Íslenski boltinn

Heimir kynntur til leiks í Ár­bænum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björn Viðar Árbjörnsson, formaður meistaraflokksráðs karla og Heimir Guðjónsson.
Björn Viðar Árbjörnsson, formaður meistaraflokksráðs karla og Heimir Guðjónsson. Fylkir

Heimir Guðjónsson er nýr þjálfari Fylkis sem leikur í Lengjudeild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Hann skrifar undir tveggja ára samning í Árbænum.

Hinn 56 ára gamli Heimir stýrði FH á nýafstaðinni leiktíð í Bestu deild karla. Kom hann liðinu í efri hlutann eftir að margt benti til þess að liðið yrði í fallhættu. Heimir er einn sigursælasti þjálfari þessarar aldar hér á landi. 

Hann vann fjölda titla með FH áður en hann gerði Val að Íslandsmeisturum árið 2020. Á milli þess sem hann þjálfaði FH og Val gerði hann HB að Færeyjarmeisturum. Þaðan lá leiðin aftur til Hafnafjarðar fyrir tímabilið 2023.

Heimir er nú mættur í Árbæinn og stefnir án efa á að koma Fylki aftur upp í deild þeirra Bestu. 

Arnar Grétarsson stýrði liðinu undir lok nýafstaðins tímabils eftir að Árni Freyr Guðnason var látinn fara. Fylkir endaði í 8. sæti Lengjudeildar með 23 stig, fjórum stigum frá falli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×