjög vel“ Grindvíkingar eru hæst ánægðir með að vera komnir inn í HS Orku-höllina aftur. „Það er nátturlega bara geðveikt að koma hingað aftur og gaf góðar körfur. Ég er að hitta úr öllu þannig það er mjög fínt að vera komin aftur heim“ Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA.ÍA „Við vorum í miklum vandræðum og þá sérstaklega með Shabazz“ „Almennt margt mjög jákvætt en við hleyptum 116 stigum á okkur“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA eftir tapið í kvöld. „Við vorum í miklum vandræðum og þá sérstaklega með Shabazz. Hann var alveg frábær í þessum leik og við áttum ekki mörg svör við honum í dag“ Þrátt fyrir úrslitin er margt jákvætt til að taka úr þessum leik. „Sóknarlega sérstaklega á köflum hérna í seinni hálfleik vorum við bara mjög flottir. Við munum taka jákvæðar klippur úr þessu“ „Það var varnarleikurinn hér í dag sem að mér fannst svona vanta upp á“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson. Bónus-deild karla UMF Grindavík ÍA
Grindavík tók á móti nýliðum ÍA í HS-Orku höllinni í Grindavík þegar önnur umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Grindavík hafði betur með sautján stiga mun 116-99. Það var kraftur í nýliðum ÍA í upphafi leiks og tóku þeir forystuna og voru að hitta vel fyrir aftan þriggja stiga línuna fyrstu mínúturnar. Leikurinn fór fram og til baka þar sem liðin skiptast á því að leiða leikinn. Grindavík sýndi á köflum yfirburðar gæði en það var mikil seigla og óttaleysi í liði gestana. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta skrúfaði Grindavík upp hitann og sýndu mátt sinn og megin. Gestirnir af Skaganum áttu fyrstu körfuna en Grindavík náði að setja í annan gír og hlaupa yfir Skagann um miðbik leikhlutans og fóru með myndarlega forystu inn í hálfleikinn 57-43. Gestirnir frá Skaganum komu fyrstu stigum þriðja leikhluta á töfluna en það voru heimamenn í Grindavík sem héldu áfram frá því sem frá var horfið úr öðrum leikhluta. Deandre Kane lét svo reka sig úr húsi undir lok leikhlutans þegar hann og Darnell Cowart áttu í einhverjum orðaskiptum undir körfunni og fengu báðir óíþróttamannslega villu en Deandre Kane hafði fengið dæmda á sig tæknivillu fyrr í leiknum. Líflegur endasprettur hjá ÍA saxaði forskotið niður í tólf stig og var staðan 85-73 eftir þriðja leikhluta. Skaginn hótaði endurkomu í upphafi fjórða leikhluta og minnkaði muninn niður í tíu stig en Khalil Shabazz hafði önnur áform og tók leikinn svolítið í eigin hendur. Grindavík komst á flug aftur og endaði á að vinna sannfærandi sigur Atvik leiksins Khalil Shabazz setti Grindavík á herðar sér undir restina og kæfði alla von Skagamanna um að koma með einhverja endurkomu. Fór á flug í fjórða leikhluta. Stjörnur og skúrkar Khalil Shabazz var á eldi í liði heimamanna og endaði með 40 stig. Arnór Tristan Helgason fannst mér einnig vera mjög góður í þessum leik og var hann með 19 stig áður en hann villaði sig út úr leiknum. Hjá Skaganum var Gojko Zudzum öflugur undir körfunni hjá ÍA og var með 27 stig. Styrmir Jónasson var að setja stór skot líka og endaði með 19 stig. Dómararnir Dómarar leiksins voru Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson og Sófus Máni Bender. Eins og gengur og gerist eru ekki allir sammála um alla dóma. Fannst flautað full mikið hér í kvöld á köflum. Allt í lagi ekki gott frammistaða. Stemingin og umgjörð Mætingin var með fínasta móti. Það var ekki fullt hús líkt og síðast en engu að síður ágætlega mætt. Grindvíkingar voru búnir að kveikja undir grillinu og með fan zone svo umgjörðin var með besta móti hér í Grindavík, eitthvað fyrir alla. Viðtöl Arnór Tristan Helgason.Vísir/Anton Brink „Aldrei byrjað á sigri hérna í byrjun tímabils síðan ég kom upp í meistaraflokk“ „Það er gaman að koma hérna út með sigur“ sagði Arnór Tristan Helgason leikmaður Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er helvíti sterkt lið eins og við sáum og með sterka leikmenn. Það er mjög fínt að koma með sigur og erum núna 2-0. Fínt að byrja á sigri, ég hef aldrei byrjað á sigri hérna í byrjun tímabils síðan ég kom upp í meistaraflokk“ Arnór Tristan átti sjálfur hörku leik hér í kvöld og endaði með 19 stig og var með fullkomna þriggja stiga nýtingu. „Ég er með 100% þriggja stiga nýtingu og ég er mjög sáttur með það. Taka eftir gamla þannig mér leið bara mjög vel“ Grindvíkingar eru hæst ánægðir með að vera komnir inn í HS Orku-höllina aftur. „Það er nátturlega bara geðveikt að koma hingað aftur og gaf góðar körfur. Ég er að hitta úr öllu þannig það er mjög fínt að vera komin aftur heim“ Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA.ÍA „Við vorum í miklum vandræðum og þá sérstaklega með Shabazz“ „Almennt margt mjög jákvætt en við hleyptum 116 stigum á okkur“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA eftir tapið í kvöld. „Við vorum í miklum vandræðum og þá sérstaklega með Shabazz. Hann var alveg frábær í þessum leik og við áttum ekki mörg svör við honum í dag“ Þrátt fyrir úrslitin er margt jákvætt til að taka úr þessum leik. „Sóknarlega sérstaklega á köflum hérna í seinni hálfleik vorum við bara mjög flottir. Við munum taka jákvæðar klippur úr þessu“ „Það var varnarleikurinn hér í dag sem að mér fannst svona vanta upp á“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson.
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti