Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 15. október 2025 10:46 Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka. Ég hef upplifað mikla vanlíðan, djúpa örvæntingu og skort á skilningi þegar ég hef reynt að leita mér hjálpar. Ég hef mætt veggjum sem eru hærri en ég átti von á. Of oft hefur brugðist við mér með tortryggni eða ótta í stað þess að sýna mér samkennd og ró.Það er eins og þegar fólk heyrir orðið „jaðarpersónuleikaröskun“, þá hætti það að sjá manneskjuna og sjái bara stimpilinn. En ég er ekki greiningin mín. Ég er manneskja, með sögu, tilfinningar, áföll og drauma eins og allir aðrir. Ég hef lent í að missa stjórn á mér. Ég hef verið svo örvæntingarfull að aðrir hafa þurft að hringja á lögregluna. Það er sárt að viðurkenna það, en það er hluti af raunveruleikanum hjá mörgum sem lifa með þessari röskun.Það sem fólk sér sem “ógn” er í raun niðurbrot – þegar tilfinningarnar hafa orðið svo sterkar að ég get ekki lengur unnið úr þeim. Þegar það gerist þarf ég hjálp, ekki refsingu. Ég þarf aðstoð, ekki valdbeitingu. Ég þarf að vera róuð, ekki hrædd. Ég skil að það getur verið erfitt að mæta manneskju í djúpu uppnámi, en það sem margir skilja ekki er að ég er aldrei hættuleg öðrum, aðeins sjálfri mér. Ég hef aldrei viljað neinum illt. Ég hef einfaldlega verið föst í kerfi sem virðist ekki vita hvernig það á að nálgast fólk eins og mig.Þegar kerfið bregst við með lögreglu, frekar en með fagfólki sem skilur tilfinningalega erfiðleika, þá sendir það mér skilaboð um að ég sé vandamál, ekki manneskja í neyð. Það sem ég óska mér mest er skilningur og mannleg nálgun.Ég þarf að hitta heilbrigðisstarfsfólk sem hlustar, sem þorir að vera til staðar, sem spyr frekar en að dæma. Ég þarf fólk sem sér að bakvið reiðina og örvæntinguna liggur hræðsla og sársauki.Ég þarf kerfi sem veit að við sem lifum með BPD erum ekki hættuleg, við erum veik og við erum að reyna að komast af í heimi sem oft finnst okkur ótryggur og yfirþyrmandi. Það sem hjálpar mér mest er traust, stöðugleiki og samkennd. Þegar fólk nálgast mig með ró og virðingu, þá róast ég. Þegar einhver sýnir mér að ég sé örugg, þá þarf ég ekki að berjast. Þegar mér er ekki refsað fyrir vanlíðanina mína, heldur mætt með skilningi, þá get ég loksins andað. Ég skrifa þetta ekki til að biðja um vorkunn. Ég skrifa þetta vegna þess að ég vil að við tölum um þetta, að við áttum okkur á því að fólk með jaðarpersónuleikaröskun á ekki að vera hrætt við að leita sér hjálpar.Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um geðraskanir, hvernig við nálgumst þær og hvernig við styðjum hvert annað. Því á meðan kerfið sér “hættu”, þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu, og sem þráir ekkert meira en að vera skilin. Ég er ekki hættuleg. Ég er ekki vond.Ég er veik og ég er að gera mitt besta. Höfundur er kennaranemi og sjúklingur með jaðarpersónuleikaröskun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka. Ég hef upplifað mikla vanlíðan, djúpa örvæntingu og skort á skilningi þegar ég hef reynt að leita mér hjálpar. Ég hef mætt veggjum sem eru hærri en ég átti von á. Of oft hefur brugðist við mér með tortryggni eða ótta í stað þess að sýna mér samkennd og ró.Það er eins og þegar fólk heyrir orðið „jaðarpersónuleikaröskun“, þá hætti það að sjá manneskjuna og sjái bara stimpilinn. En ég er ekki greiningin mín. Ég er manneskja, með sögu, tilfinningar, áföll og drauma eins og allir aðrir. Ég hef lent í að missa stjórn á mér. Ég hef verið svo örvæntingarfull að aðrir hafa þurft að hringja á lögregluna. Það er sárt að viðurkenna það, en það er hluti af raunveruleikanum hjá mörgum sem lifa með þessari röskun.Það sem fólk sér sem “ógn” er í raun niðurbrot – þegar tilfinningarnar hafa orðið svo sterkar að ég get ekki lengur unnið úr þeim. Þegar það gerist þarf ég hjálp, ekki refsingu. Ég þarf aðstoð, ekki valdbeitingu. Ég þarf að vera róuð, ekki hrædd. Ég skil að það getur verið erfitt að mæta manneskju í djúpu uppnámi, en það sem margir skilja ekki er að ég er aldrei hættuleg öðrum, aðeins sjálfri mér. Ég hef aldrei viljað neinum illt. Ég hef einfaldlega verið föst í kerfi sem virðist ekki vita hvernig það á að nálgast fólk eins og mig.Þegar kerfið bregst við með lögreglu, frekar en með fagfólki sem skilur tilfinningalega erfiðleika, þá sendir það mér skilaboð um að ég sé vandamál, ekki manneskja í neyð. Það sem ég óska mér mest er skilningur og mannleg nálgun.Ég þarf að hitta heilbrigðisstarfsfólk sem hlustar, sem þorir að vera til staðar, sem spyr frekar en að dæma. Ég þarf fólk sem sér að bakvið reiðina og örvæntinguna liggur hræðsla og sársauki.Ég þarf kerfi sem veit að við sem lifum með BPD erum ekki hættuleg, við erum veik og við erum að reyna að komast af í heimi sem oft finnst okkur ótryggur og yfirþyrmandi. Það sem hjálpar mér mest er traust, stöðugleiki og samkennd. Þegar fólk nálgast mig með ró og virðingu, þá róast ég. Þegar einhver sýnir mér að ég sé örugg, þá þarf ég ekki að berjast. Þegar mér er ekki refsað fyrir vanlíðanina mína, heldur mætt með skilningi, þá get ég loksins andað. Ég skrifa þetta ekki til að biðja um vorkunn. Ég skrifa þetta vegna þess að ég vil að við tölum um þetta, að við áttum okkur á því að fólk með jaðarpersónuleikaröskun á ekki að vera hrætt við að leita sér hjálpar.Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um geðraskanir, hvernig við nálgumst þær og hvernig við styðjum hvert annað. Því á meðan kerfið sér “hættu”, þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu, og sem þráir ekkert meira en að vera skilin. Ég er ekki hættuleg. Ég er ekki vond.Ég er veik og ég er að gera mitt besta. Höfundur er kennaranemi og sjúklingur með jaðarpersónuleikaröskun.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun