Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 06:31 Völlurinn var tilkomumikill en um leið mjög ógnvekjandi. X Gervigreindin er orðin það öflug og algeng að fólk þarf að efast um það sem það sér á netinu þótt það líti trúanlega út. Gott dæmi um það er meintur nýr knattspyrnuleikvangur sem átt að byggja fyrir HM í fótbolta 2034. Mikið hefur verið rætt um myndband á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýnir fótboltaleikvang á toppi skýjakljúfs, ásamt þeirri fullyrðingu að hann verði byggður sem einn af keppnisstöðum fyrir HM í fótbolta árið 2034 í Sádi-Arabíu. Myndbandið sem fór á flug á netinu átti að sýna áætlanir um milljarða dollara leikvang fyrir 46.000 áhorfendur í hinni framúrstefnulegu nýju borg NEOM. Leikvangurinn átti að vera staðsettur hátt uppi á sérsmíðuðum skýjakljúfi, í 350 metra hæð yfir jörðu. Despite widespread coverage in the news and across social media, The B1M understands that Saudi Arabia’s “Sky Stadium” (left) is in fact an AI-generated fake proposal. The actual “NEOM Stadium” (right) has been officially announced and is proposed to be constructed on top of… pic.twitter.com/DviJ8lfpE6— The B1M (@TheB1M) October 29, 2025 Það er enn óljóst hver bjó til og deildi myndbandinu upphaflega, sem hefur vakið mikla spennu á netinu en einnig nokkrar spurningar: Verður byggingin örugg og burðarþolið traust? Hversu löng verður biðröðin í lyfturnar eftir leik? Var hún viljandi hönnuð til að líkjast svo mikið Auga Saurons? Þetta tölvugerða myndband hefur kannski sannfært suma um að þetta sé framtíðarsýn en sannleikurinn er aftur á móti sá að þetta er hreinn vísindaskáldskapur. Raunveruleikinn er þó samt sem áður magnaður. Raunverulegi leikvangurinn sem fyrirhugað er að byggja á NEOM hefur verið opinberlega skráður sem einn af fimmtán gestgjafaleikvöngum sem verða annaðhvort endurnýjaðir eða byggðir frá grunni fyrir HM 2034. Sádarnir ætla líka að byggja hann í 350 metra hæð yfir jörðu. Það er vegna þess að þeir ætla að hann verði hluti af The Line, fyrirhugaðri snjallri, grænni borg í Neom sem mun á endanum teygja sig í beinni línu yfir 160 kílómetra þvert yfir norðvesturhluta Tabuk-héraðs í Sádi-Arabíu fyrir árið 2045. Þótt leikvangurinn sé tæknilega séð í yfir 300 metra hæð mun hann vera á fjórða og fimmta stigi hinnar þéttu, fimm hæða risabyggingar The Line, og yrði því ekki jafn hættulega berskjaldaður og stakur skýjakljúfur. Can you imagine watching a soccer match 1,000 feet in the air? 😳⚽️ Set more than 350 metres above ground and integrated into the roof of the futuristic city THE LINE in NEOM, the new NEOM Stadium will seat around 46,000 fans and run entirely on renewable energy. Construction… pic.twitter.com/7IcinmKbhm— TSN (@TSN_Sports) October 28, 2025 HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um myndband á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýnir fótboltaleikvang á toppi skýjakljúfs, ásamt þeirri fullyrðingu að hann verði byggður sem einn af keppnisstöðum fyrir HM í fótbolta árið 2034 í Sádi-Arabíu. Myndbandið sem fór á flug á netinu átti að sýna áætlanir um milljarða dollara leikvang fyrir 46.000 áhorfendur í hinni framúrstefnulegu nýju borg NEOM. Leikvangurinn átti að vera staðsettur hátt uppi á sérsmíðuðum skýjakljúfi, í 350 metra hæð yfir jörðu. Despite widespread coverage in the news and across social media, The B1M understands that Saudi Arabia’s “Sky Stadium” (left) is in fact an AI-generated fake proposal. The actual “NEOM Stadium” (right) has been officially announced and is proposed to be constructed on top of… pic.twitter.com/DviJ8lfpE6— The B1M (@TheB1M) October 29, 2025 Það er enn óljóst hver bjó til og deildi myndbandinu upphaflega, sem hefur vakið mikla spennu á netinu en einnig nokkrar spurningar: Verður byggingin örugg og burðarþolið traust? Hversu löng verður biðröðin í lyfturnar eftir leik? Var hún viljandi hönnuð til að líkjast svo mikið Auga Saurons? Þetta tölvugerða myndband hefur kannski sannfært suma um að þetta sé framtíðarsýn en sannleikurinn er aftur á móti sá að þetta er hreinn vísindaskáldskapur. Raunveruleikinn er þó samt sem áður magnaður. Raunverulegi leikvangurinn sem fyrirhugað er að byggja á NEOM hefur verið opinberlega skráður sem einn af fimmtán gestgjafaleikvöngum sem verða annaðhvort endurnýjaðir eða byggðir frá grunni fyrir HM 2034. Sádarnir ætla líka að byggja hann í 350 metra hæð yfir jörðu. Það er vegna þess að þeir ætla að hann verði hluti af The Line, fyrirhugaðri snjallri, grænni borg í Neom sem mun á endanum teygja sig í beinni línu yfir 160 kílómetra þvert yfir norðvesturhluta Tabuk-héraðs í Sádi-Arabíu fyrir árið 2045. Þótt leikvangurinn sé tæknilega séð í yfir 300 metra hæð mun hann vera á fjórða og fimmta stigi hinnar þéttu, fimm hæða risabyggingar The Line, og yrði því ekki jafn hættulega berskjaldaður og stakur skýjakljúfur. Can you imagine watching a soccer match 1,000 feet in the air? 😳⚽️ Set more than 350 metres above ground and integrated into the roof of the futuristic city THE LINE in NEOM, the new NEOM Stadium will seat around 46,000 fans and run entirely on renewable energy. Construction… pic.twitter.com/7IcinmKbhm— TSN (@TSN_Sports) October 28, 2025
HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira