Fótbolti

Glódís hetjan í ó­trú­legum sigri á Arsenal

Aron Guðmundsson skrifar
Glódís Perla í leik kvöldsins
Glódís Perla í leik kvöldsins Vísir/Getty

Glódís Perla Viggósdóttir reyndist hetja Bayern Munchen er hún skoraði sigurmarkið í ótrúlegum leik gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 

Þetta virtist ætla að verða langt og leiðinlegt kvöld fyrir Bayern Munchen því eftir innan við tuttugu og fimm mínútur í fyrri hálfleik var liðið lent tveimur mörkum undir gegn sigurliði Meistaradeildarinnar frá því á síðasta tímabili. 

Bayern Munchen náði hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt að snúa leiknum sér í vil í seinni hálfleik. 

Alara Sehitler byrjaði á því að minnka muninn fyrir þær þýsku á 67.mínútu áður en að Pernille Harder jafnaði metin fyrir Bayern Munchen á 80.mínútu. 

Þegar komið var fram á 86.mínútu var það svo Glódís Perla, fyrirliðinn sjálfur sem tryggði Bayern Munchen sigur eftir að hafa komið boltanum í netið í kjölfar fyrirgjafar Klöru Buhl.

3-2 sigur Bayern Munchen staðreynd. Liðið er nú með sex stig stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni og í 7.sæti. Arsenal er í 10.sæti með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×