Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 08:32 Í landi langvarandi skammdegis yfir vetrarmánuðina skiptir miklu máli að þétting byggðar skerði ekki birtu og lífsgæði íbúanna. Á tiltölulega skömmum tíma hefur mikil þétting átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík. Margt af því sem gert hefur verið bætir borgina og nýtir vel það rými og innviði sem fyrir eru. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur þétting byggðar sum staðar gengið of langt. Skuggavarp hefur orðið of mikið með neikvæðum afleiðingum á lífsgæði íbúa. Hljóðvist hefur einnig verið ábótavant í sumum tilvikum. Það er mikilvægt að læra af reynslunni og byggja á því sem vel hefur tekist. Ný borgarhönnunarstefna Ný borgarhönnunarstefna Reykjavíkurborgar sem samþykkt var hinn 12. nóvember markar tímamót í þessu ferli. Stefnan er faglega unnin og setur skýrari ramma um sjálfbæra uppbyggingu, gæði byggðar og borgarrými sem endurspegla fjölbreytileika borgarinnar allt frá Skerjafirði upp á Kjalarnes. Lykilatriðið er að skipulag og hönnun borgarinnar verði á forsendum íbúanna. Þótt aldrei sé hægt að gera öllum til geðs er mikilvægt að markmið Reykjavíkurborgar sé að gera enn betur. Stuðla þannig að því að sem flestir borgarbúar geti verið sáttir og stoltir af sínu hverfi og borginni í heild. Mörg þúsund nýjar íbúðir! Eftir að Flokkur fólksins tók þátt í myndun nýs meirihluta í Reykjavík hefur hann ásamt samstarfsflokkum ákveðið að brjóta land undir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þessar áætlanir kallast vel á við aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Strax á næsta ári gætu framkvæmdir hafist við uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða í Úlfarsárdal. Þessi uppbygging færi fram samkvæmt nýrri aðferðarfræði á vegum nýs innviðafélags í samstarfi borgarinnar, lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingar. Ný borgarhönnunarstefna verður lykilverkfæri í þessari uppbyggingu. Hún á að tryggja birtuflæði, hljóðvist og alla aðra þætti sem skipta máli fyrir mannvænt og gott samfélag. Við ætlum ekki bara að byggja meira heldur betur. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Borgarstjórn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í landi langvarandi skammdegis yfir vetrarmánuðina skiptir miklu máli að þétting byggðar skerði ekki birtu og lífsgæði íbúanna. Á tiltölulega skömmum tíma hefur mikil þétting átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík. Margt af því sem gert hefur verið bætir borgina og nýtir vel það rými og innviði sem fyrir eru. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur þétting byggðar sum staðar gengið of langt. Skuggavarp hefur orðið of mikið með neikvæðum afleiðingum á lífsgæði íbúa. Hljóðvist hefur einnig verið ábótavant í sumum tilvikum. Það er mikilvægt að læra af reynslunni og byggja á því sem vel hefur tekist. Ný borgarhönnunarstefna Ný borgarhönnunarstefna Reykjavíkurborgar sem samþykkt var hinn 12. nóvember markar tímamót í þessu ferli. Stefnan er faglega unnin og setur skýrari ramma um sjálfbæra uppbyggingu, gæði byggðar og borgarrými sem endurspegla fjölbreytileika borgarinnar allt frá Skerjafirði upp á Kjalarnes. Lykilatriðið er að skipulag og hönnun borgarinnar verði á forsendum íbúanna. Þótt aldrei sé hægt að gera öllum til geðs er mikilvægt að markmið Reykjavíkurborgar sé að gera enn betur. Stuðla þannig að því að sem flestir borgarbúar geti verið sáttir og stoltir af sínu hverfi og borginni í heild. Mörg þúsund nýjar íbúðir! Eftir að Flokkur fólksins tók þátt í myndun nýs meirihluta í Reykjavík hefur hann ásamt samstarfsflokkum ákveðið að brjóta land undir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þessar áætlanir kallast vel á við aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Strax á næsta ári gætu framkvæmdir hafist við uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða í Úlfarsárdal. Þessi uppbygging færi fram samkvæmt nýrri aðferðarfræði á vegum nýs innviðafélags í samstarfi borgarinnar, lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingar. Ný borgarhönnunarstefna verður lykilverkfæri í þessari uppbyggingu. Hún á að tryggja birtuflæði, hljóðvist og alla aðra þætti sem skipta máli fyrir mannvænt og gott samfélag. Við ætlum ekki bara að byggja meira heldur betur. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar