Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2025 06:52 Morgunblaðið vísar ásökunum ráðuneytisins til föðurhúsanna. Morgunblaðið hefur svarað ásökunum Guðmundar Inga Kristinssonar barna- og menntamálaráðherra en í gær birtist yfirlýsing á heimasíðu Stjórnarráðsins, þar sem Morgunblaðið var sakað um ófagleg vinnubrögð og að veita vísvitandi rangar og villandi upplýsingar. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins neitaði Morgunblaðið að leiðrétta frétt sem birt var á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem ráðuneytið segir miðilinn hafa gefið til kynna að ráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Í umræddri frétt mbl.is sagði að Guðmundur Ingi hefði fullyrt á Alþingi að ekki væru ummerki um aukna vímuefnaneyslu barna á árunum 2023 til 2025, „þvert á ýmsar fréttir“. Sagði mbl þetta ganga í berhögg við það sem fram hefði komið í skýrslu Barna- og fjölskyldustofu, þar sem sagði að tilkynningum um neyslu barna á vímuefnum hefði fjölgað um tæplega 60 prósent á milli áranna 2023 og 2024. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er vitnað í samskipti þess við Morgunblaðið og vísað til þess að miðillinn hafi kosið að varpa sökinni á ráðherra að hafa ekki tilgreint heimild sína til að styðja fullyrðingar hans í ræðustól en viðurkennt á sama tíma að hann hafi nefnt Íslensku æskulýðsrannsóknina fyrr í ræðu sinni. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé „nokkuð einkennandi“ fyrir vinnubrögð Morgunblaðsins, sem hafi meðal annars breytt grein um nýtingu gervigreindar í menntakerfinu eftir að ráðuneytið fór yfir hana og ljáð henni neikvæðari blæ. Þá er Morgunblaðið sakað um að hafa slegið upp „æsifregnum“ um að ráðuneytið væri að halda eftir upplýsingum og fegra niðurstöður skýrslu um dvínandi grunnfærni nemenda innan OECD. Fullyrðingum ráðuneytisins vísað til föðurhúsanna Fjallað er um yfirlýsingu barna- og menntamálaráðuneytisins á mbl.is nú í morgunsárið en þar segir að Morgunblaðið líti „umkvartanir og umvandanir“ barna- og menntamálaráðherra alvarlegum augum, „enda er það einsdæmi að fjölmiðlar hér á landi megi þola slíkar ásakanir stjórnvalda um vísvitandi rangfærslur, léleg vinnubrögð og upplýsingaóreiðu,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Engin dæmi séu um að ráðherrar hafi látið Stjórnarráð Íslands annast vörn sína, hvað þá með ásökunum í garð fjölmiðla. Morgunblaðið segir rangt að ráðherra hafi verið vændur um ósannindi í ræðustól, né heldur hafi hann verið sagður fara með rangt mál. Þá er ítrekað að ráðherra hafi ekki bent á neinar rangfærslur í áðurnefndu viðtali um gervigreind, heldur aðeins að inngangi greinarinnar hafi verið breytt. „Morgunblaðið hefur vandað fréttaflutning sinn af þessum málum í hvívetna, m.a. með því að setja fullyrðingar ráðherra í samhengi við fleira en það eitt sem hann vill helst að komi fram,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Það sé hlutverk fjölmiðla að halda valdhöfum við efnið og veita þeim aðhald, ekki að hampa þeim eða mæra út frá uppgefnum markmiðum þeirra. „Morgunblaðinu og mbl.is er ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum, þeim til þægðar. Blaðið vísar til föðurhúsa fullyrðingum ráðherra um upplýsingaóreiðu; hann mætti vel herða sig í að veita fjölmiðlum viðtöl og gagnlegar upplýsingar. Kvartanir Guðmundar Inga benda til þess að hann misskilji fullkomlega hlutverk góðra fréttamiðla.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins neitaði Morgunblaðið að leiðrétta frétt sem birt var á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem ráðuneytið segir miðilinn hafa gefið til kynna að ráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Í umræddri frétt mbl.is sagði að Guðmundur Ingi hefði fullyrt á Alþingi að ekki væru ummerki um aukna vímuefnaneyslu barna á árunum 2023 til 2025, „þvert á ýmsar fréttir“. Sagði mbl þetta ganga í berhögg við það sem fram hefði komið í skýrslu Barna- og fjölskyldustofu, þar sem sagði að tilkynningum um neyslu barna á vímuefnum hefði fjölgað um tæplega 60 prósent á milli áranna 2023 og 2024. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er vitnað í samskipti þess við Morgunblaðið og vísað til þess að miðillinn hafi kosið að varpa sökinni á ráðherra að hafa ekki tilgreint heimild sína til að styðja fullyrðingar hans í ræðustól en viðurkennt á sama tíma að hann hafi nefnt Íslensku æskulýðsrannsóknina fyrr í ræðu sinni. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé „nokkuð einkennandi“ fyrir vinnubrögð Morgunblaðsins, sem hafi meðal annars breytt grein um nýtingu gervigreindar í menntakerfinu eftir að ráðuneytið fór yfir hana og ljáð henni neikvæðari blæ. Þá er Morgunblaðið sakað um að hafa slegið upp „æsifregnum“ um að ráðuneytið væri að halda eftir upplýsingum og fegra niðurstöður skýrslu um dvínandi grunnfærni nemenda innan OECD. Fullyrðingum ráðuneytisins vísað til föðurhúsanna Fjallað er um yfirlýsingu barna- og menntamálaráðuneytisins á mbl.is nú í morgunsárið en þar segir að Morgunblaðið líti „umkvartanir og umvandanir“ barna- og menntamálaráðherra alvarlegum augum, „enda er það einsdæmi að fjölmiðlar hér á landi megi þola slíkar ásakanir stjórnvalda um vísvitandi rangfærslur, léleg vinnubrögð og upplýsingaóreiðu,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Engin dæmi séu um að ráðherrar hafi látið Stjórnarráð Íslands annast vörn sína, hvað þá með ásökunum í garð fjölmiðla. Morgunblaðið segir rangt að ráðherra hafi verið vændur um ósannindi í ræðustól, né heldur hafi hann verið sagður fara með rangt mál. Þá er ítrekað að ráðherra hafi ekki bent á neinar rangfærslur í áðurnefndu viðtali um gervigreind, heldur aðeins að inngangi greinarinnar hafi verið breytt. „Morgunblaðið hefur vandað fréttaflutning sinn af þessum málum í hvívetna, m.a. með því að setja fullyrðingar ráðherra í samhengi við fleira en það eitt sem hann vill helst að komi fram,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Það sé hlutverk fjölmiðla að halda valdhöfum við efnið og veita þeim aðhald, ekki að hampa þeim eða mæra út frá uppgefnum markmiðum þeirra. „Morgunblaðinu og mbl.is er ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum, þeim til þægðar. Blaðið vísar til föðurhúsa fullyrðingum ráðherra um upplýsingaóreiðu; hann mætti vel herða sig í að veita fjölmiðlum viðtöl og gagnlegar upplýsingar. Kvartanir Guðmundar Inga benda til þess að hann misskilji fullkomlega hlutverk góðra fréttamiðla.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira