Íslenski boltinn

Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Viggósson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, býður hér þá Pablo Punyed og Óskar Örn Hauksson velkomna í félagið.
Brynjar Viggósson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, býður hér þá Pablo Punyed og Óskar Örn Hauksson velkomna í félagið. Haukar Fótbolti

Haukarnir ætla sér stóra hluti í fótboltanum næsta sumar og þeir kynntu tvær goðsagnir til leiks í nýja fótboltahúsinu sínu í dag.

Þetta eru þeir Pablo Punyed og Óskar Örn Hauksson sem báðir hafa unnið fjölmarga titla á sínum ferli og voru liðsfélagar hjá bæði KR og Víkingi.

Pablo verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá liðinu en Óskar verður í hlutverki aðstoðarþjálfara og styrktarþjálfara.

Haukar enduðu í sjöunda sæti í C-deildinni í sumar en ætla greinilega að snúa vörn í sókn á komandi leiktíð. Guðjón Pétur Lýðsson er nýr þjálfari liðsins síðan í haust.

Pablo er 35 ára gamall miðjumaður sem kvaddi Víkinga á dögunum. Hann hefur stóra titla með ÍBV, Stjörnunni, KR og Víkingum þar sem hann varð þrisvar Íslandsmeistari. Hann hefur alls unnið fimm Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla á Íslandi.

Óskar Örn er 41 árs og endaði feril sinn í fyrrasumar sem spilandi styrktarþjálfari hjá Víkingi. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar með 382 leiki. Óskar hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×