Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar 22. október 2025 07:31 Ég man nú ekki nákvæmlega hvar ég las eða heyrði það, en til er skemmtileg hugsunaræfing. Í henni ferðast ósköp venjuleg nútímamanneskja aftur til steinaldar og hittir þar fyrir vísitölusteinaldarmanneskju. Sú úr nútímanum býður þeirri úr fortíð hvaða hlut sem hún kann að vilja. Í fyrstu myndi maður ætla að steinaldarfólkið myndi óska sér eldfæri, betri verkfæri eða kannski útsæði fyrir einhverjum góðum mat. Vandamálið er bara að sú manneskja myndi aldrei hafa hugmyndaflug til að átta sig á framtíðartilvist þessara hluta. Að öllum líkindum myndi hún bara óska sér betri hellis, stærra og þykkara bareflis og vitneskju um tryggari veiðilendur. Þær tækniframfarir, og öll þau lífsgæði sem þeim fylgja, sem hafa orðið á síðustu árþúsundum eru nefnilega ekki sjálfsprottin heldur afurð af hugviti og þekkingarleitar. STEM greinar Á Alþingi fór fram sérstök umræða á mánudag, að beiðni undirritaðs, um stöðu verkfræði-, stærðfræði-, tækni-, raunvísinda- og náttúruvísindanáms á háskólastigi. Þetta eru þær námsgreinar sem oft eru kallaðar STEM-greinar (science, technology, engineering & mathematics). Tilefnið var það að þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda síðustu ár um að efla nám í þessum greinum og fjölga nemendum, hefur þeim fækkað. Alþingi ályktaði til að mynda árið 2023 um að unnið skyldi að því að fjölga nemendum í þessum greinum. Heildarfjöldi innritaðra nemenda í íslenskum háskólum síðan þá hefur aukist um rúmlega tvö þúsund. En sú fjölgun hefur hins vegar ekki skilað sér í þær greinar sem sérstaklega hefur verið stefnt að því að efla. Af hverju að efla STEM-greinar? Það er ekki að ástæðulausu sem lögð hefur verið áhersla á að efla STEM-greinar í opinberri stefnumótun síðustu ára. Á Íslandi hefur hin hugvitsdrifna, fjórða stoð hagkerfisins verið að ryðja sér til rúms. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Marel, Kerecis, CCP, Controlant og fleiri. Hugvitsdrifin verðmætasköpun hefur þann frábæra eiginleika að hún er ekki bundin af takmörkuðum náttúruauðlindum í sama mæli og aðrar atvinnugreinar. Möguleikarnir eru nánast óendanlegir. Þessi fjórða stoð íslensks hagkerfis byggir á vísindum, tækni og verkfræði og er drifin áfram af STEM-menntuðu fólki. Framleiðni í slíkum störfum er mikil og vaxtarhorfur sterkar. Eitt meginmarkmið ríkisstjórnarinnar með því að leggja fram atvinnustefnu er að auka framleiðni – og til þess þarf að fjölga fólki með þá þekkingu sem slík verðmætasköpun byggir á. Ísland undir meðaltali OECD Samkvæmt nýjustu Education at a Glance 2025 skýrslu OECD ljúka einungis 18% bakkalársútskrifaðra á Íslandi námi í STEM-greinum. Meðaltal OECD-ríkja er 23%, en í Finnlandi og Þýskalandi er hlutfallið yfir 30%. Ísland er því nokkuð neðar en nágrannaríkin í hlutfalli STEM-menntaðra. Þetta hefur bein áhrif á getu okkar til að nýta nýja tækni, þróa lausnir við áskorunum samtímans og byggja upp þekkingarsamfélag. Ísland er land með mikla möguleika – en möguleikar glatast ef færnin og menntunin sem þarf til að skapa verðmætin er ekki til staðar. Af þessari ástæðu hefur OECD sérstaklega beint því til okkar Íslendinga í skýrslum sínum að leggja þurfi meiri áherslu á raungreinar sem og auka áhuga stúlkna og kvenna á námi á þessu sviði, þar sem enn ríkir mikill kynjahalli. Hvað getum við gert? Árið 2023 var áformum stjórnvalda um eflingu raungreina fylgt eftir með veitingu 250 milljóna króna beint til Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Þessir fjármunir hafa nýst vel, meðal annars til að bæta móttöku nýnema og draga úr brottfalli. Við þurfum að halda áfram þessum stuðningi – og útvíkka hann til annarra skóla þar sem kenndar eru STEM-greinar. Í sérstöku umræðunni á mánudag hvatti ég jafnframt ráðherra til að skoða það vel og af alvöru hvort tilefni sé til að beita heimild 27. greinar laga um Menntasjóð námsmanna, sem kveður á um ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina þar sem fyrirsjáanlegur er skortur á fólki með þá menntun. Það má vel færa rök fyrir því að STEM-greinar uppfylli þau skilyrði laganna. Góðu fréttirnar eru líka þær að við þurfum ekki að finna upp hjólið heldur getum litið til góðra fyrirmynda erlendis. Nágrannar okkar á Írlandi lögðu til dæmis árið 2017 fram heildstæða STEM-stefnu sem nær yfir öll skólastig, með mælanlegum markmiðum, stuðningi við kennara og virku samstarfi við atvinnulífið. Sú stefna hefur skilað árangri – bæði í fjölgun nemenda og í aukinni innritun stúlkna í raungreinar á háskólastigi. Það væri skynsamlegt að læra af þeirri reynslu. Til að STEM-menntun dafni á háskólastigi verður grunnurinn að vera traustur. Grunn- og framhaldsskólastigin eru fyrsti hlekkurinn í þeirri keðju sem leiðir nemendur inn í vísinda- og tæknigreinar. Ef áhugi og hæfni nemenda í þessum greinum fær ekki að vaxa þar, þá verður erfitt að byggja ofan á hann síðar. Steinaldarfólk nútímans Staðreyndin er sú að hægt er að snúa við hugsunaræfingunni um nútímamanneskjuna sem heimsækir forföður sinn til steinaldar. Ef við fengjum heimsókn frá fjarlægri framtíð og fengjum sama tilboð, myndum við líklega óska eftir meiri fisk, betra húsnæði og kannski öflugri og léttari tölvur og snjalltæki. Þær tækniframfarir sem mestu munu skipta afkomendur okkar, eru flestar handan ímyndunaraflsins okkar, ennþá. Lykillinn að verðmætasköpun og bættum lífskjörum liggur í hugviti og sköpun. Því er ekki eftir neinu að bíða með að efla STEM-greinar. Bæði til að virkja hugvitið og ekki hvað síst til að við eigum fólk sem getur unnið með að þróa nýsköpunarhugmyndir sem okkar snjallasta fólk kemur með að borði. Það er verkefni okkar á Alþingi að tryggja að stefna og fjármagn fylgi þeirri framtíðarsýn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Þóroddsson Viðreisn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ég man nú ekki nákvæmlega hvar ég las eða heyrði það, en til er skemmtileg hugsunaræfing. Í henni ferðast ósköp venjuleg nútímamanneskja aftur til steinaldar og hittir þar fyrir vísitölusteinaldarmanneskju. Sú úr nútímanum býður þeirri úr fortíð hvaða hlut sem hún kann að vilja. Í fyrstu myndi maður ætla að steinaldarfólkið myndi óska sér eldfæri, betri verkfæri eða kannski útsæði fyrir einhverjum góðum mat. Vandamálið er bara að sú manneskja myndi aldrei hafa hugmyndaflug til að átta sig á framtíðartilvist þessara hluta. Að öllum líkindum myndi hún bara óska sér betri hellis, stærra og þykkara bareflis og vitneskju um tryggari veiðilendur. Þær tækniframfarir, og öll þau lífsgæði sem þeim fylgja, sem hafa orðið á síðustu árþúsundum eru nefnilega ekki sjálfsprottin heldur afurð af hugviti og þekkingarleitar. STEM greinar Á Alþingi fór fram sérstök umræða á mánudag, að beiðni undirritaðs, um stöðu verkfræði-, stærðfræði-, tækni-, raunvísinda- og náttúruvísindanáms á háskólastigi. Þetta eru þær námsgreinar sem oft eru kallaðar STEM-greinar (science, technology, engineering & mathematics). Tilefnið var það að þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda síðustu ár um að efla nám í þessum greinum og fjölga nemendum, hefur þeim fækkað. Alþingi ályktaði til að mynda árið 2023 um að unnið skyldi að því að fjölga nemendum í þessum greinum. Heildarfjöldi innritaðra nemenda í íslenskum háskólum síðan þá hefur aukist um rúmlega tvö þúsund. En sú fjölgun hefur hins vegar ekki skilað sér í þær greinar sem sérstaklega hefur verið stefnt að því að efla. Af hverju að efla STEM-greinar? Það er ekki að ástæðulausu sem lögð hefur verið áhersla á að efla STEM-greinar í opinberri stefnumótun síðustu ára. Á Íslandi hefur hin hugvitsdrifna, fjórða stoð hagkerfisins verið að ryðja sér til rúms. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Marel, Kerecis, CCP, Controlant og fleiri. Hugvitsdrifin verðmætasköpun hefur þann frábæra eiginleika að hún er ekki bundin af takmörkuðum náttúruauðlindum í sama mæli og aðrar atvinnugreinar. Möguleikarnir eru nánast óendanlegir. Þessi fjórða stoð íslensks hagkerfis byggir á vísindum, tækni og verkfræði og er drifin áfram af STEM-menntuðu fólki. Framleiðni í slíkum störfum er mikil og vaxtarhorfur sterkar. Eitt meginmarkmið ríkisstjórnarinnar með því að leggja fram atvinnustefnu er að auka framleiðni – og til þess þarf að fjölga fólki með þá þekkingu sem slík verðmætasköpun byggir á. Ísland undir meðaltali OECD Samkvæmt nýjustu Education at a Glance 2025 skýrslu OECD ljúka einungis 18% bakkalársútskrifaðra á Íslandi námi í STEM-greinum. Meðaltal OECD-ríkja er 23%, en í Finnlandi og Þýskalandi er hlutfallið yfir 30%. Ísland er því nokkuð neðar en nágrannaríkin í hlutfalli STEM-menntaðra. Þetta hefur bein áhrif á getu okkar til að nýta nýja tækni, þróa lausnir við áskorunum samtímans og byggja upp þekkingarsamfélag. Ísland er land með mikla möguleika – en möguleikar glatast ef færnin og menntunin sem þarf til að skapa verðmætin er ekki til staðar. Af þessari ástæðu hefur OECD sérstaklega beint því til okkar Íslendinga í skýrslum sínum að leggja þurfi meiri áherslu á raungreinar sem og auka áhuga stúlkna og kvenna á námi á þessu sviði, þar sem enn ríkir mikill kynjahalli. Hvað getum við gert? Árið 2023 var áformum stjórnvalda um eflingu raungreina fylgt eftir með veitingu 250 milljóna króna beint til Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Þessir fjármunir hafa nýst vel, meðal annars til að bæta móttöku nýnema og draga úr brottfalli. Við þurfum að halda áfram þessum stuðningi – og útvíkka hann til annarra skóla þar sem kenndar eru STEM-greinar. Í sérstöku umræðunni á mánudag hvatti ég jafnframt ráðherra til að skoða það vel og af alvöru hvort tilefni sé til að beita heimild 27. greinar laga um Menntasjóð námsmanna, sem kveður á um ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina þar sem fyrirsjáanlegur er skortur á fólki með þá menntun. Það má vel færa rök fyrir því að STEM-greinar uppfylli þau skilyrði laganna. Góðu fréttirnar eru líka þær að við þurfum ekki að finna upp hjólið heldur getum litið til góðra fyrirmynda erlendis. Nágrannar okkar á Írlandi lögðu til dæmis árið 2017 fram heildstæða STEM-stefnu sem nær yfir öll skólastig, með mælanlegum markmiðum, stuðningi við kennara og virku samstarfi við atvinnulífið. Sú stefna hefur skilað árangri – bæði í fjölgun nemenda og í aukinni innritun stúlkna í raungreinar á háskólastigi. Það væri skynsamlegt að læra af þeirri reynslu. Til að STEM-menntun dafni á háskólastigi verður grunnurinn að vera traustur. Grunn- og framhaldsskólastigin eru fyrsti hlekkurinn í þeirri keðju sem leiðir nemendur inn í vísinda- og tæknigreinar. Ef áhugi og hæfni nemenda í þessum greinum fær ekki að vaxa þar, þá verður erfitt að byggja ofan á hann síðar. Steinaldarfólk nútímans Staðreyndin er sú að hægt er að snúa við hugsunaræfingunni um nútímamanneskjuna sem heimsækir forföður sinn til steinaldar. Ef við fengjum heimsókn frá fjarlægri framtíð og fengjum sama tilboð, myndum við líklega óska eftir meiri fisk, betra húsnæði og kannski öflugri og léttari tölvur og snjalltæki. Þær tækniframfarir sem mestu munu skipta afkomendur okkar, eru flestar handan ímyndunaraflsins okkar, ennþá. Lykillinn að verðmætasköpun og bættum lífskjörum liggur í hugviti og sköpun. Því er ekki eftir neinu að bíða með að efla STEM-greinar. Bæði til að virkja hugvitið og ekki hvað síst til að við eigum fólk sem getur unnið með að þróa nýsköpunarhugmyndir sem okkar snjallasta fólk kemur með að borði. Það er verkefni okkar á Alþingi að tryggja að stefna og fjármagn fylgi þeirri framtíðarsýn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun