Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar 15. október 2025 14:00 Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu á Íslandi. Á þessum tímamótum er við hæfi að staldra við, líta um öxl og meta stöðu jafnréttismála í dag. Árangur náðst í mörgu Það er augljóst að mikill árangur hefur náðst í kvennabaráttunni. Ísland stendur fremst meðal jafningja og ólíklegt er að það væri raunin án Kvennaverkfallsins 1975. Verkfallið vakti mikla umræðu, breytti viðhorfum og markaði tímamót í sögu þjóðarinnar. Við höfum notið ávinningsins æ síðan. Atvinnuþátttaka kvenna er með því hæsta sem þekkist, menntunartækifæri eru fjölmörg og mörg glerþök hafa verið brotin á þessum fimm áratugum. Það er erfitt að ímynda sér að konur gegndu embættum forseta Íslands, forsætisráðherra, biskups, ríkislögreglustjóra og rektors Háskóla Íslands á sama tíma ef ekki hefði komið til Kvennaverkfallsins 1975. Launamismunur þrjóskast við Þrátt fyrir mikinn árangur er launamismunur enn til staðar. Það má meðal annars rekja til þess að stórar kvennastéttir, eins og kennarar og hjúkrunarfræðingar, eru lægra launaðar en sambærilegar karlastéttir. Leikskólamál eru enn föst í flækjum sveitarfélaganna, bakslags hefur gætt í ýmsum réttindamálum og fólk af erlendum uppruna stendur oft höllum fæti. Þá eru forstjórar í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði enn að miklum meirihluta karlar. Höldum áfram að gera það sem gengur vel Þessi staða sýnir að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það þarf að halda áfram að vinna markvisst að breytingum og byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst. Fjölmörg samtök og stofnanir vinna ótrauð að því að standa vörð um þau réttindi sem þegar hafa unnist og vekja athygli á því sem betur má fara. WomenTechIceland vinnur að því að tryggja jöfn tækifæri allra kynja í tæknigeiranum á Íslandi og leggur áherslu á að bjóða stuðning, efla baráttuanda og vera málsvari minnihlutahópa í tækni. Við gerum það með fræðslu, viðburðum og því að veita stjórnvöldum aðhald í stefnumótun. Í tilefni fimmtíu ára afmælis Kvennaverkfallsins, og sem hluti af viðburðaröð Kvennaárs, stendur WomenTechIceland fyrir fjáröflunarkvöldi þann 23. október. Þar verður safnað í tímahylki fyrir komandi kynslóðir, þar sem við skiljum eftir sögur, hvatningu og góð ráð til framtíðarinnar. Nýtum tímann vel í þessum mánuði. Mætum á viðburði Kvennaársins, sýnum samstöðu og minnum okkur á að samtakamátturinn er okkar sterkasta vopn í áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti. Höfundur er formaður WomenTechIceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu á Íslandi. Á þessum tímamótum er við hæfi að staldra við, líta um öxl og meta stöðu jafnréttismála í dag. Árangur náðst í mörgu Það er augljóst að mikill árangur hefur náðst í kvennabaráttunni. Ísland stendur fremst meðal jafningja og ólíklegt er að það væri raunin án Kvennaverkfallsins 1975. Verkfallið vakti mikla umræðu, breytti viðhorfum og markaði tímamót í sögu þjóðarinnar. Við höfum notið ávinningsins æ síðan. Atvinnuþátttaka kvenna er með því hæsta sem þekkist, menntunartækifæri eru fjölmörg og mörg glerþök hafa verið brotin á þessum fimm áratugum. Það er erfitt að ímynda sér að konur gegndu embættum forseta Íslands, forsætisráðherra, biskups, ríkislögreglustjóra og rektors Háskóla Íslands á sama tíma ef ekki hefði komið til Kvennaverkfallsins 1975. Launamismunur þrjóskast við Þrátt fyrir mikinn árangur er launamismunur enn til staðar. Það má meðal annars rekja til þess að stórar kvennastéttir, eins og kennarar og hjúkrunarfræðingar, eru lægra launaðar en sambærilegar karlastéttir. Leikskólamál eru enn föst í flækjum sveitarfélaganna, bakslags hefur gætt í ýmsum réttindamálum og fólk af erlendum uppruna stendur oft höllum fæti. Þá eru forstjórar í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði enn að miklum meirihluta karlar. Höldum áfram að gera það sem gengur vel Þessi staða sýnir að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það þarf að halda áfram að vinna markvisst að breytingum og byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst. Fjölmörg samtök og stofnanir vinna ótrauð að því að standa vörð um þau réttindi sem þegar hafa unnist og vekja athygli á því sem betur má fara. WomenTechIceland vinnur að því að tryggja jöfn tækifæri allra kynja í tæknigeiranum á Íslandi og leggur áherslu á að bjóða stuðning, efla baráttuanda og vera málsvari minnihlutahópa í tækni. Við gerum það með fræðslu, viðburðum og því að veita stjórnvöldum aðhald í stefnumótun. Í tilefni fimmtíu ára afmælis Kvennaverkfallsins, og sem hluti af viðburðaröð Kvennaárs, stendur WomenTechIceland fyrir fjáröflunarkvöldi þann 23. október. Þar verður safnað í tímahylki fyrir komandi kynslóðir, þar sem við skiljum eftir sögur, hvatningu og góð ráð til framtíðarinnar. Nýtum tímann vel í þessum mánuði. Mætum á viðburði Kvennaársins, sýnum samstöðu og minnum okkur á að samtakamátturinn er okkar sterkasta vopn í áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti. Höfundur er formaður WomenTechIceland.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun