Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar 18. nóvember 2025 18:30 Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast. Á tímum þrálátrar verðbólgu, hárra stýrivaxta og hækkandi atvinnuleysis á Suðurnesjum hyggst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar hækka fasteignaskatta á fyrirtæki um tæplega 11% – og það er mjög íhaldssamt mat. Þetta er lítið annað en blaut tuska í andlitið á þeim atvinnurekendum og starfsmönnum sem halda uppi lífvænlegu samfélagi í Reykjanesbæ. Hér eru öflug iðnfyrirtæki, hárgreiðslustofur, hótel, bílaleigur, fiskverkun, verslanir, blaðaútgáfa og fjölbreytt nýsköpunarfyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt – allt fólk sem vinnur hörðum höndum að því að skapa verðmæti, þjónustu og störf. Nú blasir við að öll þessi fyrirtæki þurfa að greiða mun hærri skatta á næsta ári. Það er skref í ranga átt. Blikur eru á lofti í efnahagslífinu og óvissan eykst. Uppbygging er þegar farin að dragast saman, verðbólguhorfur eru daprar og á Suðurnesjum hefur fall stórfyrirtækja á borð við Play komið af stað keðjuverkun sem bitnar á tugum annarra fyrirtækja. Við þekkjum það alltof vel hvernig er að hafa of mörg egg í sömu körfu. Þess vegna höfum við sjálfstæðismenn talað fyrir fjölbreyttara atvinnulífi en til þess þarf að skapa hvata, ekki hindranir. Skattahækkun upp á þessa stærðargráðu vinnur beinlínis gegn þeirri stefnu. Það er þó ekki allt svart. Í upphafi fjárhagsáætlunargerðar var fyrirhugað að láta fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði hækka um vel yfir 10 prósentustig, án þess að meirihlutinn hygðist grípa til nokkurra mótvægisaðgerða. Þau áform hafa nú verið dregin til baka eftir harðar athugasemdir frá m.a. Sjálfstæðisflokknum, bæjarbúum og verkalýðsfélögum. Meirihlutinn ákveður því að lækka álagningarhlutfallið þannig að skattahækkunin fari ekki umfram verðbólgu. Það er skref í rétta átt og ég hrósa meirihlutanum fyrir. Það breytir þó ekki heildarmyndinni. Staðreyndin er sú að fasteignaskattar hafa hækkað verulega að raunvirði frá upphafi kjörtímabilsins 2022: um 12,8% í Keflavík, 13,6% í Njarðvík og 23,1% í Höfnum. Sé litið lengra aftur er myndin enn skýrari; frá árinu 2015 hafa fasteignaskattar í Keflavík hækkað um nær 30% að raunvirði. Það er því ljóst að þessi þróun er ekki tilviljun heldur kerfisbundin stefna. Nú er tími til kominn að hugsa stórt í Reykjanesbæ. Í stað þess að þrengja að fyrirtækjum og heimilum ber okkur að lækka skatta, laða að fjárfestingu og skapa umhverfi þar sem fólk treystir sér til að byggja upp. Ég hef lengi sagt að Reykjanesbær hafi alla burði til að verða stórveldi, en það gerist ekki nema við leyfum krafti og hugviti bæjarbúa að njóta sín. Það gerum við fyrst og fremst með því að ryðja hindrunum úr vegi, ekki reisa nýjar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast. Á tímum þrálátrar verðbólgu, hárra stýrivaxta og hækkandi atvinnuleysis á Suðurnesjum hyggst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar hækka fasteignaskatta á fyrirtæki um tæplega 11% – og það er mjög íhaldssamt mat. Þetta er lítið annað en blaut tuska í andlitið á þeim atvinnurekendum og starfsmönnum sem halda uppi lífvænlegu samfélagi í Reykjanesbæ. Hér eru öflug iðnfyrirtæki, hárgreiðslustofur, hótel, bílaleigur, fiskverkun, verslanir, blaðaútgáfa og fjölbreytt nýsköpunarfyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt – allt fólk sem vinnur hörðum höndum að því að skapa verðmæti, þjónustu og störf. Nú blasir við að öll þessi fyrirtæki þurfa að greiða mun hærri skatta á næsta ári. Það er skref í ranga átt. Blikur eru á lofti í efnahagslífinu og óvissan eykst. Uppbygging er þegar farin að dragast saman, verðbólguhorfur eru daprar og á Suðurnesjum hefur fall stórfyrirtækja á borð við Play komið af stað keðjuverkun sem bitnar á tugum annarra fyrirtækja. Við þekkjum það alltof vel hvernig er að hafa of mörg egg í sömu körfu. Þess vegna höfum við sjálfstæðismenn talað fyrir fjölbreyttara atvinnulífi en til þess þarf að skapa hvata, ekki hindranir. Skattahækkun upp á þessa stærðargráðu vinnur beinlínis gegn þeirri stefnu. Það er þó ekki allt svart. Í upphafi fjárhagsáætlunargerðar var fyrirhugað að láta fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði hækka um vel yfir 10 prósentustig, án þess að meirihlutinn hygðist grípa til nokkurra mótvægisaðgerða. Þau áform hafa nú verið dregin til baka eftir harðar athugasemdir frá m.a. Sjálfstæðisflokknum, bæjarbúum og verkalýðsfélögum. Meirihlutinn ákveður því að lækka álagningarhlutfallið þannig að skattahækkunin fari ekki umfram verðbólgu. Það er skref í rétta átt og ég hrósa meirihlutanum fyrir. Það breytir þó ekki heildarmyndinni. Staðreyndin er sú að fasteignaskattar hafa hækkað verulega að raunvirði frá upphafi kjörtímabilsins 2022: um 12,8% í Keflavík, 13,6% í Njarðvík og 23,1% í Höfnum. Sé litið lengra aftur er myndin enn skýrari; frá árinu 2015 hafa fasteignaskattar í Keflavík hækkað um nær 30% að raunvirði. Það er því ljóst að þessi þróun er ekki tilviljun heldur kerfisbundin stefna. Nú er tími til kominn að hugsa stórt í Reykjanesbæ. Í stað þess að þrengja að fyrirtækjum og heimilum ber okkur að lækka skatta, laða að fjárfestingu og skapa umhverfi þar sem fólk treystir sér til að byggja upp. Ég hef lengi sagt að Reykjanesbær hafi alla burði til að verða stórveldi, en það gerist ekki nema við leyfum krafti og hugviti bæjarbúa að njóta sín. Það gerum við fyrst og fremst með því að ryðja hindrunum úr vegi, ekki reisa nýjar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun