Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. október 2025 15:40 Kerecis völlurinn verður skafaður og klár í slaginn á fyrsta degi vetrar. vestri Vestri tekur á móti KR á morgun, á fyrsta degi vetrar, í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta ári. Vestramenn þurftu að draga fram snjósköfurnar í morgun og vona að það snjói ekki í nótt, en völlurinn verður klár í slaginn sama hvað. „Staðan er bara fín, það snjóaði lítillega í nótt en það var búið að gera völlinn kláran áður en æfingar hófust í morgun. Það þurfti aðeins að skafa, en það var mjög lítið, svo skín sólin núna, þannig að það er bara allt upp á tíu hérna“ sagði Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri Vestra í samtali við Vísi. „Ég ætla að vona að það snjói ekki aftur í nótt, ég vona ekki, en völlurinn verður fínn á morgun“ bætti hann svo við. Kerecis-völlurinn er grænn og glæsilegur í sólinni, nýskafaður. Lítilsháttar snjókomu er spáð í flestum landshlutum í nótt og samkvæmt veðurspá verður um fimm stiga frost á Ísafirði. Kerecis-völlurinn á Ísafirði er ekki upphitaður og því þarf að skafa ef snjórinn fellur. „Ef það myndi snjóa aftur, þá þyrftum við bara að gera það sama og í dag, skafa. Það er aðallega bara að tíminn hlaupi ekki frá manni, en þetta er allt gert með tækjum“ sagði Samúel áhyggjulaus fyrir morgundaginn. Spáin fyrir leikinn sjálfan lítur líka betur út en hún gerði fyrir stuttu síðan og leikurinn ætti að fara fram við hita um frostmark, frekar en í -3 gráðum eins og fyrsta spár gerðu ráð fyrir. Lokaleikur tímabilsins í fyrra fór fram við krefjandi aðstæður og mikinn snjóþunga. sýn skjáskot Lokaleikur síðasta tímabils milli Vestra og Fylkis situr mörgum í minni, en sá leikur fór fram við mikinn snjóþunga. Á Íslandi er auðvitað allra veðra von og spár geta snögglega breyst, en það lítur út fyrir að leikurinn á morgun muni fara fram við mun betri aðstæður og litla eða enga snjókomu. Úrslitaleikur Vestra og KR verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland á morgun klukkan 14. Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Staðan er bara fín, það snjóaði lítillega í nótt en það var búið að gera völlinn kláran áður en æfingar hófust í morgun. Það þurfti aðeins að skafa, en það var mjög lítið, svo skín sólin núna, þannig að það er bara allt upp á tíu hérna“ sagði Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri Vestra í samtali við Vísi. „Ég ætla að vona að það snjói ekki aftur í nótt, ég vona ekki, en völlurinn verður fínn á morgun“ bætti hann svo við. Kerecis-völlurinn er grænn og glæsilegur í sólinni, nýskafaður. Lítilsháttar snjókomu er spáð í flestum landshlutum í nótt og samkvæmt veðurspá verður um fimm stiga frost á Ísafirði. Kerecis-völlurinn á Ísafirði er ekki upphitaður og því þarf að skafa ef snjórinn fellur. „Ef það myndi snjóa aftur, þá þyrftum við bara að gera það sama og í dag, skafa. Það er aðallega bara að tíminn hlaupi ekki frá manni, en þetta er allt gert með tækjum“ sagði Samúel áhyggjulaus fyrir morgundaginn. Spáin fyrir leikinn sjálfan lítur líka betur út en hún gerði fyrir stuttu síðan og leikurinn ætti að fara fram við hita um frostmark, frekar en í -3 gráðum eins og fyrsta spár gerðu ráð fyrir. Lokaleikur tímabilsins í fyrra fór fram við krefjandi aðstæður og mikinn snjóþunga. sýn skjáskot Lokaleikur síðasta tímabils milli Vestra og Fylkis situr mörgum í minni, en sá leikur fór fram við mikinn snjóþunga. Á Íslandi er auðvitað allra veðra von og spár geta snögglega breyst, en það lítur út fyrir að leikurinn á morgun muni fara fram við mun betri aðstæður og litla eða enga snjókomu. Úrslitaleikur Vestra og KR verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland á morgun klukkan 14.
Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira