Veður

Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hvassast verður við suðausturströndina í dag. 
Hvassast verður við suðausturströndina í dag.  Vísir/Vilhelm

Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu í dag með ákveðinni austan- og norðaustanátt og hvössum vindstrengjum með suðausturströndinni. Dálítil rigning eða slydda, en þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hæðin haldi velli yfir Grænlandi næstu daga en fari austur á bóginn. Vindur snúist þá til norðanáttar, með lítilsháttar éljum fyrir norðan og austan og kólnar í veðri. Hiti 0 til 8 stig. 

Veðrhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Norðan- og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él norðan- og austanlands, en víða bjart suðvestantil. Kólnar, frost um mest allt land undir kvöld.

Á miðvikudag:

Norðlæg átt 5-10, en heldur hvassara austast. Skýjað og stöku él, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 2 til 8 stig.

Á fimmtudag:

Hægur vindur og yfirleitt þurrt, en dálítil él norðan- og norðvestantil seinnipartinn. Kalt í veðri.

Á föstudag og laugardag:

Suðvestlæg eða breytileg átt. Yfirleitt bjart og áfram kalt austanlands. Skýjað að mestu, en úrkomulítið vestantil, hiti um eða yfir frostmarki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×