Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar 21. október 2025 08:31 Sjálfsagt eru margir tilbúnir að taka undir þá staðhæfingu að það þurfi ekki að fjölga börnum í heiminum. Þau séu þegar of mörg. En vandinn er sá að barnsfæðingum er grátlega misskipt. Í flestum Afríkuríkjum eiga foreldrar oft erfitt með að metta munna allra þeirra barna sem þeir hafa komið í heiminn, en víðast annars staðar lækkar fæðingartíðnin hratt. Á síðasta ári fæddust aðeins 4.311 börn á Íslandi, fæst frá upphafi mælinga. Og við erum löngu komin langt niður fyrir meðaltalið, 2,1 barn á konu, sem þarf til að þjóðin haldi sér í jafnvægi án þess að reiða sig á aðflutta. Fólk eignast sífellt færri börn í okkar heimshluta, og víðar, til dæmis í Japan. Öll ríki Norðurlanda standa frammi fyrir sama vanda, ríki sem löngum hafa verið fyrirmyndir annarra í jafnrétti og velferð fjölskyldna. Hluti skýringarinnar er aukin ófrjósemi, en langstærsti þátturinn er sá að fólk eignast sífellt færri börn, að yfirlögðu ráði. Mörg ríki hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að hækka barnabætur, lengja fæðingarorlof, bæta við leikskólum og greiða fyrir því með ýmsum leiðum að fólk vilji eignast börn. Ég hef hvergi fundið vísbendingar um að þessi viðleitni hafi breytt miklu. Fræðimenn hafa bent á margvíslegar skýringar á lækkandi fæðingartíðni, efnahagsleg áhrif eins og húsnæðisverð, vinnuálag og ótrygga framtíð. En helsta skýringin virðist menningarlegs eðlis. Ungt fólk seinkar barneignum, forgangsraðar menntun og starfsferli, og sér ekki fjölskyldulíf sem einu leiðina að lífsfyllingu. Það sér barneignir heldur ekki sem þjóðfélagslega skyldu og tekur því meðvitað ákvörðun um að eignast fá börn, eða engin. Rannsóknir á Íslandi sýna að valið barnleysi tengist ekki aðeins efnahag eða áhyggjum af hamfarahlýnun, heldur fremur hugmyndum um frelsi og sjálfsákvörðun. Margir lýsa því sem frelsandi að átta sig á að börn séu ekki nauðsynleg til að lífið sé þess virði að lifa því. Sumir telja jafnvel að heimurinn sé ekki góður staður til að bæta við nýju lífi, það sé ábyrgðarhluti að fæða barn inn í þessa veröld. Aðrir segja að það krefjist allt að því sérfræðiþekkingar að ala upp barn, eða vilja einfaldlega verja tíma og orku í annað en barnastúss. Þesssar raddir heyrðust ekki lengi vel, en heyrast nú hátt og skýrt. Og síðan er sjónarhornið sem ég minntist á fyrst: að Ísland þurfi ekki endilega að búa til fleiri Íslendinga. Það sé nóg af börnum í heiminum. Þau þurfi ekki öll að eiga íslenska foreldra. Þessi sýn kallar á aðra og opnari hugsun um framtíðina, þar sem vöxtur samfélagsins byggir ekki aðeins á fæðingartölum heldur á mannúð, samþættingu og fjölmenningu. En eins og svo oft þegar hugmyndin er falleg, er veruleikinn flóknari. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa dregist saman um meira en áttatíu prósent á síðustu tuttugu árum. Ríki í Asíu og Afríku, sem áður veittu heimildir til ættleiðingar barna, leggja nú áherslu á að börn alist upp í eigin menningu og hjá eigin fjölskyldu. Eftir stendur samfélag sem smátt og smátt deyr innanfrá. Gamalgróin lífsgildi, eins og þau að eftir menntun komi hjónaband og eftir hjónaband komi börn, eru ekki lengur viðtekin. Ekki bætir úr skák hér á landi að burðarstoðir samfélagsins, kerfi eins og húsnæðis-, mennta- og heilbrigðiskerfi, eru allar laskaðar. Ungt fólk með barneignir í huga hugsar sig því tvisvar um áður en það ákveður að fæða barn í heiminn þar sem ekki einu sinni leikskólapláss er tryggt. Stóra spurningin er því þessi: Hvernig sköpum við samfélag sem tekur fagnandi á móti hverju barni – og foreldrum þess? Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Sjálfsagt eru margir tilbúnir að taka undir þá staðhæfingu að það þurfi ekki að fjölga börnum í heiminum. Þau séu þegar of mörg. En vandinn er sá að barnsfæðingum er grátlega misskipt. Í flestum Afríkuríkjum eiga foreldrar oft erfitt með að metta munna allra þeirra barna sem þeir hafa komið í heiminn, en víðast annars staðar lækkar fæðingartíðnin hratt. Á síðasta ári fæddust aðeins 4.311 börn á Íslandi, fæst frá upphafi mælinga. Og við erum löngu komin langt niður fyrir meðaltalið, 2,1 barn á konu, sem þarf til að þjóðin haldi sér í jafnvægi án þess að reiða sig á aðflutta. Fólk eignast sífellt færri börn í okkar heimshluta, og víðar, til dæmis í Japan. Öll ríki Norðurlanda standa frammi fyrir sama vanda, ríki sem löngum hafa verið fyrirmyndir annarra í jafnrétti og velferð fjölskyldna. Hluti skýringarinnar er aukin ófrjósemi, en langstærsti þátturinn er sá að fólk eignast sífellt færri börn, að yfirlögðu ráði. Mörg ríki hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að hækka barnabætur, lengja fæðingarorlof, bæta við leikskólum og greiða fyrir því með ýmsum leiðum að fólk vilji eignast börn. Ég hef hvergi fundið vísbendingar um að þessi viðleitni hafi breytt miklu. Fræðimenn hafa bent á margvíslegar skýringar á lækkandi fæðingartíðni, efnahagsleg áhrif eins og húsnæðisverð, vinnuálag og ótrygga framtíð. En helsta skýringin virðist menningarlegs eðlis. Ungt fólk seinkar barneignum, forgangsraðar menntun og starfsferli, og sér ekki fjölskyldulíf sem einu leiðina að lífsfyllingu. Það sér barneignir heldur ekki sem þjóðfélagslega skyldu og tekur því meðvitað ákvörðun um að eignast fá börn, eða engin. Rannsóknir á Íslandi sýna að valið barnleysi tengist ekki aðeins efnahag eða áhyggjum af hamfarahlýnun, heldur fremur hugmyndum um frelsi og sjálfsákvörðun. Margir lýsa því sem frelsandi að átta sig á að börn séu ekki nauðsynleg til að lífið sé þess virði að lifa því. Sumir telja jafnvel að heimurinn sé ekki góður staður til að bæta við nýju lífi, það sé ábyrgðarhluti að fæða barn inn í þessa veröld. Aðrir segja að það krefjist allt að því sérfræðiþekkingar að ala upp barn, eða vilja einfaldlega verja tíma og orku í annað en barnastúss. Þesssar raddir heyrðust ekki lengi vel, en heyrast nú hátt og skýrt. Og síðan er sjónarhornið sem ég minntist á fyrst: að Ísland þurfi ekki endilega að búa til fleiri Íslendinga. Það sé nóg af börnum í heiminum. Þau þurfi ekki öll að eiga íslenska foreldra. Þessi sýn kallar á aðra og opnari hugsun um framtíðina, þar sem vöxtur samfélagsins byggir ekki aðeins á fæðingartölum heldur á mannúð, samþættingu og fjölmenningu. En eins og svo oft þegar hugmyndin er falleg, er veruleikinn flóknari. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa dregist saman um meira en áttatíu prósent á síðustu tuttugu árum. Ríki í Asíu og Afríku, sem áður veittu heimildir til ættleiðingar barna, leggja nú áherslu á að börn alist upp í eigin menningu og hjá eigin fjölskyldu. Eftir stendur samfélag sem smátt og smátt deyr innanfrá. Gamalgróin lífsgildi, eins og þau að eftir menntun komi hjónaband og eftir hjónaband komi börn, eru ekki lengur viðtekin. Ekki bætir úr skák hér á landi að burðarstoðir samfélagsins, kerfi eins og húsnæðis-, mennta- og heilbrigðiskerfi, eru allar laskaðar. Ungt fólk með barneignir í huga hugsar sig því tvisvar um áður en það ákveður að fæða barn í heiminn þar sem ekki einu sinni leikskólapláss er tryggt. Stóra spurningin er því þessi: Hvernig sköpum við samfélag sem tekur fagnandi á móti hverju barni – og foreldrum þess? Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun