Fótbolti

Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina

Árni Jóhannsson skrifar
Cecilía Rán fékk á sig tvö mörk í kvöld.
Cecilía Rán fékk á sig tvö mörk í kvöld. Vísir/Anton Brink

Fiorentina og Inter gerðu jafntefli, 2-2, í Flórens í dag í Serie A kvenna. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð á milli stanga Inter og hin hálf íslenska Íris Ómarsdóttir komst á blað fyrir Fiorentina.

Inter komst yfir á 41. mínútu leiksins þegar Elisa Polli skoraði en Fiorentina jöfnuðu þegar í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Íris Ómarsdótti kom heimakonum yfir strax í upphafi seinni hálfleiks þegar hún afgreiddi fyrirgjöf Benedetta Orsi í netið framhjá Cecilíu. Inter bjargaði svo stigi á 91. mínútu leiksins þegar Irene Santi skoraði og jafntefli varð niðurstaðan.

Þetta var fyrsta stig Fiorentina og sitja þær í áttunda sæti deildarinnar eftir tvær umferðir. Inter er í öðru sæti eftir leiki dagsins með fjögur stig og tveimur stigum á eftir toppliði Lazio sem hefur unnið báða leiki sína. 

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópi Inter í dag, líkt og í fyrstu umferð. Þá var Katla Tryggvadóttir ónotaður varamaður hjá Fiorentina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×