Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 08:32 Lutz Pfannenstiel er mikil týpa og mikill ævintýramaður. Getty/Bill Barrett Lutz Pfannenstiel átti litríkan feril sem knattspyrnuleikmaður en nú er hann tekinn við starfi íþróttastjóra hjá Íslendingaliði í Skotlandi. Pfannenstiel er nýr íþróttastjóri Aberdeen en með liðinu spilar íslenski miðjumaðurinn Kjartan Már Kjartansson sem kom þangað frá Stjörnunni í sumar. Breska ríkisútvarpið segir frá ráðningu Pfannenstiel og rifjar upp skrautlegar sögur af honum. Player who ‘died’ and once was jailed in Singapore joins club as sporting director https://t.co/25gJ8ikWVl pic.twitter.com/t0r50EHh5u— The Independent (@Independent) October 27, 2025 Þessi 52 ára gamli Þjóðverji eyddi 101 degi í fangelsi í Singapúr, var sakaður um hagræðingu úrslita og vann sem fyrirsæta hjá Armani svo eitthvað sé nefnt. 25 félög í 13 löndum Pfannenstiel var þekktur sem „markvörður heimsins“ eftir að hafa spilað með 25 félögum í þrettán löndum. Hann varð fyrsti atvinnumaðurinn til að spila fyrir félög í öllum sex álfunum eftir að hafa hafnað samningi við Bayern München nítján ára gamall til að ferðast um heiminn. Nú fer hann í þetta stóra starf hjá Aberdeen á sama tíma og heitt er undir knattspyrnustjóranum Jimmy Thelin eftir aðeins þrjá sigra í fimmtán leikjum á þessu tímabili. Formaðurinn Dave Cormack vonast til að nýta sér „víðtæka þjálfunar-, njósnara-, þróunar- og leiðtogaþekkingu Pfannenstiels sem hann hefur aflað sér í mismunandi hlutverkum og menningu“. Sönn fótboltasál Pfannenstiel, sem mun bera ábyrgð á öllum sviðum fótboltans og frammistöðu, hlakkar til að ganga til liðs við félag með „ríka hefð, sögulega sögu og sanna fótboltasál“, frá og með 10. nóvember. „Eftir að hafa eytt tíma í að kynnast félaginu undanfarin tvö ár erfi ég mjög sterka innviði og starfsfólk,“ sagði hann. Pfannenstiel mun hafa lagt fram litríka ferilskrá fyrir skoska úrvalsdeildarfélagið. Meðal félaga sem hann spilaði með sem leikmaður voru Nottingham Forest, Wimbledon, Huddersfield Town og Vancouver Whitecaps. Skortur á sönnunargögnum Þegar hann spilaði fyrir Geyland United í Singapúr árið 2001 var hann fangelsaður eftir að hafa verið sakaður um að hagræða úrslitum leikja en var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann var lánaður til Bradford Park Avenue og var þrisvar sinnum lýstur látinn á vellinum eftir að lungu hans féllu saman eftir árekstur í leik. Geymdi hana í baðkarinu Á meðan hann var á Nýja-Sjálandi rændi hann mörgæs og geymdi hana í baðkarinu sínu, en sendi hana svo til baka þegar forseti Otago United varaði hann við því að hann gæti átt yfir höfði sér brottvísun úr landi ef hann yrði gripinn. Já, Pfannenstiel hefur víðtæka reynslu af ótrúlegustu hlutum og nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Aberdeen upp úr þessari lægð. We are delighted to announce Lutz Pfannenstiel as our new Sporting Director.Everyone at Aberdeen FC looks forward to welcoming Lutz to the North-east when he officially starts with the Dons next month. // https://t.co/JcMF86WSO0 pic.twitter.com/GP7tD2fiCD— Aberdeen FC (@AberdeenFC) October 27, 2025 Skoski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Pfannenstiel er nýr íþróttastjóri Aberdeen en með liðinu spilar íslenski miðjumaðurinn Kjartan Már Kjartansson sem kom þangað frá Stjörnunni í sumar. Breska ríkisútvarpið segir frá ráðningu Pfannenstiel og rifjar upp skrautlegar sögur af honum. Player who ‘died’ and once was jailed in Singapore joins club as sporting director https://t.co/25gJ8ikWVl pic.twitter.com/t0r50EHh5u— The Independent (@Independent) October 27, 2025 Þessi 52 ára gamli Þjóðverji eyddi 101 degi í fangelsi í Singapúr, var sakaður um hagræðingu úrslita og vann sem fyrirsæta hjá Armani svo eitthvað sé nefnt. 25 félög í 13 löndum Pfannenstiel var þekktur sem „markvörður heimsins“ eftir að hafa spilað með 25 félögum í þrettán löndum. Hann varð fyrsti atvinnumaðurinn til að spila fyrir félög í öllum sex álfunum eftir að hafa hafnað samningi við Bayern München nítján ára gamall til að ferðast um heiminn. Nú fer hann í þetta stóra starf hjá Aberdeen á sama tíma og heitt er undir knattspyrnustjóranum Jimmy Thelin eftir aðeins þrjá sigra í fimmtán leikjum á þessu tímabili. Formaðurinn Dave Cormack vonast til að nýta sér „víðtæka þjálfunar-, njósnara-, þróunar- og leiðtogaþekkingu Pfannenstiels sem hann hefur aflað sér í mismunandi hlutverkum og menningu“. Sönn fótboltasál Pfannenstiel, sem mun bera ábyrgð á öllum sviðum fótboltans og frammistöðu, hlakkar til að ganga til liðs við félag með „ríka hefð, sögulega sögu og sanna fótboltasál“, frá og með 10. nóvember. „Eftir að hafa eytt tíma í að kynnast félaginu undanfarin tvö ár erfi ég mjög sterka innviði og starfsfólk,“ sagði hann. Pfannenstiel mun hafa lagt fram litríka ferilskrá fyrir skoska úrvalsdeildarfélagið. Meðal félaga sem hann spilaði með sem leikmaður voru Nottingham Forest, Wimbledon, Huddersfield Town og Vancouver Whitecaps. Skortur á sönnunargögnum Þegar hann spilaði fyrir Geyland United í Singapúr árið 2001 var hann fangelsaður eftir að hafa verið sakaður um að hagræða úrslitum leikja en var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann var lánaður til Bradford Park Avenue og var þrisvar sinnum lýstur látinn á vellinum eftir að lungu hans féllu saman eftir árekstur í leik. Geymdi hana í baðkarinu Á meðan hann var á Nýja-Sjálandi rændi hann mörgæs og geymdi hana í baðkarinu sínu, en sendi hana svo til baka þegar forseti Otago United varaði hann við því að hann gæti átt yfir höfði sér brottvísun úr landi ef hann yrði gripinn. Já, Pfannenstiel hefur víðtæka reynslu af ótrúlegustu hlutum og nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Aberdeen upp úr þessari lægð. We are delighted to announce Lutz Pfannenstiel as our new Sporting Director.Everyone at Aberdeen FC looks forward to welcoming Lutz to the North-east when he officially starts with the Dons next month. // https://t.co/JcMF86WSO0 pic.twitter.com/GP7tD2fiCD— Aberdeen FC (@AberdeenFC) October 27, 2025
Skoski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira