Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar 28. október 2025 12:30 Það er mánudagsmorgun. Hafnfirskur fjölskyldufaðir situr fastur í umferðinni á leið heim af næturvakt. Hann starir á bremsuljósin fyrir framan sig og hugsar með sér að umferðarþunginn aukist frá ári til árs. Umferðin var slæm fyrir tuttugu árum, en nú er hún orðin fastur liður í lífinu. Eins og bensínverð, loftlagsskattar og reglugerðir frá Brussel sem enginn skilur, eða veit af hverju við þurfum að innleiða. Í útvarpinu byrja morgunfréttirnar. Fyrsta frétt: Vaxtalækkunarferlinu er lokið. Önnur: Sérfræðingur segir fyrstu kaupendur þurfi 1,8 milljónir í tekjur til að eignast fyrstu íbúð. Þriðja: Seðlabankastjóri kveður verðbólguna þráláta.Fjórða: Utanríkisráðherra fer yfir verkefni vikunnar. 150 milljónir voru settar í launakostnað hinsegin samtaka í New York og 60 milljónir í að rampa upp Úkraínu. Fimmta: Kostnaður vegna hælisleitenda á Íslandi nálgast 100 milljarða á ári. Umferðin léttist þegar hann nálgast Hafnarfjörð og hann hugsar með létti að nú sé hið versta afstaðið. En svo, stopp. Hann hafði gleymt því að Betri Samgöngur ohf. eru að tengja Hafnarfjörð við Garðabæ með göngu- og hjólastígum sem enginn sem hann þekkir hefur óskað eftir. Hann situr þögull í bílnum og horfir á einn mann standa og horfa á veginn. Ekki vinna. Bara horfa.Í útvarpinu heldur sérfræðingurinn áfram að útskýra hvernig fólk með milljón í mánaðarlaun sé í raun í fátækt í þessu efnahagsumhverfi, og má það að miklu leyti rekja til óstjórnar í efnahagsmálum ríkisstjórnarinnar. Hann hugsar með sér að maðurinn mætti kannski flýta sér aðeins að leggja þessa hjólastíga, svo hann komist nú einhverntímann heim. Þessi vinna hefur verið í gangi í fimmtíu daga, og ekkert bendir til að neitt sé að klárast. Hann ekur framhjá ruslatunnum í götunni sinni. Græna tunnan átti að vera tæmd í gær. Hún er enn full. Honum finnst það óþolandi. Ekki endilega að ruslið safnist upp, heldur að hann þurfi að flokka það í þrjár tunnur og hann er bara með skýli fyrir tvær. Enginn í fjölskyldunni er viss hvort mjólkurfernur eigi að fara í græna, gráa eða bláa tunnu. Hann skilur bara að ruslið fer ekki. Og hann þolir það ekki þegar stjórnvöld, sveitarfélög eða einhver evrópsk nefnd, fara að skipta sér af hlutum sem hann áður réð bara sjálfur. Rusli, drykkjartöppum, akstri, bílastæðum. Allt orðin einhver stefna eða skýrsla starfshóps. Þegar hann loks kemur heim bíður þrítug dóttir hans í innkeyrslunni. „Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun.“ Hann hummar. Það er ekki einu sinni reiði eftir, bara þreyta. Hann labbar inn, opnar ísskápinn, nær sér í gos. Tappinn, áfastur samkvæmt nýlega innleiddri ESB-reglugerð, skýst til baka í andlitið á honum og kókið hellist niður á sokkana. Dinglað er á dyrabjölluna.Hann nennir þessu ekki. En samt. Hann opnar. Fyrir utan stendur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, með brosandi félögum úr Samfylkingunni. Hún heldur á dreifibréfi með slagorðinu „Við hlustum“ og spyr: „Hvernig léttum við daglega lífið þitt?“ Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Það er mánudagsmorgun. Hafnfirskur fjölskyldufaðir situr fastur í umferðinni á leið heim af næturvakt. Hann starir á bremsuljósin fyrir framan sig og hugsar með sér að umferðarþunginn aukist frá ári til árs. Umferðin var slæm fyrir tuttugu árum, en nú er hún orðin fastur liður í lífinu. Eins og bensínverð, loftlagsskattar og reglugerðir frá Brussel sem enginn skilur, eða veit af hverju við þurfum að innleiða. Í útvarpinu byrja morgunfréttirnar. Fyrsta frétt: Vaxtalækkunarferlinu er lokið. Önnur: Sérfræðingur segir fyrstu kaupendur þurfi 1,8 milljónir í tekjur til að eignast fyrstu íbúð. Þriðja: Seðlabankastjóri kveður verðbólguna þráláta.Fjórða: Utanríkisráðherra fer yfir verkefni vikunnar. 150 milljónir voru settar í launakostnað hinsegin samtaka í New York og 60 milljónir í að rampa upp Úkraínu. Fimmta: Kostnaður vegna hælisleitenda á Íslandi nálgast 100 milljarða á ári. Umferðin léttist þegar hann nálgast Hafnarfjörð og hann hugsar með létti að nú sé hið versta afstaðið. En svo, stopp. Hann hafði gleymt því að Betri Samgöngur ohf. eru að tengja Hafnarfjörð við Garðabæ með göngu- og hjólastígum sem enginn sem hann þekkir hefur óskað eftir. Hann situr þögull í bílnum og horfir á einn mann standa og horfa á veginn. Ekki vinna. Bara horfa.Í útvarpinu heldur sérfræðingurinn áfram að útskýra hvernig fólk með milljón í mánaðarlaun sé í raun í fátækt í þessu efnahagsumhverfi, og má það að miklu leyti rekja til óstjórnar í efnahagsmálum ríkisstjórnarinnar. Hann hugsar með sér að maðurinn mætti kannski flýta sér aðeins að leggja þessa hjólastíga, svo hann komist nú einhverntímann heim. Þessi vinna hefur verið í gangi í fimmtíu daga, og ekkert bendir til að neitt sé að klárast. Hann ekur framhjá ruslatunnum í götunni sinni. Græna tunnan átti að vera tæmd í gær. Hún er enn full. Honum finnst það óþolandi. Ekki endilega að ruslið safnist upp, heldur að hann þurfi að flokka það í þrjár tunnur og hann er bara með skýli fyrir tvær. Enginn í fjölskyldunni er viss hvort mjólkurfernur eigi að fara í græna, gráa eða bláa tunnu. Hann skilur bara að ruslið fer ekki. Og hann þolir það ekki þegar stjórnvöld, sveitarfélög eða einhver evrópsk nefnd, fara að skipta sér af hlutum sem hann áður réð bara sjálfur. Rusli, drykkjartöppum, akstri, bílastæðum. Allt orðin einhver stefna eða skýrsla starfshóps. Þegar hann loks kemur heim bíður þrítug dóttir hans í innkeyrslunni. „Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun.“ Hann hummar. Það er ekki einu sinni reiði eftir, bara þreyta. Hann labbar inn, opnar ísskápinn, nær sér í gos. Tappinn, áfastur samkvæmt nýlega innleiddri ESB-reglugerð, skýst til baka í andlitið á honum og kókið hellist niður á sokkana. Dinglað er á dyrabjölluna.Hann nennir þessu ekki. En samt. Hann opnar. Fyrir utan stendur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, með brosandi félögum úr Samfylkingunni. Hún heldur á dreifibréfi með slagorðinu „Við hlustum“ og spyr: „Hvernig léttum við daglega lífið þitt?“ Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun