Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar 12. október 2025 16:30 Á tímum margmiðlunar rennur fjölmiðlaumhverfið, hið pólitíska landslag og afþreyingariðnaðurinn saman í eitt. Hitamálin, hagsmunaágreiningarnir og hugtakaslagirnir spretta æ sjaldnar upp úr tilfinnanlegum veruleika og oftar upp úr hreinræktuðum smellibeitubisness, þar sem vettvangur manna stækkar eftir því sem viðrögðin sem þeir vekja ýkjast. Ný tegund af pólitíkusum koma fram á sjónarsviðið; þeir sem eru ekki bara stjórnmálamenn heldur hugmyndafræðilegir viðskiptamenn í hagkerfi athyglinnar. Þeir sjá tækifærin í einfaldaðri og fjöldaframleiddri heimsmynd, og nýta sér straumlínulögun veruleikans til að selja einfalda útskýringu á flóknum vandamálum heimsins. Í heimi pólitískrar upplausnar þar sem stríð í Evrópu og uppsiglandi borgarastyrjöld í Bandaríkjunum smitast inn í okkar daglega líf, er skiljanlegt að vilja sannfærast um slíka einföldun á heiminum; hún veitir falska öryggistilfinningu og lætur fólki líða eins og það tilheyri hópi fólks sem sameinast um að útiloka þá sem deila ekki sömu heimsmynd. Þessi popúlismi einskorðast hvorki við hægrið né vinstrið, þetta er ein af birtingarmyndum yfirstandandi tæknibyltingar sem einkennist af gagnkvæmum samruna manns og vélar - tölvur verða skapandi og mannleg hegðun verður vélræn; fyrirsjáanleg og afleidd. Þeir sem upplifa málstað sinn heilagan sjá enga ástæðu til að rökstyðja hann á óhliðhollum vettvangi. Þetta bergmálshellaheilkenni hefur átt ríkan þátt í að grafa gjánna milli ólíkra sjónarmiða, og nú getum við varla minnst á þjóðfélagsumræðuna án þess að tala um „menningarstríð.“ Þegar málsvarar ólíkra þjóðfélagshópa finnast þeir yfir það hafnir að þýða málstað sinn yfir á tungumál sem aðrir þjóðfélagshópar skilja hrekkur þjóðfélagsumræðan í tilgangslaust skilgreingarstríð, þar sem andverðir pólar skiptast á einræðum, skoðanaskipti víkja fyrir viðhorfsyfirlýsingum, algóriþmískar netleiðir breyta þjóðfélagshópum í markhópa og markhópameðvitund stjórnmálamanna lamar umræðuna. Móralskt yfirlæti dyggðaskreyttra vinstrimanna er álíka algóryþmískt og sjálfsvorkunarrant hægrimanna um þöggunartilburði woke-sins. Báðar hliðar telja heimsmynd sinni ógnað af óæðri hugmyndafræði, báðar álíta sig kyndilbera hins siðmenntaða samfélags og rétthafar framtíðarinnar. Flokkun landsmanna í hægri og vinstri er auðvitað hluti vandans, slík tvíhyggja er í eðli sínu popúlísk því hún gefur sér að pólitík sér álíka einföld og íþróttakeppni, þar sem tvö lið berjast til sigurs þar til annað sigrar. En pólitík er ekki leikur, pólitík er vettvangur þar sem skipulagning samfélagsins á sér stað. Lýðræðislegt velferðarsamfélag grundvallast á hæfni okkar til að vega og meta ólíka hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa til að stuðla að einhverskonar jafnvægi - en hvað verður um þessa hæfni þegar lögmál athyglishagkerfisins gerir okkur þröngsýnni og afdráttarlausari? Kannski er þessi svartsýni enn ein aukaverkunin af algóriþmískum veruleika, en á meðan önnur vestræn lýðræðisríki þróast í átt að hernaðardrifnum alræðisríkjum er ekki nema von að maður spyrji hvort þetta sé hápunktur sundrungarinnar, eða hvort hún sé rétt að byrja. Höfundur er listmálari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á tímum margmiðlunar rennur fjölmiðlaumhverfið, hið pólitíska landslag og afþreyingariðnaðurinn saman í eitt. Hitamálin, hagsmunaágreiningarnir og hugtakaslagirnir spretta æ sjaldnar upp úr tilfinnanlegum veruleika og oftar upp úr hreinræktuðum smellibeitubisness, þar sem vettvangur manna stækkar eftir því sem viðrögðin sem þeir vekja ýkjast. Ný tegund af pólitíkusum koma fram á sjónarsviðið; þeir sem eru ekki bara stjórnmálamenn heldur hugmyndafræðilegir viðskiptamenn í hagkerfi athyglinnar. Þeir sjá tækifærin í einfaldaðri og fjöldaframleiddri heimsmynd, og nýta sér straumlínulögun veruleikans til að selja einfalda útskýringu á flóknum vandamálum heimsins. Í heimi pólitískrar upplausnar þar sem stríð í Evrópu og uppsiglandi borgarastyrjöld í Bandaríkjunum smitast inn í okkar daglega líf, er skiljanlegt að vilja sannfærast um slíka einföldun á heiminum; hún veitir falska öryggistilfinningu og lætur fólki líða eins og það tilheyri hópi fólks sem sameinast um að útiloka þá sem deila ekki sömu heimsmynd. Þessi popúlismi einskorðast hvorki við hægrið né vinstrið, þetta er ein af birtingarmyndum yfirstandandi tæknibyltingar sem einkennist af gagnkvæmum samruna manns og vélar - tölvur verða skapandi og mannleg hegðun verður vélræn; fyrirsjáanleg og afleidd. Þeir sem upplifa málstað sinn heilagan sjá enga ástæðu til að rökstyðja hann á óhliðhollum vettvangi. Þetta bergmálshellaheilkenni hefur átt ríkan þátt í að grafa gjánna milli ólíkra sjónarmiða, og nú getum við varla minnst á þjóðfélagsumræðuna án þess að tala um „menningarstríð.“ Þegar málsvarar ólíkra þjóðfélagshópa finnast þeir yfir það hafnir að þýða málstað sinn yfir á tungumál sem aðrir þjóðfélagshópar skilja hrekkur þjóðfélagsumræðan í tilgangslaust skilgreingarstríð, þar sem andverðir pólar skiptast á einræðum, skoðanaskipti víkja fyrir viðhorfsyfirlýsingum, algóriþmískar netleiðir breyta þjóðfélagshópum í markhópa og markhópameðvitund stjórnmálamanna lamar umræðuna. Móralskt yfirlæti dyggðaskreyttra vinstrimanna er álíka algóryþmískt og sjálfsvorkunarrant hægrimanna um þöggunartilburði woke-sins. Báðar hliðar telja heimsmynd sinni ógnað af óæðri hugmyndafræði, báðar álíta sig kyndilbera hins siðmenntaða samfélags og rétthafar framtíðarinnar. Flokkun landsmanna í hægri og vinstri er auðvitað hluti vandans, slík tvíhyggja er í eðli sínu popúlísk því hún gefur sér að pólitík sér álíka einföld og íþróttakeppni, þar sem tvö lið berjast til sigurs þar til annað sigrar. En pólitík er ekki leikur, pólitík er vettvangur þar sem skipulagning samfélagsins á sér stað. Lýðræðislegt velferðarsamfélag grundvallast á hæfni okkar til að vega og meta ólíka hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa til að stuðla að einhverskonar jafnvægi - en hvað verður um þessa hæfni þegar lögmál athyglishagkerfisins gerir okkur þröngsýnni og afdráttarlausari? Kannski er þessi svartsýni enn ein aukaverkunin af algóriþmískum veruleika, en á meðan önnur vestræn lýðræðisríki þróast í átt að hernaðardrifnum alræðisríkjum er ekki nema von að maður spyrji hvort þetta sé hápunktur sundrungarinnar, eða hvort hún sé rétt að byrja. Höfundur er listmálari
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun