Enski boltinn

Há­kon Rafn hélt hreinu þegar Brent­ford flaug á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Rafn spilaði sinn fjórða leik á tímabilinu í kvöld.
Hákon Rafn spilaði sinn fjórða leik á tímabilinu í kvöld. Mike Egerton/Getty Images

Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Brentford þegar úrvalsdeildarliðið lagði Jason Daða Svanþórsson og félaga í Grimsby Town 5-0 í enska deildarbikarnum.

Grimsby komst í heimsfréttirnar þegar það sló Manchester United út i sömu keppni fyrr á leiktíðinni en D-deildarliðið átti aldrei séns í kvöld. Staðan var orðin 3-0 gestunum í vil í hálfleik þökk sé mörkum Mathias Jensen, Keane Lewis-Potter og Reiss Nelson.

Fabio Carvalho bætti fjórða markinu við af vítapunktinum snemma í síðari hálfleik en skömmu síðar kom Jason Daði inn af bekknum í liði Grimsby. Það var hins vegar Nathan Collins sem skoraði síðasta mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði leiks.

Lokatölur á Blundell Park í Grimsby 0-5 og Brentford örugglega áfram í 5. umferð deildarbikarsins.

Í öðrum leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum vann Cardiff City 2-1 útisigur á Wrexham. Bæði lið koma frá Wales en leika innan enska knattspyrnusambandsins.

Úrvalsdeildarlið Fulham lenti þá í kröppum dansi gegn C-deildarliði Wycombe Wanderers. Staðan að loknum venjulegum leiktíma 1-1 og þar sem ekki er framlengt var gripið til vítaspyrnukeppni. Þar fór Fulham með sigur af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×