Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 21. nóvember 2025 08:31 Elva Rakel Jónsdóttir Framkvæmdastýra Festu - miðstöðvar um sjálbærni segist miklu frekar vilja sjá fyrirtæki misstíga sig og læra af mistökum í sjálfbærnimálum en þegja yfir því sem vel er gert. Sjálfbærni er einn af þeim þáttum sem Creditinfo horfir til þegar metið er hvaða fyrirtæki fá vottunina Framúrskarandi fyrirtæki. En hvað felst í sjálfbærni og hvað geta fyrirtæki gert til að verða sjálfbærari í dag en í gær? Við tengjum sjálfbærni oft við umhverfismál og orkuskipti, en hugtakið er mun víðtækara. Við spurðum Elvu Rakel Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Festu - Miðstöðvar um sjálfbærni, út í hvað sjálfbærni þýðir í rekstri fyrirtækja, hvaða skref þau geta tekið í átt að sjálfbærni og af hverju það skiptir máli að þau geri það. Sjálfbærni snýst um meira en loftslagsmál „Sjálfbærni snýst auk umhverfismála um félagslega þætti eins og mannréttindi og jafnrétti, góða stjórnarhætti í rekstri og ábyrg viðskiptasambönd. Þetta eru samhangandi þættir og ef við leysum aðeins einn en vanrækjum hina, þá verður engin framþróun,“ segir Elva Rakel. Hún bendir á að fyrirtæki sem vinni markvisst með alla þrjá þættina, stjórnarhætti, félagslega ábyrgð og umhverfisábyrgð, fái skýrt forskot. „Þau öðlast meiri stöðugleika, sterkari ímynd og eru betur í stakk búin til að bregðast við áskornum í rekstrarumhverfi, hvort sem það tengist tækniþróun, átökum, loftslagsbreytingum eða samfélagsbreytingum.“ Hvar á að byrja? Elva Rakel segir að fyrstu skrefin séu að þekkja eigin rekstur og skilja hvar áhrifin liggja. „Númer eitt er að þekkja fyrirtækið sitt. Greina reksturinn og skilja hvaða ógnanir og tækifæri eru til staðar.“ „Félagsleg ábyrgð snýst um að passa upp á mannauðinn, tryggja fjölbreytni, öryggi og skapa heilbrigt starfsumhverfi.“ „Umhverfisábyrgð felst í því að skilgreina hvaða þættir í rekstrinum hafa mest áhrif á umhverfið og setja mælanleg markmið til að draga úr þeim.“ Þú þarft ekki að bjarga öllum heiminum. Byrjaðu á að skoða þinn rekstur og hvar þú getur haft mest áhrif. „Að vera læs á eigin rekstrarupplýsingar skiptir miklu máli. Öll fyrirtæki fylgjast nú þegar með sölutölum og rekstrarniðurstöðum. Bætið bara við nokkrum lykiltölum sem endurspegla sjálfbærnivinnu, hvort sem það er orkunotkun, úrgangur eða fjölbreytni innan starfsmannahóps og þá eru þið komin úr startholunum.“ Innkaupin geta verið drifkraftur umbreytinga Festa hvetur fyrirtæki til að nýta innkaupaferla sem áhrifatæki. „Fyrirtæki geta haft mikil áhrif sem kaupendur eða birgjar. Þau eiga að vera óhrædd við að biðja um upplýsingar um sjálfbærnivinnu viðskiptaaðila eða segja sjálf frá því sem þau eru að gera,“ segir Elva Rakel. „Fyrirtæki sem sýna frumkvæði og gagnsæi geta skapað traust, góðan orðstýr og samkeppnisforskot.“ Hún segir margir birgjar séu tilbúnir með metnaðarfullar lausnir og því ættu kaupendur ekki að hika við að leita eftir samstarfi við fyrirtæki sem vinna markvisst að sjálfbærni, og rannsóknir sýni að yngri kynslóðin vilji vinna hjá fyrirtækjum sem hafa skýr markmið um sjálfbærni. „Það borgar sig að hafa metnað í þessum málum. Við sjáum meira að segja að fyrirtæki vilja oft á tíðum að hið opinbera geri meiri kröfur í útboðum, þau eru tilbúin og vilja viðurkenningu á vinnunni.“ Næstu skref fyrir fyrirtæki sem vilji efla sjálfbærni í sínum rekstri felist svo í umbótaverkefnum og nýsköpun. „Það getur verið að setja upp sólarsellur, nýta aukaafurðir í framleiðslu eða fara í innri nýsköpun og draga úr sóun. Það borgar sig að virkja sköpunargleðina og leita tækifæra.“ Grænþvottur víkur fyrir „greenhushing“ Spurð hvort fyrirtæki séu að reyna að stytta sér leið í sjálfbærni, segir Elva Rakel að það sé síður algengt í dag. „Ég hef á tilfinningunni að þetta sé minna vandamál en áður. Fyrir 20 árum var þekkingin einfaldlega minni og í flestum tilvikum var ekki vísvitandi verið að blekkja.“ Aðalatriðið sé að greina hvar fyrirtækið stendur og forðast alhæfingar. „Það er ekkert að því að segja á heimasíðu að fyrirtæki noti vistvæna bíla, það er jákvætt. Vandinn kemur þegar fyrirtæki fullyrða að þau séu græn án þess að það standist nánari skoðun,“ segir Elva Rakel. Í dag sé hins vegar annað vandamál að taka við, „greenhushing“, þegar fyrirtæki þora ekki að segja frá góðum verkefnum af ótta við gagnrýni. „Fyrirtæki eru stundum orðin feimin við að tala um sjálfbærni og hvaða skref þau eru að taka í átt að sjálfbærni af ótta við gagnrýni og umtal sem sprettur út frá þeirri orðræðu sem segja má að farin sé að viðgangast í samfélaginu. Það er miður, því með því að deila reynslu sinni geta þau hvatt önnur fyrirtæki áfram,“ segir hún. Ég vil miklu frekar sjá fyrirtæki gera mistök, læra og bæta sig en að þau þegi um það sem vel er gert. Vettvangur fyrir lærdóm og samstarf Festa – miðstöð um sjálfbærni eru frjáls félagasamtök sem hafa þann eina tilgang að efla getu fyrirtækja á sviði sjálfbærni. Að sögn Elvu Rakelar vilja flest fyrirtæki gera gott fyrir samfélagið. „Fólk vill vera hluti af lausninni og Festa er vettvangur til þess. Við erum ekki eftirlitsaðili heldur samstarfsvettvangur þar sem fyrirtæki og stofnanir læra hvert af öðru og fá innblástur. Festa var stofnuð árið 2011 og í dag eru um 200 aðilar í félaginu, allt frá orkufyrirtækjum og bönkum til sveitarfélaga og ráðuneyta. Við erum rekin á aðildargjöldum, ekki af ríkinu, og styrkurinn felst í því að ólíkir aðilar vinna saman að sameiginlegum markmiðum.“ Fræðsla og samtal eru stór hluti af starfi Festu. Samtökin halda reglulega þemafundi og viðburði og hefur Janúarráðstefnan fest sig í sessi sem stærsti sjálfbærnifundur landsins. Þá skipar Festa í dómnefndina sem veitir Hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu fyrir framúrskarandi framlag til sjálfbærrar þróunar. Það var sjávarútvegsfyrirtækið Brim sem hlaut verðlaunin í ár á Viðburði Creditinfo þann 30. október. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki Sjálfbærni Orkumál Mannauðsmál Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Loftslagsmál Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira
Við tengjum sjálfbærni oft við umhverfismál og orkuskipti, en hugtakið er mun víðtækara. Við spurðum Elvu Rakel Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Festu - Miðstöðvar um sjálfbærni, út í hvað sjálfbærni þýðir í rekstri fyrirtækja, hvaða skref þau geta tekið í átt að sjálfbærni og af hverju það skiptir máli að þau geri það. Sjálfbærni snýst um meira en loftslagsmál „Sjálfbærni snýst auk umhverfismála um félagslega þætti eins og mannréttindi og jafnrétti, góða stjórnarhætti í rekstri og ábyrg viðskiptasambönd. Þetta eru samhangandi þættir og ef við leysum aðeins einn en vanrækjum hina, þá verður engin framþróun,“ segir Elva Rakel. Hún bendir á að fyrirtæki sem vinni markvisst með alla þrjá þættina, stjórnarhætti, félagslega ábyrgð og umhverfisábyrgð, fái skýrt forskot. „Þau öðlast meiri stöðugleika, sterkari ímynd og eru betur í stakk búin til að bregðast við áskornum í rekstrarumhverfi, hvort sem það tengist tækniþróun, átökum, loftslagsbreytingum eða samfélagsbreytingum.“ Hvar á að byrja? Elva Rakel segir að fyrstu skrefin séu að þekkja eigin rekstur og skilja hvar áhrifin liggja. „Númer eitt er að þekkja fyrirtækið sitt. Greina reksturinn og skilja hvaða ógnanir og tækifæri eru til staðar.“ „Félagsleg ábyrgð snýst um að passa upp á mannauðinn, tryggja fjölbreytni, öryggi og skapa heilbrigt starfsumhverfi.“ „Umhverfisábyrgð felst í því að skilgreina hvaða þættir í rekstrinum hafa mest áhrif á umhverfið og setja mælanleg markmið til að draga úr þeim.“ Þú þarft ekki að bjarga öllum heiminum. Byrjaðu á að skoða þinn rekstur og hvar þú getur haft mest áhrif. „Að vera læs á eigin rekstrarupplýsingar skiptir miklu máli. Öll fyrirtæki fylgjast nú þegar með sölutölum og rekstrarniðurstöðum. Bætið bara við nokkrum lykiltölum sem endurspegla sjálfbærnivinnu, hvort sem það er orkunotkun, úrgangur eða fjölbreytni innan starfsmannahóps og þá eru þið komin úr startholunum.“ Innkaupin geta verið drifkraftur umbreytinga Festa hvetur fyrirtæki til að nýta innkaupaferla sem áhrifatæki. „Fyrirtæki geta haft mikil áhrif sem kaupendur eða birgjar. Þau eiga að vera óhrædd við að biðja um upplýsingar um sjálfbærnivinnu viðskiptaaðila eða segja sjálf frá því sem þau eru að gera,“ segir Elva Rakel. „Fyrirtæki sem sýna frumkvæði og gagnsæi geta skapað traust, góðan orðstýr og samkeppnisforskot.“ Hún segir margir birgjar séu tilbúnir með metnaðarfullar lausnir og því ættu kaupendur ekki að hika við að leita eftir samstarfi við fyrirtæki sem vinna markvisst að sjálfbærni, og rannsóknir sýni að yngri kynslóðin vilji vinna hjá fyrirtækjum sem hafa skýr markmið um sjálfbærni. „Það borgar sig að hafa metnað í þessum málum. Við sjáum meira að segja að fyrirtæki vilja oft á tíðum að hið opinbera geri meiri kröfur í útboðum, þau eru tilbúin og vilja viðurkenningu á vinnunni.“ Næstu skref fyrir fyrirtæki sem vilji efla sjálfbærni í sínum rekstri felist svo í umbótaverkefnum og nýsköpun. „Það getur verið að setja upp sólarsellur, nýta aukaafurðir í framleiðslu eða fara í innri nýsköpun og draga úr sóun. Það borgar sig að virkja sköpunargleðina og leita tækifæra.“ Grænþvottur víkur fyrir „greenhushing“ Spurð hvort fyrirtæki séu að reyna að stytta sér leið í sjálfbærni, segir Elva Rakel að það sé síður algengt í dag. „Ég hef á tilfinningunni að þetta sé minna vandamál en áður. Fyrir 20 árum var þekkingin einfaldlega minni og í flestum tilvikum var ekki vísvitandi verið að blekkja.“ Aðalatriðið sé að greina hvar fyrirtækið stendur og forðast alhæfingar. „Það er ekkert að því að segja á heimasíðu að fyrirtæki noti vistvæna bíla, það er jákvætt. Vandinn kemur þegar fyrirtæki fullyrða að þau séu græn án þess að það standist nánari skoðun,“ segir Elva Rakel. Í dag sé hins vegar annað vandamál að taka við, „greenhushing“, þegar fyrirtæki þora ekki að segja frá góðum verkefnum af ótta við gagnrýni. „Fyrirtæki eru stundum orðin feimin við að tala um sjálfbærni og hvaða skref þau eru að taka í átt að sjálfbærni af ótta við gagnrýni og umtal sem sprettur út frá þeirri orðræðu sem segja má að farin sé að viðgangast í samfélaginu. Það er miður, því með því að deila reynslu sinni geta þau hvatt önnur fyrirtæki áfram,“ segir hún. Ég vil miklu frekar sjá fyrirtæki gera mistök, læra og bæta sig en að þau þegi um það sem vel er gert. Vettvangur fyrir lærdóm og samstarf Festa – miðstöð um sjálfbærni eru frjáls félagasamtök sem hafa þann eina tilgang að efla getu fyrirtækja á sviði sjálfbærni. Að sögn Elvu Rakelar vilja flest fyrirtæki gera gott fyrir samfélagið. „Fólk vill vera hluti af lausninni og Festa er vettvangur til þess. Við erum ekki eftirlitsaðili heldur samstarfsvettvangur þar sem fyrirtæki og stofnanir læra hvert af öðru og fá innblástur. Festa var stofnuð árið 2011 og í dag eru um 200 aðilar í félaginu, allt frá orkufyrirtækjum og bönkum til sveitarfélaga og ráðuneyta. Við erum rekin á aðildargjöldum, ekki af ríkinu, og styrkurinn felst í því að ólíkir aðilar vinna saman að sameiginlegum markmiðum.“ Fræðsla og samtal eru stór hluti af starfi Festu. Samtökin halda reglulega þemafundi og viðburði og hefur Janúarráðstefnan fest sig í sessi sem stærsti sjálfbærnifundur landsins. Þá skipar Festa í dómnefndina sem veitir Hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu fyrir framúrskarandi framlag til sjálfbærrar þróunar. Það var sjávarútvegsfyrirtækið Brim sem hlaut verðlaunin í ár á Viðburði Creditinfo þann 30. október. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki
Sjálfbærni Orkumál Mannauðsmál Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Loftslagsmál Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira