Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Kári Mímisson skrifar 30. október 2025 20:45 Ísland átti aldrei möguleika í dag. EPA/CHRISTOPHER NEUNDORF Ísland og Þýskaland mættust í vináttulandsleik í Nürnberg nú í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur á sunnudaginn en leikirnir eru liðir í undirbúning liðanna fyrir EM sem fram fer í janúar. Það verður seint sagt að frammistaða íslenska liðsins í kvöld hafi verið upp á tíu en liðið sá aldrei til sólar og tapaði með ellefu mörkum. Lokatölur í Nürnberg 42-31 fyrir Þjóðverja. Það sást strax á upphafsmínútum í hvað stefndi en íslenska liðinu gekk afar illa að fóta sig sóknarlega gegn sterkri vörn Þjóðverja sem hafði þar að auki eitt stykki Andreas Wolff fyrir aftan sig. Þjóðverjar komust í 6-1 og náðu að halda forystu sinn í fimm til sex mörkum framan af fyrri hálfleik. Um miðjan hálfleikinn kom stórstjarna Þjóðverja inn á, Juri Knorr og við það jókst forysta Þjóðverja og í raun átti íslenska vörnin engin svör við þýsku sókninni með Knorr í hlutverki leikstjórnanda. Staðan í hálfleik var 20-14 fyrir Þjóðverja og þar af var Knorr með sjö mörk úr sjö skotum og það eftir að hafa aðeins leiki rúman helming hálfleiksins. Frammistaða íslenska liðsins í seinni hálfleiknum ef eitthvað er verri en í þeim fyrri eins ótrúlegt og það hljómar. Liðið hélt áfram að fara illa með dauðafærin og þá var markvarslan nákvæmlega engin en íslensku markverðirnir vörðu eitt sko í seinni hálfleik og það kom þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Samtals vörðu þeir Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson fjögur skot. Þá var vítanýtingin hjá liðinu alls ekki góð en fimm víti af níu fóru forgörðum í kvöld. Það verður að teljast fáheyrt að lið klúðri fleiri vítum heldur en boltar klukkaðir. Lokatölur urðu 42-31 fyrir Þjóðverja sem skemmtu áhorfendum sínum heldur betur sem fjölmenntu í stúkuna. Næsti leikur liðanna er á sunnudag og ég ætla rétt að vona að okkar menn mæti hungraði til að kvitta fyrir þennan leik. Atvik leiksins. Það verður að vera þegar Johannes Golla vann boltann og brunaði í hraðaupphlaup eins og vaninn er. Í stað þess að fara alla leið sjálfur þá freistaði Golla þess að finna samherja en gekk ekki betur en að hann reyndi glæsilega sendingu beint á dómara leiksins. Þetta var vissulega mjög spaugilegt atvik en lýsir í raun líka hversu tíðindalítill leikurinn var. Stjörnur og skúrkar Juri Knorr var algjör yfirburðamaður í kvöld. Þetta er allt saman svo mjúkt hjá honum og virðist afar auðvelt. Wolff var svo hrikalega flottur í markinu og varði fjögur af þessum fimm vítum sem fóru forgörðum hjá okkur mönnum. Dómari leiksins Þeir Adam Biro og Oliver Kiss voru með þennan leik í teskeið enda mjög flókið verkefni í dag. Oliver Kiss spilaði hér á landi fyrir mörgum árum þegar hann varði mark Aftureldingar um tíma svo virkilega gaman að sjá hann munda flautuna. Stemning og umgjörð Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Flottustu handboltaleikirnir eru alltaf í þýskalandi. Stórkostleg umgjörð hjá hjá Þjóðverjum í dag sem skemmtu sér konunglega við að sjá Alfreð Gíslason og hans menn kjöldraga íslenska liðið í kvöld. Handbolti Landslið karla í handbolta
Ísland og Þýskaland mættust í vináttulandsleik í Nürnberg nú í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur á sunnudaginn en leikirnir eru liðir í undirbúning liðanna fyrir EM sem fram fer í janúar. Það verður seint sagt að frammistaða íslenska liðsins í kvöld hafi verið upp á tíu en liðið sá aldrei til sólar og tapaði með ellefu mörkum. Lokatölur í Nürnberg 42-31 fyrir Þjóðverja. Það sást strax á upphafsmínútum í hvað stefndi en íslenska liðinu gekk afar illa að fóta sig sóknarlega gegn sterkri vörn Þjóðverja sem hafði þar að auki eitt stykki Andreas Wolff fyrir aftan sig. Þjóðverjar komust í 6-1 og náðu að halda forystu sinn í fimm til sex mörkum framan af fyrri hálfleik. Um miðjan hálfleikinn kom stórstjarna Þjóðverja inn á, Juri Knorr og við það jókst forysta Þjóðverja og í raun átti íslenska vörnin engin svör við þýsku sókninni með Knorr í hlutverki leikstjórnanda. Staðan í hálfleik var 20-14 fyrir Þjóðverja og þar af var Knorr með sjö mörk úr sjö skotum og það eftir að hafa aðeins leiki rúman helming hálfleiksins. Frammistaða íslenska liðsins í seinni hálfleiknum ef eitthvað er verri en í þeim fyrri eins ótrúlegt og það hljómar. Liðið hélt áfram að fara illa með dauðafærin og þá var markvarslan nákvæmlega engin en íslensku markverðirnir vörðu eitt sko í seinni hálfleik og það kom þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Samtals vörðu þeir Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson fjögur skot. Þá var vítanýtingin hjá liðinu alls ekki góð en fimm víti af níu fóru forgörðum í kvöld. Það verður að teljast fáheyrt að lið klúðri fleiri vítum heldur en boltar klukkaðir. Lokatölur urðu 42-31 fyrir Þjóðverja sem skemmtu áhorfendum sínum heldur betur sem fjölmenntu í stúkuna. Næsti leikur liðanna er á sunnudag og ég ætla rétt að vona að okkar menn mæti hungraði til að kvitta fyrir þennan leik. Atvik leiksins. Það verður að vera þegar Johannes Golla vann boltann og brunaði í hraðaupphlaup eins og vaninn er. Í stað þess að fara alla leið sjálfur þá freistaði Golla þess að finna samherja en gekk ekki betur en að hann reyndi glæsilega sendingu beint á dómara leiksins. Þetta var vissulega mjög spaugilegt atvik en lýsir í raun líka hversu tíðindalítill leikurinn var. Stjörnur og skúrkar Juri Knorr var algjör yfirburðamaður í kvöld. Þetta er allt saman svo mjúkt hjá honum og virðist afar auðvelt. Wolff var svo hrikalega flottur í markinu og varði fjögur af þessum fimm vítum sem fóru forgörðum hjá okkur mönnum. Dómari leiksins Þeir Adam Biro og Oliver Kiss voru með þennan leik í teskeið enda mjög flókið verkefni í dag. Oliver Kiss spilaði hér á landi fyrir mörgum árum þegar hann varði mark Aftureldingar um tíma svo virkilega gaman að sjá hann munda flautuna. Stemning og umgjörð Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Flottustu handboltaleikirnir eru alltaf í þýskalandi. Stórkostleg umgjörð hjá hjá Þjóðverjum í dag sem skemmtu sér konunglega við að sjá Alfreð Gíslason og hans menn kjöldraga íslenska liðið í kvöld.