„Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2025 21:42 Breki Hrafn Árnason, markvörður Fram. Vísir/Diego „Þetta var náttúrulega bara allt annað en leikurinn í síðustu viku,“ sagði Breki Hrafn Árnason, markvörður Fram, eftir tap liðsins gegn Kriens-Luzern í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Fram mátti þola fjögurra marka tap, 31-35, í leik sem var jafn og spennandi nánast alveg til loka. Það er mikill munur frá því að liðin mættust í Sviss í síðustu viku, þar sem Kriens-Luzern vann 15 marka sigur. „Við mættum miklu betur til leiks og spiluðum miklu betri handbolta. Við vorum líkari sjálfum okkur í þessum leik. Eins og í síðustu leikjum hefur þetta svolítið verið að fara frá okkur á síðustu tíu mínútunum. Menn eru orðnir þreyttir, eða ég veit ekki hvað það er. Við finnum bara lausnir á því.“ Hann segist þó ekki geta útskýrt endilega af hverju Framarar spiluðu mun betur í kvöld en í síðustu viku. „Ég veit ekki alveg hvað það var. Það er náttúrulega ákveðin orka sem kemur frá því að vera að spila síðasta Evrópuleikinn heima, allavega í þetta sinn. Þannig að menn vildu bara gefa allt í þetta. Auðvitað vildum við gera það líka í síðasta leik, en bara náðum ekki að koma því fram sem við vildum koma fram þar.“ Þá segir hann margt hafa verið gott í leik Fram í kvöld, en seinni bylgja og hraðar sóknir gestanna hafi valdið þeim miklum vandræðum. „Það er nefnilega málið. Þegar við erum fljótir til baka og náum að koma okkur í stöðurnar þá spilum við oftast góða vörn. En þegar við eigum leiki þar sem við erum lengi til baka þá lendum við alltaf í brasi. Það er bara erfitt fyrir alla að spila vörn þegar maður er lengi til baka.“ Að lokum útilokar Breki ekki að Fram nái að stela stigum í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar, gegn stórliðum Elverum og Porto. „Planið er bara að ræna fjórum stigum, við stefnum á það. Það verður gaman að klára þessa leiki. Þetta er búið að vera gott fyrir okkur ungu strákana og góð reynsla til að bæta við ferilinn. Ég held að þetta geri okkur alla betri,“ sagði Breki að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira
Fram mátti þola fjögurra marka tap, 31-35, í leik sem var jafn og spennandi nánast alveg til loka. Það er mikill munur frá því að liðin mættust í Sviss í síðustu viku, þar sem Kriens-Luzern vann 15 marka sigur. „Við mættum miklu betur til leiks og spiluðum miklu betri handbolta. Við vorum líkari sjálfum okkur í þessum leik. Eins og í síðustu leikjum hefur þetta svolítið verið að fara frá okkur á síðustu tíu mínútunum. Menn eru orðnir þreyttir, eða ég veit ekki hvað það er. Við finnum bara lausnir á því.“ Hann segist þó ekki geta útskýrt endilega af hverju Framarar spiluðu mun betur í kvöld en í síðustu viku. „Ég veit ekki alveg hvað það var. Það er náttúrulega ákveðin orka sem kemur frá því að vera að spila síðasta Evrópuleikinn heima, allavega í þetta sinn. Þannig að menn vildu bara gefa allt í þetta. Auðvitað vildum við gera það líka í síðasta leik, en bara náðum ekki að koma því fram sem við vildum koma fram þar.“ Þá segir hann margt hafa verið gott í leik Fram í kvöld, en seinni bylgja og hraðar sóknir gestanna hafi valdið þeim miklum vandræðum. „Það er nefnilega málið. Þegar við erum fljótir til baka og náum að koma okkur í stöðurnar þá spilum við oftast góða vörn. En þegar við eigum leiki þar sem við erum lengi til baka þá lendum við alltaf í brasi. Það er bara erfitt fyrir alla að spila vörn þegar maður er lengi til baka.“ Að lokum útilokar Breki ekki að Fram nái að stela stigum í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar, gegn stórliðum Elverum og Porto. „Planið er bara að ræna fjórum stigum, við stefnum á það. Það verður gaman að klára þessa leiki. Þetta er búið að vera gott fyrir okkur ungu strákana og góð reynsla til að bæta við ferilinn. Ég held að þetta geri okkur alla betri,“ sagði Breki að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira