Íslenski boltinn

Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daniel Badu er nýr þjálfari Vestra.
Daniel Badu er nýr þjálfari Vestra. vestri

Daniel Badu hefur verið ráðinn þjálfari bikarmeistara Vestra í fótbolta. Hann mun stýra liðinu í Lengju- og Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili.

Daniel er öllum hnútum kunnugur hjá Vestra en hann lék með liðinu og var síðan aðstoðarþjálfari þess tímabilin 2023 og 2024 þegar Davíð Smári Lamude var aðalþjálfari.

Hinn 38 ára Daniel stýrði Herði í 5. deild karla á síðasta tímabili.

Vestri varð bikarmeistari í sumar en féll úr Bestu deildinni eftir tveggja ára veru þar. 

Davíð Smári var látinn fara sem þjálfari Vestra í lok september og Jón Þór Hauksson stýrði liðinu í síðustu þremur leikjum þess í Bestu deildinni.

Auk þess að ráða Daniel hafa heimamennirnir Elmar Atli Garðarsson og Pétur Bjarnason framlengt samninga sína við Vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×