Íslenski boltinn

Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórður Þorsteinsson Þórðarson tekur við verðlaununum fyrir að vera þjálfari ársins í Bestu deild kvenna úr hendi Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ.
Þórður Þorsteinsson Þórðarson tekur við verðlaununum fyrir að vera þjálfari ársins í Bestu deild kvenna úr hendi Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ. ksí

Þórður Þorsteinsson Þórðarson var valinn dómari ársins í Bestu deild kvenna af leikmönnum hennar.

Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem Þórður fær þessa viðurkenningu. Hann var einnig valinn dómari ársins í Bestu deild kvenna 2022 og 2023.

Þórður hefur klifið metorðastigann í dómgæslu á undanförnum árum, eða síðan hann hætti að spila.

Þórður lék 96 leiki í efstu deild með ÍA, FH og HK og skoraði tíu mörk en lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2021.

Keppni í Bestu deild kvenna lauk með þremur leikjum á laugardaginn. Breiðablik varð Íslandsmeistari annað árið í röð en Tindastóll og FHL féllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×