Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2025 09:31 Arne Slot ræðir við Mohamed Salah en augun verða á sambandi þeirra á næstunni enda Egyptinn langt frá sínu besta. Getty/Richard Martin-Roberts Liverpool vann Englandsmeistaratitilinn með sannfærandi hætti á síðustu leiktíð en eftir níu umferðir á þessu tímabili er liðið ekki meðal sex efstu liða. Fjögur deildartöp í röð og aðeins einn sigur í síðustu sex leikjum í öllum keppnum hafa kallað fram krísuástand á Anfield. Nýir leikmenn voru keyptir fyrir milljarða í sumar en þeir hafa flestir, ef ekki allir, valdið vonbrigðum. Knattspyrnustjórinn Arne Slot virðist úrræðalaus og mætir kvartandi og kveinandi í viðtöl eftir hvern tapleikinn á fætur öðrum. Kraftaverkamaðurinn frá Hollandi virðist búinn að týna töfrunum eftir að hafa gert liðið að meisturum á fyrsta tímabili. Það lítur líka út fyrir að móthetjar Liverpool séu búnir að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool. Eitt af því sem Slot hefur kvartað yfir er taktík mótherjanna. Þau leggja mikið upp úr því að stoppa flæðið í sóknarleiknum og loka svæðum sem Liverpool vill herja á. Í ofanálag þá beita þau mikið löngum sendingum sem herja á vandræðalega og ótrygga varnarlínu Liverpool sem er óvenju oft illa tengd og illa staðsett. Það eru einmitt þessar löngu sendingar sem virðast vera að koma Liverpool-mönnum úr jafnvægi. Það er líka óhætt að segja að móthetjarnir herji líka mikið á þessa taktík. Opta hefur tekið saman tölfræði yfir langar sendingar gegn ákveðnum liðum og þar sker Liverpool sig úr. Skilgreiningin er á löngum sendingum sem fara yfir 32 metra og eru ekki innköst, köst markverða eða fyrirgjafir. Mótherjar Liverpool hafa reynt alls 571 slíkar langar sendingar í níu fyrstu leikjunum. Andstæðingar hafa sent yfir 63 langar sendingar að meðaltali í leik. Það eru 46 langar sendingar niður í næsta lið á listanum sem er Bournemouth (525) og ekkert annað lið er yfir fimm hundruð. Miðað við það að Liverpool er mun meira með boltann en mótherjarnir (63%) þá er þetta mjög sláandi algengur endir á sóknum andstæðinganna. Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira
Fjögur deildartöp í röð og aðeins einn sigur í síðustu sex leikjum í öllum keppnum hafa kallað fram krísuástand á Anfield. Nýir leikmenn voru keyptir fyrir milljarða í sumar en þeir hafa flestir, ef ekki allir, valdið vonbrigðum. Knattspyrnustjórinn Arne Slot virðist úrræðalaus og mætir kvartandi og kveinandi í viðtöl eftir hvern tapleikinn á fætur öðrum. Kraftaverkamaðurinn frá Hollandi virðist búinn að týna töfrunum eftir að hafa gert liðið að meisturum á fyrsta tímabili. Það lítur líka út fyrir að móthetjar Liverpool séu búnir að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool. Eitt af því sem Slot hefur kvartað yfir er taktík mótherjanna. Þau leggja mikið upp úr því að stoppa flæðið í sóknarleiknum og loka svæðum sem Liverpool vill herja á. Í ofanálag þá beita þau mikið löngum sendingum sem herja á vandræðalega og ótrygga varnarlínu Liverpool sem er óvenju oft illa tengd og illa staðsett. Það eru einmitt þessar löngu sendingar sem virðast vera að koma Liverpool-mönnum úr jafnvægi. Það er líka óhætt að segja að móthetjarnir herji líka mikið á þessa taktík. Opta hefur tekið saman tölfræði yfir langar sendingar gegn ákveðnum liðum og þar sker Liverpool sig úr. Skilgreiningin er á löngum sendingum sem fara yfir 32 metra og eru ekki innköst, köst markverða eða fyrirgjafir. Mótherjar Liverpool hafa reynt alls 571 slíkar langar sendingar í níu fyrstu leikjunum. Andstæðingar hafa sent yfir 63 langar sendingar að meðaltali í leik. Það eru 46 langar sendingar niður í næsta lið á listanum sem er Bournemouth (525) og ekkert annað lið er yfir fimm hundruð. Miðað við það að Liverpool er mun meira með boltann en mótherjarnir (63%) þá er þetta mjög sláandi algengur endir á sóknum andstæðinganna.
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira